Heim Sysadminday

Sysadminday

 31 Júlí, 2020

Íslenski Kerfisstjóra Dagurinn System Administrator Appreciation Day
www.sysadminday.com/ (þýtt héðan)

Sýndu þakklæti þitt

Föstudaginn 31 Júlí, er haldið uppá alþjóðlegan Kerfisstjóradag (System Administrator Appreciation Day) í 21. skiptið. Á þessum sérstaka alþjóðlega degi, skaltu gefa kerfisstjóranum þínum eitthvað sem sýnir að þú  kannt að meta vinnusemi og dugnað þeirra.

Almennt séð fá kerfisstjórar enga virðingu 364 daga á ári, þetta er því dagurinn sem allar starfsmenn, um allan heim, ættu gefa kerfisstjóranum dýrara gjafir (t.d. kökur, blöðrur, sportbíla eða reiðufé) til að sýna þakklæti sitt…..  djók    En í alvöru, þá erum við bara að biðja  ykkur um að sýna okkur smá þakklæti og kannski baka eitthvað handa okkur eða bara gera eitthvað sem sýnir að þú kunnir að meta okkar vinnu… það er í alvöru það minnsta sem við getum beðið um.

Þegar þú velur gjöfina þá skaltu hafa í huga öll okkar erfiðu verkefni og langa vinnudaga, kvöld og helgar. Mundu að þú þekkir kerfisstjórann kannski ekki jafn vel og hann þekkir þig.

Mundu þetta er eini dagurinn sem þú þarft að viðurkenna kerfisstjórann sérstaklega fyrir framlag hans fyrir vinnustaðinn. Þakkaðu þeim því fyrir allt það sem þeir gera fyrir þig og fyrirtæki þitt.

 

Afhverju ?

Það var kerfisstjóri sem tók netþjóninn sem keyrir þessa vefsíðu úr kassanum, setti upp stýrikerfið, patchaði öryggisuppfærslur, tengdi varaaflið og gekk úr skugga um að loftkælingin væri að vinna samkvæmt stöðlum í tölvurýminu, hann fylgist með að allt virki, setur upp hugbúnað og passar uppá afritunartöku ef eitthvað fer úrskeiðis. Allt til þess eins að þjóna þessari síðu – fyrir þig.

Kerfisstjórinn setti upp routera, lagði kapla, stillti innranet og DNS þjóna, hann setti upp eldveggi og fylgist með að netumferðin skili sér rétta leið, bara til þess að þú getir séð þessa heimasíðu á tölvunni þinni.

Kerfisstjórinn gengur úr skugga um að nettengingin þín sé örugg og að hún virki alltaf. Kerfisstjórinn tryggir að tölvan þín sé að vinna eðlilega á heilbrigðu innraneti. Kerfisstjórinn tekur afrit til að verja gögnin þín fyrir bæði mannlegum sem og öðrum ófyrirséðum slysum, hann stendur vörð gegn ógnum í öryggismálum og hökkurum, hann passar að helvítis prentarinn virki alltaf, alveg sama hversu mörg eintök af sama blaðinu bókhaldsgellurnar prenta út.

Kerfisstjórinn hefur áhyggjur af spam, vírusum, spyware, straumleysi,  eldum og flóðum. Þegar póstþjóninn hrinur klukkan 2:00 á sunnudagsmorgni, er kerfisstjórann þinn vakinn og hann fer að vinna….  sama hvernig veður er…

Kerfisstjórann er (yfirleitt) sérþjálfaður einstaklingur sem skipuleggur, hakkar, lagar, ýtur úr vör, kynnir, ver og útbýr góð netkerfi, til þess eins að  þú fáir gögnin þín þegar þig vantar, til þess eins að hjálpa þér að vinna vinnuna þina.

Svo ef þú getur lesið þetta, þakkaði kerfisstjóranum þínum – og hafðu hugfast að  hann eða hún er aðeins einn af tugum eða jafnvel hundruðum einstaklinga sem gera þér kleift að fá tölvupóst frá frænku þinni sem býr á öðru landshorni, Facebook skilaboð frá maka þínum, Skype símtal frá vini í Ástralíu, og einnig til að lesa þessa frábæru síðu.

 

Kæri kerfisstjóri

Hafðu samband við okkur ef einhver starfmanna á þínum vinnustað eru “góðir” við þig  á þessum degi því við erum að safna myndum.

 

 

 

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira