Heim ÝmislegtGoogle Android skapar áhættur fyrir notendur

Android skapar áhættur fyrir notendur

eftir Jón Ólafsson

Þetta eru svo sem engin ný sannindi og hefur ýtrekað verið haldið fram af ýmsum aðilum og stofnunum. Núna hefur DHS og FBI gefið opinberlega út skjal sem varar við áhættum af því að nota Android snjalltæki.

Samkvæmt þessu skjali þá er áhættuskipting svona:fbi

  • 79%   Android
  • 19%   Symbian
  • 0.7% Apple
  • 0.7% Annað
  • 0.3% Blackberry
  • 0.3% Windows Phone

 

Þessi samantekt dregur einnig fram þá staðreynd að langflestir Android notendur eru að nota gamla og óörugga útgáfu af Android.

Samkvæmt skýrslunni þá eru 44% að notenda að nota Android Gingerbread útgáfur 2.3.3 til 2.3.7. Hér á Íslandi er þetta jafnvel verra þar sem rúmlega 47% notenda eru að nota 2.3.3 til 2.3.7 og aðeins 36.4% Íslenskra notenda eru komnir með Android 4.x í símtæki.

 

Íslenskir neytendur eru sorglega illa upplýstir þegar kemur að sjalltækjum og er það sölumönnum og “óháðum” tæknimiðlum um að kenna, virðist vera bannað að skrifa eitthvað neikvætt um Android/Google.
Ég gerði samt smá prufu og fór í tvær símtækjaverslnir til að spyrja útí Android tæki sem til sölu var og með Android 2.3 stýrikerfi. Ég spurði sérstaklega hvort ég þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur af því að kaupa mér símtæki með þriggja ára gömlu stýrikerfi en þetta “voru óþarfa áhyggjur í mér”. #MindBlowing

 

Heimild

Lappari

PI

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira