Heim Ýmislegt Vodafone afhendir ekki 1080i merki til viðskiptavina

Vodafone afhendir ekki 1080i merki til viðskiptavina

eftir Jón Ólafsson

Síðustu 24 tímar hafa verið áhugaverðir en í gærmorgun birtum við hér á Lappari.com grein þar sem skoðað var lauslega hvernig staðið er að dreifingu á HD merki frá innlendum og erlendum stöðvum, ákváðum við semsagt að skoða hvaða upplausn (SD, 720p, 1080i eða betra) viðskiptavinir Símans og Vodafone enda með heima í stofu.

Upplausn er vitanlega bara einn partur af þessar breytu, kóðun og bitrate hafa mjög mikið að segja líka en við ákváðum að skoða þetta þar sem venjulegir leikmenn eiga mögulega von um að skilja okkur til enda  🙂    Það er líka von okkar að umræða um þessi mál verði til þess að gæði útsendinga verði betri og taki frekari framförum, hvort sem það sé hjá Vodafone eða Símanum..

Eins og áður hefur komið fram þá leituðum við eftir upplýsingum frá RÚV, 365, Símanum og Vodafone, og niðurstaðan úr könnun okkar var einföld.

  1. RÚV sendir allt út í 1080i
  2. 365 sendir allt óþjappað til þjónustuveitu (skilar 1080i að lágmarki)
  3. Síminn er að skila notendum efni í 1080i þegar það stendur til boða en annars í 720p ef merkið berst þannig til þeirra frá efnisveitu.
  4. Vodafone er að skila notendum efni í 720p þó svo að efnið berist þeim í 1080i (að lágmarki) samkvæmt t.d. 365 og RÚV.

Eftirleikurinn hefur síðan verið einstaklega furðulegur finnst mér.

Í stuttu máli þá heyrðum við ekkert frá Vodafone eða sáum nein svör á samfélagsmiðlum þeirra við kvörtunum þar sem vísað var í pistil okkar hér á Lappari.com.

Seinni partinn hringdi starfsmaður Vodafone í mig til að ræða um þessi mál, þetta var mjög gott og sannarlega fræðandi símtal fyrir mig enda er ég ekki sérfræðingur á þessu sviði. Hann benti mér réttilega á eins og við reyndar gerðum í pistli okkar að upplausnin (720p vs 1080i) sé bara hluti af stærri breytu, hann fylgir þessu síðan eftir með tölvupóst seinna um daginn sem fer betur í þessi mál.

Hann segir meðal annars í tölvupósti sínum:

Við erum með viðmót Leigunnar stillt á 720p útgang á skjástærð og birtist því oft þannig „HDMI 720p“ skilaboð í viðmóti sjónvarpstækisins. Á hinn boginn er háskerpuútsendingin á sjónvarpsstraumunum (bæði IPTV og UHF) oftast í 1080i.

Ég skil þetta þannig að Vodafone sendi HD stöðvar út yfir UHF (gömlu greiðuna) og IPTV (TV yfir netið) í 1080i en síðan tekur Vodafone myndlykillinn við og umbreytir merkinu síðan í 720p. Þetta er frekar einfalt, flest sjónvörp eru með i takka (info) á fjarstýringu og ef það stendur 720p á skjánum þegar ýtt er á hann, þá er sjónvarpið að öllum líkindum að móttaka 720p merki en ekki 1080i.

Seinni partinn fór Vodafone að svara viðskiptavinum sínum á samfélagsmiðlum og hér er dæmi um slíkt svar.

Mér þykja svör frá Vodafone í þessu samtali hér að ofan sem og annarsstaðar vera villandi….. villandi er kannski ekki rétta orðið því í minni sveit mundi þetta vera kallað eitthvað allt annað. Það má samt vel vera að það berist 1080i straumur að myndlyklinum (hef bara orð Vodafone fyrir því) en það er margsannað að notandinn fær myndina afhenta í 720p frá myndlykillinum.

Ég er búinn að skoða þetta aðeins síðasta sólarhringin, hef boðið mér í kaffi til félaga sem eru með IPTV frá Vodafone, komið mér í samband við mér fróðari menn og allir eru sammála um að Vodafone afhendi efnið sannarlega í 720p en ekki í 1080i.

Sjá hér: Gleðifréttir frá Vodafone

Ég fann þráð á vaktin.is þar sem notendur voru að ræða upprunalegu færsluna okkar hér á Lappari.com og þar var einmitt aðilinn sem flytur inn Amino móttakaran sem Vodafone notar. Hann eins og Vodafone, talar um að viðmótið valdi því að notendur fái 720p frá myndlyklinum en að honum berist yfirleitt 1080i straumur frá Vodafone. (ss hér)

Flestir HD straumar hjá Vodafone eru 1080i. Viðmótið sem keyrt er á Amino móttökurunum er hinsvegar allt hannað í 720p enda upprunalega fyrir Vodafone í Þýskalandi …….. Móttakarinn skalar SD uppí 720p og HD 1080i/p niður í 720 vegna þessa.

Þarna er því enn einn aðilinn málinu tengdur sem staðfestir á opnu spjallborði að Vodafone skali 1080i efni niður í 720p.

Niðurstaða

Með því að gangast ekki við því að notendur fái afhent merki í 720p þá virðist fyrirtækið hafa valið að fara aðra leið í upplýsingagjöf en ég hefði kosið. Þeir blása greinilega á allt tal um 720p og segja það byggt á misskilningu, þetta sé bara viðmótið, fullyrða að mest allt HD efni Vodafone sé sent út í 1080i sem gæti vel verið rétt, en skiptir engu máli ef endabúnaðurinn skalar niður.

Þetta er svipað og að lofa viðskiptavinum því að það komi bjór ef þeir skrúfa frá kaldavatninu, það myndu allir vilja það, en þannig gerast bara ekki kaupin á Eyrinni.

Þetta er mögulega stormur í vatnsglasi en rétt skal vera rétt, ég vil líka minna á þessi eftirgrenslan okkar er ekki gerð í þeim tilgangi að skaða Vodafone eða starfsmenn þess, fyrirtækið verður samt að átta sig á að svona PR leikir virka ekki á alla notendur.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira