Heim Ýmislegt Aprílgabbið okkar: Tæknitröll hefur göngu sína í Sjónvarpi Símans

Aprílgabbið okkar: Tæknitröll hefur göngu sína í Sjónvarpi Símans

eftir Jón Ólafsson & Ritstjórn

Það voru nokkrir lesendur sem féllu fyrir þessu aprílgabbi okkar og bara gaman af því….. hver veit, kannski endum við í sjónvarpi einn góðan veðurdag   🙂

——————

 

Það hefur lengi verið draumur okkar í ritstjórn Lappari.com að færa okkur meira í myndbandagerð. Vísir að þessu var að sjálfsögðu þegar við hófum að afpakka græjum sem við fengum til umfjöllunar en svo tóku við samsetningar myndbönd og loks leikjarýni í umsjón Helga Freys.

Í samstarfi við Símann höfum við tekið næsta skref og verða nýir tækniþættir í umsjón ritstjóra Lappari.com aðgengilegir í Sjónvarpi Símans frá og með 7. apríl næstkomandi. Þættirnir hafa fengið nafnið „Tæknitröll“ og verða einungis aðgengilegir í gegnum sjónvarpskerfi Símans. Á hverjum föstudegi kemur svo nýr þáttur inn í Sjónvarp Símans þar sem við ritstjórarnir förum yfir fréttir liðinnar viku, fáum græju- og leikjarýni frá okkar besta fólki ásamt því sem föstudagsviðtalið fer í endurnýjun lífdaga og breytist í sófaspjall.

Til að draga þetta saman eru spennandi tímar framundan hjá Lappari.com og hlakkar okkur til að sýna ykkur hvað við höfum fram að færa.

Komin er kynningarstikla fyrir þættina en hægt er að sjá stikluna með því að smella á myndina hér að ofan eða smella hér.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira