Heim Ýmislegt 10 gíg og hvað nú?

10 gíg og hvað nú?

eftir Jón Ólafsson

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni eftir að internet þjónustur tilkynntu að 10 Gbit/s stæðu fljótlega heimanotenda til boða. Vitanlega varð mikill spenningur og greinilega margir eins og ég sem hafa áhuga á þessari stækkun.

Hvað þýðir þetta fyrir venjulegt heimili?
Flest allir sem eru með ljósleiðara í dag eru með 1 Gbit/s samband og ætti þetta því að þýða allt að 10x á hraðara internet…
Hafa ber í huga að internetveitur rukka slatta aukalega fyrir þessa stækkun og síðan gleyma margir að það vantar líklega töluvert af búnaði á heimilið sjálft.

Fyrir ykkur, ákvað ég því að fórna mér í þetta verkefni…
Ég hef verið að prófa 10 Gbit/s samband frá Tengir Akureyri síðasta árið og hefur reynslan þessari tenginu verið frábær. Hún hefur þó haft þau hliðaráhrif að ég er endalaust að færa til flöskuhálsa á heimilinu til að fá 10 gíg alla leið þangað sem “þau vantar”.

Hvernig ætla ég að taka á móti 10G sambandi?

Ég hefði getað smíðað mér router sjálfur með tölvu keyrandi t.d. á OpenSense og vera síðan með 2x 10Gb netkort í henni til að tengja ljósleiðarann í og síðan út aftur inn á netið heima.
Þetta væri líklega temmilega ódýr lausn, ef ég ætti auka tölvu og 2x 10G netkort. 🙂

Ég ákvað því að halda mig við núverandi router sem er UniFi DreamMachine Pro SE sem er með 2x 10G SFP+ port.
Síðan tengdi ég ljósið beint í annað SFP+ portið og þar með var ég kominn með 10 Gbit/s í routerinn og málið dautt…… eða hvað

Ég hefði vitanlega getað stoppað hér, kominn með 10 Gbit/s samband inn á router og í raun gætu þá 10 notendur verið með fullt Gbps samband út á internetið. En ég vildi klára vinnuna innanhús svo ég væri klár í að taka á móti öllum þessum gígabitum inn á helstu tæki og tölvur.

Hvað með annan netbúnað?

Ég átti fyrir 24 porta Pro sviss frá UniFi sem er með 2x SFP+ portum, annað portið mundi tengjast sem uplinkur frá router og síðan gæti ég tengt eitt tæki við hitt portið til að fá loksins að njóta 10 Gbit/s hraða…. en það er ekki nóg að fá bara 10 gíg í eitt tæki. Ég vildi tengja netþjón, NAS (gagnageymsluna), myndavélþjón, vinnustöðina mín og svo miklu meira víð 10 gígin víst þau voru komið í hús.

Til að fá fleiri 10 Gbit/s port þá “varð” ég því að kaupa mér 10 Gbit/s sviss og fyrir valinu varð 8 porta SFP+ sviss frá UniFi og hann kom á milli routers og 24 porta UniFi Pro sviss… Tvö af þessum 8 portum voru nýtt í uplink í router og annað inn á 24 porta svissinn… sem gaf mér 6x laus 10 Gbit/s port sem er ágætis byrjun… ekki satt.

Hvernig ætla tækin (clientar) að taka á móti 10 Gbit/s?

Þá átti ég bara eftir að kaupa mér SFP+ netkort í netþjón, vinnustöðina, NASinn o.s.frv….
Þess fyrir utan þurfti ég að kaupa SFP+ modula, ljósleiðarasnúrur og/eða DAC kapla til að tengja búnaðinn saman.

En ok… nokkrum þúsundköllum síðar þá var ég kominn með SFP+ netkort í öll helstu tæki, ljósleiðra snúrur á milli þeirra og núna verður allt frábært…

Geta tækin mín nýtt sér 10 Gbit/s?
Lífið var yndislegt þar til ég rakst á næsta flöskuháls sem var les- og skrifhraði á harðdiskum.
Ég er með hraða SSD diska í flestum vélum heima en diskurinn í aðal netþjóninum mínum var hefðbundinn harðdiskur og algengur les- og skrifhraði á þeim er 80 til 160 Mbps…. frábært.

Ég eyddi tíma í að clone´a þjóninn yfir á nýjan SSD en samt voru diskarnir í vélunum heima flöskuháls í hraðaprófunum (gert með Iperf). Ég eyddi því enn meiri tíma í netþjóninn og vinnustöðina mína, staujaði þær og setti síðan stýrikerfið á tveimur SSD diskum í RAID0 (Stripe).
Í mjög stuttu máli þá náði ég loksins rúmlega 7 Gbps innanhús á milli þessara tveggja véla sem er mögulega of mikið vesen og kostnaður til að vera nálægt því að fullnýta 10 Gbit/s tenginguna mína innanhús en hey… svona er þetta bara

Til viðbótar við þetta allt saman þá er flest allt orðið þráðlaust í dag og uplinkur á þráðlausum punktum er yfirleitt bara 1Gb (einstaka Enterprise punktar með 2.5G). Þetta mun þó líklega lagast seinna á þessu ári þegar WiFi 7 tæki koma á markað.
Ég þyrfti svo líka að uppfæra 3 ára gamlar CAT5e netlagnir í CAT6a lagnir til að bera þennan hraða…

Hvað svo?

Þetta hér að ofan hljómar mögulega eins og sorgarsaga en staðreyndin er líklega sú að fæstir þurfa 10 Gbit/s heim til sín í dag en tækniframfarir valda því að við erum með þessu miklu betur í stakk búin að nýta tæknina þegar hún kemur.

Þau heimili sem vilja taka stökkið þurfa að huga vel að flöskuhálsum innanhús. Líklega nýtist 10 Gbit/s að einhverju leiti betur þegar WiFi 7 verður komið (í þráðlausa punkta og tæki) og búnaður almennt orðinn hraðvirkari.

Þrátt fyrir að upplifun á netvafri í þessum prófunum mínum sé nær sú sama og áður (enda sami svartími og áður) og að Netflix/Youtube og aðrar streymisveitur virki alveg eins (þarf bara ca 30 Mbps max fyrir 4K streymi) sé ég ekkert eftir þessu bralli mínu… ég finn stóran mun á niðurhali á stórum skrám, sem er reyndar háð því að sendandinn sé ekki “bara” með 1 Gbps 🙂

Ég mundi bara óska þess að íslenskar veitur eins og RÚV, Sjónvarp Símans og Stöð 2 geti nú loksins bætt gæði á útsendingum.

Skoðum þessa færslu aftur eftir 4-5 ár en ég gef mér að við séum farin að geta nýtt okkur hraðan betur þá.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira