Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Umfjöllun -Tinitell barnaarmbönd

Umfjöllun -Tinitell barnaarmbönd

eftir Jón Ólafsson

Við hér á Lappari.com höfum verið að prófa barnaúr frá sænska framleiðandanum Tinitell síðustu vikurnar en við fengum það lánað hjá Símanum sem selur þessar græju hérlendis. Ég sá þessa vöru fyrst sem startup á kickstarter og hef alltaf haft í huga að prófa það.

Hér innanhús erum við ekki alveg sammála hvað eigi að kalla þessa vöru, er þetta úr, er þetta sími eða er þetta armband?  Allavega mun ég kalla þetta armband, sem er með símavirkni og staðsetningarbúnaði.

Ég hef lengi spá í staðsetningarbúnaði til að hengja á börnin mín, helst vegna þess að ég man aldrei hvort það sé fótbolta- fimleika- eða sundæfing hjá þeim þegar ég kem heim úr vinnunni. Hef sem sagt viljað lausn þar sem ég get opnað kort á símtækinu mínu og séð nákvæmlega hvar viðkomandi barn er statt í heiminum.

Ég hef prófað nokkrar lausnir sem já… hafa verið algert drasl en hvernig hefur Tinitell reynst mér?

 

Hönnun

Það verður seint sagt að Tinitell eigi eftir að slá í gegn sem tískuarmband enda er þetta tiltölulega ljótt og fyrirferðarmikið tæki að mínu mati en það mat þarf samt ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.

Armbandið er samt nokkuð stílhreint og aðalkosturinn er að börnin gleyma þessu á hendinni á sér sem er nákvæmlega það sem foreldrar ættu að óska sér.

Mynd af Weareble.co.uk

Eins og sjá má þá er ekki skjár eða neitt svoleiðis sem getur dregið athyglina frá því sem barnið er að gera, bara 2-3 takkar, hljóðnemi og hátalari.

Tinitell kemur í einni stærð og passaði bæði á eina 12 ára og einn 9 ára sem prófuðu það með mér.

 

Helstu kostir

Litir: sægrænt, grátt, orange og blátt (Aqua, Charcoal, Coral og Indigo)

GPS:  Í Tinitell appinu er hægt að sjá hvar barnið er statt eða síðustu staðsetningu sem úrið skráði ef það er ekki í sambandi (eða slökkt á því)

GSM: hægt að hringja í fyrirfram ákveðna tengiliði og taka á móti símtölum frá öllum eða bara frá fyrirfram ákveðnum tengiliðum.

Stuðningur:  App fyrir iOS og Android.

 

Hér má sjá kynningu frá Tinitell

 

Uppsetning

Uppsetning á Tinitell var mjög einföld, ég setti SIM kort í tækið, hlóð og sótti Tinitell appið á snjallsímann og fylgdi síðan appinu í gegnum uppsetninguna.

Í uppsetningu þá velur foreldi tengiliði sem geta hringt í úrið (eða opna fyrir alla) og hvaða tengiliði er hægt að hringja í úr armbandinu. Það er hægt og æskilegt að lesa inn kveðju fyrir viðkomandi númer þannig að úrið hringi bara með “pabbi”, “mamma” eða “heima” hringingu… börninum fannst þetta mjög töff.

 

Samkvæmt Símanum sem selur Tinitell þá er viðbótarvirkni væntanlega sem mundi bæta miklu við notagildið:

 Tinitell er í stöðugri þróun og rétt handan við hornið er uppfærsla sem gerir Tinitell sannanlega að úri en þá segir Tinitell hvað klukkan sé. Við erum að vinna í því með Tinitell að tækið geti sagt þetta á íslensku, það gerir möguleikann enn betri fyrir notendur Tinitell á Íslandi.

Ég leyfi mér að kalla þetta armband þangað til  🙂

 

Notkun

Þegar ég hringi í armbandið, þá hringi ég bara í GSM númerið sem er á SIM kortinu í úrinu eða vel það í appinu. Armbandið hringir með því að segja Pabbi með rödd barnsins sem las kveðjuna inn í uppsetningunni. Barnið svarar með því að ýta á stóran og greinilegan hnapp sem er á armbandinu. Síðan er hátalari og hljóðnemi í armbandinu sem barnið notar til að tala í.

Þegar barnið þarf að hringja heim eða í foreldra þá smellir það á stóra takkann og þá segir armbandið nafnið á fyrsta tengilið. Ef hringja á í næsta (mömmu í staðinn fyrir pabba) þá er smellt á niðurtakk og síðan á stóra takkann til að hringja.

Mjög einfalt og lærðu börnin strax á þessa virkni… enda easypeasy

 

Þegar ég vildi sjá hvar barnið var statt þá opnaði ég appið í símanum mínum og eftir nokkrar sekúndur þá sá ég á korti hvar barnið var statt.

tinitell1  tinitell2

 

Með einfölu móti úr appinu (eða síma) gat ég hringt í barnið ef ég þurfti en ég notaði þetta langmest þegar börnin gleymdu sér úti í leik og það var kominn matartími.

 

Þetta armband er ekki með “hlustunarvirkni” eins og gagnrýnd hefur verið í þessum barnaúrum áður en það er því enginn ástæða til þess að banna þau í skólum. Ég sé aðalnotin samt einmitt vera utan skólatíma, þegar börnin eru á flakki, að leika sér eða á leið á eða af æfingum.

 

 

Niðurstaða

Þrátt fyrir að þetta sé í dýrari lagi miðað við annað sem ég hef prófað og séð þá er þetta að sama skapi líklega besta lausnin sem ég hef komið augum á í þessum flokki. Hérna virðist fara ágætlega saman verð og gæði.

Varan gerir það sem hún á að gera, appið er einfalt, stílhreint og virkar vel og því einfalt og ljúft að mæla með Tinitell

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira