Heim MicrosoftWindows Mobile Windows Phone-sími frá Lenovo/Motorola

Windows Phone-sími frá Lenovo/Motorola

eftir Jón Ólafsson

Eins og fjallað var um í þessari færslu þá hefur kínverski risinn Lenovo keypt Motorola fyrir 2.91 milljarða dollara af Google.

Ég spái því að það verði ekki langt þangað til við sjáum Windows Phone síma frá Lenovo og þá mögulega/einnig undir merkjum Motorola.

Fyrir söluna til Google var töluvert fjallað um í fréttum að Motorola væru opnir fyrir því að framleiða og selja Windows Phone símtæki. Forstjóri fyrirtækisins sagði til dæmis á fundi við fjárfesta skömmu áður en Google keypti fyrirtækið að Motorola væri mjög opnið fyrir því að nota Windows Phone. Eftir söluna til Google þá sagði Larry Page forstjóri Google eftirfarandi og sló þannig á allir hugmyndir um eitthvað annað en Android eins og eðlilegt er.

“Motorola Mobility’s total commitment to Android has created a natural fit for our two companies. Together, we will create amazing user experiences that supercharge the entire Android ecosystem for the benefit of consumers, partners and developers.” – Larry Page, CEO Google.

 

Þetta viðhorf stjórnenda Motorola gæti hafa breyst eftir að Lenovo keypt fyrirtækið því fyrr í þessum mánuði sagði Howard aðstoðarforstjóri þróunarsvið Lenovo að þeir væru búnir að vinna að þróun Windows Phone síma í töluverðan tíma. Ákvörðun um framhaldið liggur hjá stjórnendum fyrirtækisins og mögulegt er að Motorola verði að hluta notað til að styðja við þessar hugmyndir.

 

Mynd: Windows Phone Daily

Mynd: Windows Phone Daily – Mögulegt útlit Lenovo K900

 

Howard segir að þó svo að Lenovo framleiði Android síma í dag (riding the wave) þá muni þeir íhuga alvarlega Windows Phone ef viðskiptavinir láta í ljós áhyggjur af öryggisbrestum í Android.
Hann telur að Windows Phone símtæki muni eyða þessum áhyggjum og þess vegna hefur teymi hans lagt til við stjórn Lenovo að fyrirtækið hefji framleiðslu á Windows Phone-símtækjum.

Lenovo er einn af fáum tölvuframleiðendum sem hefur verið að auka við sig í sölu á PC tölvum síðustu árið og er það fyrst og fremst inn á fyrirtækjamarkað og þar gæti fyrirtækið notað styrk sinn þegar kemur að farsímasölu. Lenovo Thinkpad er merki sem flestir þekkja, sérstaklega þeir sem nota tölvur við vinnu og hefur fyrirtæki hagnast gríðarlega síðan það keypti PC framleiðsluna af IBM. Lenovo var einnig fyrir skemstu að tilkynna um áform sín um að kaupa x86 netþjónaframleiðsluna af IBM og eru með því að stimpla sig enn betur inn á fyrirtækjamarkaðinn.

Fyrirtæki og þeir sem kaupa inn símtæki fyrirtækja hugsa frekar en einstaklingar um öryggisáhættur og þar hafa veikleikar Android verið hvað mestir. Það er allavega erfitt að neyta því að Windows Phone sími frá Lenovo hljómar fyrirfram sem nokkuð spennandi lausn fyrir fyrirtæki. Lenovo er einn stærsti ef ekki langstærsti OEM partner Microsoft og það er gríðarlega mikil samvinna milli þessara fyrirtækja nú þegar og því einfalt að færa fyrir því rök að hagsmunir fyrirtækjana séu áframhaldandi og nánari samvinna.

Samkvæmt nýjustu tölum frá Kantar þá er Windows Phone með um 10% markaðshlut í Evrópu en á í vandræðum í Bandaríkjunum og Kína sem eru tveir stærstu markaðir heimsins. Lenovo gæti mögulega breytt þessu með því að selja Windows Phone síma í nafni Lenovo í Kína enda félagið kínverskt og gríðarlega sterkt á heimamarkaði og síðan undir merkjum Motorola í Bandaríkjunum enda vel þekkt vörumerki þar.

Þetta eru vitanlega allt getgátur hjá mér en það væri allavega spennandi að sjá Windows Phone auglýsingar frá Opnum Kerfum (Nokia) og Nýherja (Lenovo)  🙂

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira