Heim ÝmislegtAndroid Ertu notandi eða söluvara?

Ertu notandi eða söluvara?

eftir Jón Ólafsson

Flest forrit sem notendur setja upp á snjallsíma sína biðja um heimildir fyrir því að nota hinar og þessar þjónustur á símtækjunum en yfirleitt alltaf eru þessar heimildir eðlilegar. Það er t.d. eðlilegt að leiðsöguforrit fái aðgang að GPS, GSM og geymslurými í símtækinu.

 

Oftast er hægt að skilgreina hugbúnað sem settur er upp í snjalltæki í tvo flokka

  • Hugbúnaður sem notendur kaupa og eiga (án auglýsinga)
  • Húgbúnað sem er ókeypis, með auglýsingum = notendur eru vara sem auglýsendur kaupa aðgang að.

 

Það hefur plagað Android heiminn umræða um að öryggismál væri oft ekki í lagi og að Google séu “að fylgjast með” eins og ég hef fjallað um hér áður. Einnig hafa ýmsar aðrar óværur (Malware) herjað á símtæki Android notenda.

Líklega má kenna slöku gæðaeftirliti um en notendur Android virðast hafa einn auka vinkill til að hugsa um en það eru forrit sem eru að biðja um óþarfa heimildir að t.d. GPS í símtæki. Ég hef fjallað um Brightest Flashlight Free áður á Lappari.com og velt því fyrir mér afhverju vasaljósa app þarf heimild til að nota GPS tæki símans… ekkert sem réttlætir það

Auglýsingarisinn Google gerði ekkert í þessu þrátt fyrir kvartanir en fyrst núna var FTC (e Federal Trade Commission) að semja við forritarann um að eyða gamalli GPS sögu notenda ásamt því að koma hreint fram við notendur þannig að þeir viti við uppsetningu að GPS gögn verða seld áfram.

Sorglega við þetta er að nú þegar er búið að sækja appið rúmlega 50.000.000 sinnum og telja verður líklega að stór hluti notenda hafa ekki hugmynd um að GPS gögnin þeirra séu seld áfram

Er fylgst með þér, fjölskyldumeðlimum eða starfsmönnum þínum með þessu eða öðru”njósna” appi?

 

Mynd og heimild: TheVerge

Hér er appið í Google Play

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira