Heim Ýmislegt Síminn fyrstur íslenskra efnisveita að bjóða uppá 4K útsendingu

Síminn fyrstur íslenskra efnisveita að bjóða uppá 4K útsendingu

eftir Jón Ólafsson

Við rákum augun í nýja færslu á bloggi Símans sem birt var fyrr í dag en færslan ber heitið: 4K – Ultra HD í Sjónvarpi Símans

Við höfum mikinn áhuga á gæðum til okkur notenda, heim í stofu og höfum við því fjallað um þessi mál hér á Lappara. Bæði höfum við velt fyrir okkur myndgæðum sem okkur berst sem og hljómgæðum.

Eins og kemur fram í færslunni, þá er Síminn fyrst íslenskra efnisveitan sem setur 4K sjónvarpsrás í loftið. Fyrst um sinn er það sjónvarpsstöðin InSightTV (rás 50 á myndlykli) sem sendir út lífstílsefni allan sólarhringinn en vonum við að RÚV og 365 uppfæri einnig í 4K fljótlega. Það er allavega ljóst að Sjónvarp Símans verður tilbúið þegar þar að kemur.

 

Hvað þýðir 4K útsending og hvað græðum við á því?

Á mannamáli þýðir 4K útsending bara enn meiri myndgæði. Háskerpu má skipta upp í nokkra flokka og er 4K þar efst á blaði í dag. Venjuleg háskerpa kallast oft 720p, full háskerpa 1080p en 4K sem kallast einnig Ultra HD er með fjórum sinnum fleiri pixla á myndfleti en full háskerpa.

Skýringamyndin hér að ofan sem er fengin af bloggi Símans sýnir vel hversu mikil aukning upplausnar er hér á ferðinni.

 

Hvað skilyrði þurfa viðskiptavinir Símans huga að til að njóta 4K útsendingar?

  1. Hafa 4K myndlykill frá Símanum
  2. Eiga sjónvarp sem styður 4K upplausn

 

Mögulega ertu nú þegar með 4K myndlykil frá Símanum, það eru til tvær týpur en það stendur 4K UHD á þeim báðum.

 

Samkvæmt fréttatilkynningu þá mun úrval af 4K efni og sjónvarpsstöðvum aukast hratt í náinni framtíð. Má með sanni segja að við hér á Lappara fögnum þessari tilkynningu frá Símanum og nú er bara að bíða eftir RÚV og 365.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira