Heim Ýmislegt Nýjung – Meira frelsi með Sjónvarpi Símans.

Nýjung – Meira frelsi með Sjónvarpi Símans.

eftir Jón Ólafsson

Mér var bent á nýja frétt á Símablogginu sem ætti að vekja áhuga hjá mörgum lesendum okkar. Síminn var að ýta úr vör nýjung sem undirritaður hefur verið að prófa síðustu vikurnar, nýjung sem ég elska og mæli heilshugar með…

Ég vil skipta þessari nýjung í tvennt.

  1. Þráðlaus myndlykill
  2. Sjónvarp Símans á ferðinni

Með þráðlausum myndlykli, þá á ég við að það þarf ekki lengur að leggja netsnúru að myndlyklinum. Það er nóg að tengja í hann straum og síðan við gott þráðlaust internet.

Því tengdu þá vil ég minna á þessa grein:  Eg lagaði þráðlausa netið mitt með UniFi

 

Sjónvarp Símans á ferðinni þýðir í mjög stuttu máli að viðskiptavinir Sjónvarp Símans geta nú tekið myndlykil sinn (og áskriftir) með sér hvert sem er. Þetta er ekki lítið atriði og hefur sárlega vantað í flóruna hjá okkur hingað til. Sem dæmi þá dettur mér í hug sumarbústaðaferð eða önnur ferðalög þar sem gott væri að hafa aukna afþreyingu við höndina. Það er vitanlega hægt að nálgast flest í tölvuappinu en þá þarf alltaf að vera tölva með í ferðinni.

Það besta við þetta er samt sú staðreynd að sá staður þar sem nota á Sjónvarp Símans á, þarf ekki að hafa internet frá Símanum. Lausnin virkar yfir netið hjá Vodafone og öllum öðrum sem gætu verið að selja þér internettenginu. Sjónvarpsmerkið fer sem sagt bara yfir venjulegt internet.

Eitt sem verður þá að hafa í huga er að þessi umferð flokkast því sem hefðbundið niðurhal og getur samkvæmt Símanum orðið um 2GB mest per klst. Þetta magn getur samt breyst þar sem myndgæði ráðast af hraða tengingarinnar, mikill hraði = mikið niðurhal og lítill hraði = lítið niðurhal.

Heimild og frekari upplýsingar á Símablogginu.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira