Heim Microsoft Windows 11 á óstuddum vélbúnaði

Windows 11 á óstuddum vélbúnaði

Svona getur þú sett upp WIndows 11 á vélbúnaði sem er ekki studdur af Microsoft.

eftir Jón Ólafsson

Ég er með eina gamla Windows spjaldtölvu sem ég nota slatta í allskonar afþreyingu, horfa á YouTube, Netflix o.s.frv. Vélin kom með Windows 10 en ég vill hafa Windows 11 á henni enda “snertivænna” en Windows 10.

Ég gat þetta í byrjun sem því að skrá mig inn sem Windows Insider og uppfæra í Windows 11, en það virkaði ekki lengur á þessari vél, hún var föstu á gömlu Insider build

Hér er allavega leið sem ég notaði til að uppfæra úr Windows 10 í Windows 11 (útgáfu 21H2).

  1. Byrja á því að búa til möppu á desktop sem heitir Win11
  2. Keyrðu Windows 11 Media Creation tól til að sækja ISO á vélina sem þú vilt uppfæra.
  3. Tví smella síðan á ISO sem sótt var í skrefi 2, til að mounta ISO (sést í My Computer).
  4. Velja allt (ctrl-a) sem var í ISO (kemur sem DVD drif í My Computer) og afrita yfir í Win11 möppuna sem þú gerðir í skrefi 1.
  5. Opna möppuna á desktop og þar í Win11\sources og finna skrá sem heitir Appraiserres.dll
  6. Eyddu Appraiserres.dll og keyrðu síðan Windows 11 setup beint úr Win11 möppunni.

Þá fór ég í gegnum hefðbundna uppsetningu á Windows þar sem ég gat valið hvort ég geymdi eða eyddi gögnum o.s.frv.

.

.

Uppfærsla úr Windows 11 21H2 í 22H2

Allt gekk vel á þessari vél í nokkra mánuði, hún fékk allar uppfærslur frá Microsoft…… eða segjum kannski næstum því allar.

Ég lenti nefnilega í smá brasi að uppfæra þessi vél þegar 22H2 uppfærsla á Windows 11 kom. Hún keyrði sem sagt Windows 11 21H2, en uppfærsla í 22H2 var ekki að skila sér með Windows Update eins og gerðist með aðrar Windows 11 vélar í kringum mig.

Þegar ég sótti nýtt ISO með Media Creation Tool fyrir 22H2 þá kvartaði uppsetningin yfir því að örgjörvi væri ekki studdur.

Smá skellur, sér í lagi þar sem þessi skref hér að ofan með að eyða út sources\Appraiserres.dll virkuðu ekki.

Eftir smá BING leit þá prófaði ég eftir farandi sem virkaði.

Opnaði RegEdit á vélinni og fara í HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\Setup\ og hægri smella á Setup og velja New Key sem þú skýrir “LabConfig

Þá verður sem sagt til vísun sem heitir “HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\Setup\LabConfig

Þar undir gerði ég nýtt DWORD (32-bit) Value fyrir þessi 5 gildi en líklega hefði verið nóg að gera bara fyrir BypassCPUCheck í mínu tilfelli

“BypassTPMCheck” =00000001
“BypassSecureBootCheck” =00000001
“BypassRAMCheck” =00000001
“BypassStorageCheck” =00000001
“BypassCPUCheck” =00000001

Síðan endurræsti ég vélina og tvísmellti síðan á nýja 22H2 ISO skránna til að mounta hann í My Computer. Þar næst keyrði ég setup skrána en núna fór uppsetningin í gang. Vélin uppfærði sig í Windows 11 22H2, hjá mér án þess að eyða gögnum eða stillingum frá 21H2 uppsetningunni.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira