Heim Ýmislegt Internetveitur – hvernig líkar okkur við þær?

Internetveitur – hvernig líkar okkur við þær?

eftir Jón Ólafsson

Fyrir skemmstu birtum við viðhorfskönnun hér á Lappari.com. Við spurðum nokkurra spurninga sem tengjast internetveitu lesenda okkar og hvaða viðhorf þeir höfðu til þeirra.

 

Viðbrögðin voru framar okkur björtustu vonum en það voru 1511 sem opnuðu könnunina og af þeimú 1029 sem kláruðu spurningarnar og skiluðu inn svörum. Okkur þótti eftirtektarvert (og miður) að aðeins 11% svarenda voru konur en það er önnur saga.

 

Í stuttu máli langaði okkur að skoða tvennt með þessari könnun:

  1. Fylgni milli atriða eins og aldur vs internetveita, fjöldi í heimili vs internetveita o.s.frv. en við munum birta þær niðurstöður á allra næstu dögum
  2. Gera grein fyrir niðurstöðvum könnunar en þetta er fyrst og fremst mæling á ánægju viðskiptavina með þau atriði sem könnuð voru.

 

 

Samkvæmt Póst og fjarskiptastofnun (PFS hér eftir) þá er skiptingin á markaðnum eftirfarandi.

1_pfs

ATH: 365 og Tal er dregið saman þar sem þessi fyrirtæki hafa sameinast.

 

Það er töluvert samræmi milli gagna frá PFS og niðurstöðu könnunar okkar… en samt ekki

2_skipting

Síminn er sannarlega stærstur og Vodafone þar næstir hjá okkur en skiptingin er allt önnur. Einfaldast er að gefa sér að hjá PFS séu allar tengingar teknar með, meðan hjá okkur svara fyrst og fremst einstaklingar (heimatengingar).

 

Það er áhugavert að hugleiða afhverju notendur velja sér ákveðna netveitu frekar en einhverja aðra. Margir spá fyrst og fremst í verði, aðrir í þjónustu og enn aðrir hraða eða áræðanleika tengingar. Einfalt að gefa sér að þeir sem spá mest í ákveðnu atriði (svo sem verði) velji sér netveitu út frá því. Þátttakendur gátu gefið netveitunni sinni eftirfarandi einkunnir fyrir þá þætti sem spurt var um.

  • Mjög ánægð/ur
  • Frekar ánægð/ur
  • Hvorki né
  • Frekar óánægð/ur
  • Mjög óánægð/ur

 

 

Hér má sjá hvernig þessi fyrirtæki komu út þegar einstakir þættir voru skoðaðir en við byrjum á ánægju svarenda með verð viðkomandi netveitu.

6_verd

Vodafone og Síminn skera sig úr hópnum með minni ánægju viðskiptavina sinna með verðið meðan 365 heldur sig í meðaltalinu.

Mest ánægja með verðið er meðal viðskiptavina Hringdu, Hringiðunnar og Nova

 

 

Næst skoðum við ánægju viðskiptavina með hraða nettengingar.

4_hradi

Hér má sjá að viðskiptavinir Hringdu og Hringiðunnar eru ánægðastir með hraðann á netinu sínu. Næst kemur Nova og risarnir Síminn og Vodafone fylgja í kjölfarið. Nokkuð augljóst að viðskiptavinir 365 eru síst ánægðir með hraðann sem kom mér örlítið á óvart.

Það er ekkert áberandi sem stingur í augun hér, almennt eru viðskiptavinir nokkuð sáttir með hraðann. Vilja líklega flestir hraðara net en virðast vera að fá það sem þeir borga fyrir samkvæmt þessu.

 

 

Næst skoðum við ánægju viðskiptavina með áreiðanleika tengingar.

7_aradanleiki

Nokkuð augljóst að 365 og Vodafone skera sig frá öðrum þegar kemur að áreiðanleika netveitunnar samkvæmt viðskiptavinum þeirra. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þessi fyrirtæki sem og viðskiptavini þeirra.

Viðskiptavinir Hringdu eru ánægðastir en næst koma viðskiptavinir Nova, Hringiðunnar og síðan Símans.

Greinilegt að Hringdu eru að gera gott mót hérna, sem og Nova og Hringiðan.

 

 

Næst skoðum við ánægju viðskiptavina með þjónustu netveitunnar.

5_tjonusta

Það kom mér nokkuð á óvart hversu lítill munur er á ánægju viðskiptavina þegar kemur að þjónustu. Ég átti von á mun meiri mun miðað við það sem sést á samfélagsmiðlum allavega.

Þó að ekki muni miklu þá sést að 365 og Vodafone ná ekki upp fyrir meðaltal svarenda meðan Síminn rétt nær því. Næstir þar fyrir ofan eru Hringiðan, Hringdu og síðan Nova sem kemur best út í þjónustuliðnum og greinilegt að þeir eru á réttri leið miðað við þetta.

 

Niðurstaða

Það eru þrjú fyrirtæki sem virðast ná góðu jafnvægi á þeim liðum sem skoðaðir voru, viðskiptavinir þeirra eru ánægðir með verðin á sama tíma og þeir eru ánægðir með áreiðanleika, hraða og þjónustuna.

Þetta eru Hringdu, Nova og Hringiðan.

 

Spurningar viðhorfskönnunar má sjá hér

 

Ykkur til frekari fróðleiks er hér infograph frá QuestionPro

infograph

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira