Heim Föstudagsviðtalið Sævar Ríkharðsson

Sævar Ríkharðsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 188 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Byrjum á föstudagslaginu hans Sævars en það er “Way down we go” með Kaleo.

 

Hver er þessi Sævar og hvað er kallinn?

Sævar er giftur tveggja barna faðir í Hafnarfirði en er úr Árbænum.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa sem vörustjóri raftækja hjá Heimkaup.is. Ég er búinn að vera viðloðinn raftækin síðustu árin ef svo má segja. Hef lengst af verið í síma bransanum, núna síðast hjá Actus sem er umboðsaðili LG og Sony snjallsíma.
Þar áður var ég hjá Hátækni sem var umboðsaðili Nokia á íslandi. Það var skemmtilegt tímabil.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna 7-7:30 eftir 1-3 snooze. Kem börnum í leikskólann þar sem konan er oft farin á undan mér í vinnuna. Dett í vinnuna 8:45 og tek morgunkaffið þar. Er svo í vinnunni til 16-17 ef ég sæki börnin í skóla og leikskóla. Svo er það bara tíminn með fjölskyldunni og vinum.

 

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Það er mikið að gera þessa dagana, Heimkaup gékk nýverið inn í Euronics innkaupasambandið sem er stærsta innkaupasamband raftækja í heiminum í dag. Það heldur mér uppteknum þessa daga. Svo erum við familían að undirbúa smá frí, það er spennandi. ?

 

Hvert er draumastarfið?

Ætli ég sé ekki bara í því? Hef allavega mjög gaman að því sem ég geri.

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Það er klárlega fæðing barnanna og giftingin og konan mín almennt. Þar á eftir sennilega að hafa séð minn mann Axl Rose á tónleikum hér um árið.

 

Lífsmottó?

Vertu góður við alla á leiðinni upp, þú gætir hitt þá á leiðinni niður.
Þú skapar þinn eigin veruleika, vandaðu þig í að skapa hann..

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Er með rosalegt minni, allt að því “photographic memory” ef þú spyrð mig. Þetta veit fólk ekki almennt.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Hús, reikningur á Cayman og svo myndi ég ferðast mikið, við fjölskyldan ættum ekki erfitt með að eyða þessu í ferðalögin. 😉

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

  1. Botnleðja
  2. Jet Black Joe
  3. Björgvin Halldórsson
  4. Jón Jónsson
  5. Friðrik Dór.

Þar sem ég er “úr” árbænum verður maður að nefna XXX Rottweiler líka… ?

 

Býr tæknipúki í þér?

Já hann er stundum óþarflega mikill púkinn í mér. En ég er sem betur fer vel giftur og því hættur að þurfa að fela hann. 😉

 

Apple eða Windows?

Er Windows maður to the bone eins og maður segir.

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Í vinnunni er ég með Lenovo Yoga ThinkPad tölvu en er alveg hættur að nota tölvu heima. Nema þegar ég dett í Xbox gírinn. 😉

 

Hvernig síma ertu með í dag?

LG V30.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Helstu kostir fyrir utan útlitið eru frábær rafhlöðu ending (aldrei kynnst öðru eins), OLED skjárinn og svo er myndavélin einstaklega skemmtileg.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Ég nota hann í allt en mest email, Facebook, netið (get unnið mikið af minni vinnu á netinu) Snapchat, Spotify og svo margt fleira.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Það var Motorola sími sem ég get ekki munað hvað heitir. Fór svo í hinn goðsagna kennda Nokia 5110. 😉

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Úffff það er erfitt að segja, virkilega gaman að fylgjast með þróuninni á þessum tækjum. En maður er alltaf til í stærri skjá þannig að samanbrjótanlegur skjár er eitthvað sem ég væri til í. Og auðvitað rafhlöðu sem dugar árið.

 

Hvað sérðu fyrir þér sem næstu stóru tækniframförina?

Ég er spenntur að sjá hvað gerist næst í VR og AR heiminum. Það er margt spennandi í gangi þar.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Lapparinn, gsmarena, phonearena, theverge, engadget og fleiri.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Bara takk fyrir mig. ?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira