Heim Ýmislegt Hvernig hljómgæði berast yfir myndlykla hjá Vodafone og Símanum?

Hvernig hljómgæði berast yfir myndlykla hjá Vodafone og Símanum?

eftir Jón Ólafsson

Í byrjun nóvember á síðasta ári, birtum við eldri færslu af Lappari.com á Facebook. Í stuttu máli þá olli færslan nokkurri umræðu um þessi mál sem endaði á því að Vodafone uppfærði viðmótið í myndlyklum sínum. #velgert

Í framhaldi af þessari deilingu þá fengum við fyrirspurn frá lesanda okkar á Facebook.

Sem sagt, viðskiptavinur hjá Símanum sem var að leita eftir upplýsingum um hljóðrásir sem sendar eru heim í stofu. Er möguleiki að þjónustuaðilar breyti einhverju hjá sér eða hafa þeir kannski ekkert með þetta að gera?

Við fórum því á stúfana og leituðu til Símans og Vodafone með þetta mál. Vodafone svöruðu okkur strax með þessar upplýsingar ásamt leiðbeiningum um hvernig hægt sé að stilla hljóðið í myndlyklum þeirra. Einnig fylgdu með upplýsingar um hvaða myndlyklar hjá þeim styðji 5.1 hljóm.

Þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þá hefur Síminn ekki svarað okkur, hver svo sem ástæðan er.

Hér kemur svar Vodafone sem barst okkur 4. nóvember 2016.

Við erum að dreifa hljóðmerkinu eins og það kemur til okkar á IPTV. Ef viðkomandi stöð sendir út 5.1 hljóðmerki þá er það þannig á okkar lyklum. RÚV HD, BBC Brit HD og Discovery HD eru amk að skila merkinu þannig til okkar og því eru þær stöðvar með 5.1 hljóði. Þessu til viðbótar eru nokkrar stöðvar að skila AC3 tveggja rása hljóði með mjög háum bitahraða, eða 460kbps, það eru stöðvarnar: BBC Earth, NRK1, NRK2, NRK3 og SVT1.

Síðan er um 75% af efninu á Leigunni með 5.1 hljóði en þar gilda sömu lögmál, ef hljóðið kemur 5.1 til okkar er því skilað þannig til viðskiptavina okkar.

Til að hægt sé að njóta 5.1 hljóðgæða þá þarf að fara í stillingarvalmynd á myndlykli og velja: Dolby Digital undir „hljóðhamur“ sé það ekki þegar valið. Viðskiptavinir þurfa einnig að vera með A140 háskerpumyndlykil eða Intek DVB-T2 myndlykil og með HDMI eða S/PDIF tengt til að njóta 5.1 hljóðgæða.

Við hér á Lappari.com höldum áfram við að ýta á eftir þessum upplýsingum frá Símanum. Vonandi svara þeir fyrir rest.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira