Heim MicrosoftWindows Server Lenovo að taka við x-86 netþjóna framleiðslu hjá IBM

Lenovo að taka við x-86 netþjóna framleiðslu hjá IBM

eftir Jón Ólafsson

IBM hefur samþykkt að selja x86-netþjóna framleiðslu sína til Lenovo. Samningurinn nær til System x, BladeCenter og x86 Flex System netþjóna, NeXtScale og iDataPlex-netþjóna og tengds hugbúnaðar, nettenginga- og viðhaldsrekstrar. Kaupverðið er sem nemur 265 milljörðum króna, eða 2,3 milljörðum Bandaríkjdala.

Nýherji er umboðsaðili bæði Lenovo og IBM á Íslandi. “Í þessum viðskiptum á milli IBM og Lenovo felast mikil tækifæri fyrir viðskiptavini Nýherja. Við vitum af reynslu að Lenovo býr yfir mikilli snerpu og færir okkur framsæknar lausnir af miklum gæðum,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja.

IBM heldur eftir System z stórtölvudeildinni, Power-netþjónadeildinni, IBM System Storage geymslulausnum, Flex-netþjónum á Power-grunni og PureApplication og PureData. IBM mun jafnframt halda áfram að þróa Windows- og Linux-hugbúnaðarsafn sitt fyrir x86-kerfi.
Samningurinn byggist á rótgrónu samstarfi sem hófst þegar Lenovo tók yfir framleiðslu á PC tölvum IBM árið 2005. Upp frá því hafa fyrirtækin unnið saman á mörgum sviðum.

Lenovo er stærsti söluaðili á PC tölvum í heiminum.

Nánari upplýsingar um kaupin má finna hér en þetta birtist hér sem aðsend grein frá lesenda

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira