Heim Ýmislegt Hakkarar

Hakkarar

eftir Haraldur Helgi

Á föstudögum er á dagskrá Rásar 1 þátturinn “Í ljósi sögunnar”.
Í þessum þáttum fjallar Vera Illugadóttir um sögulega viðburði, nýlega sem og eldri.

Í þætti sínum 13. janúar síðastliðin fjallaði Vera um hakkara. Þátturinn er afar áhugaverður og við mælum með því að fólk leggi við hlustir.

Í þættinum er fjallað um nokkur tilvik þess að hakkar og tölvuþrjótar hafi látið til sín taka á alþjóðavettvangi, stundað njósnir og jafnvel valdið milliríkjadeilum. Meðal annars er fjallað um ötula leit bandarísks kerfisumsjónarmanns að dularfullum hakkara árið 1986, umfangsmikla tölvuárás á Eistland og háþróaðan tölvuorm sem herjaði á kjarnorkuver Írana.

Þátturinn er aðgengilegur í Hlaðvarpi RÚV og hér á Lappari.com með því að kveikja á spilaranum hér að neðan.

 

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira