Heim Föstudagsviðtalið Andrea Magnúsdóttir

Andrea Magnúsdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 197 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Hver er þessi Andrea og hvaðan er daman?

Móðir, eiginkona, fatahönnuður & bloggari úr Garðabæ.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa sem fatahönnuður og hef gert það síðustu 9 ár.
Ég og Óli maðurinn minn rekum saman fyrirtækið, vinnustofu og verslun þar sem við seljum okkar merki “AndreA” sem við hönnum og framleiðum ásamt fleiri vörum. Við lærðum bæði í Kauðmannahöfn, ég fatahönnun & hann arkitektúr.
Okkur hefur gegnið mjög vel og hafa þessi 9 ár einhvernveginn fuðrað upp á ógnarhraða.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Það er bæði eitt það skemmtilegasta og erfiðasta í senn að engin tveir dagar eru eins. Viðfangsefnin eru mis krefjandi og það allskonar óvænt sem kemur uppá í okkar bransa þannig að oft fara plönin út um gluggan með engum fyrirvara.

Venjulegur dagur … er of stuttur. Dagurinn byrjar alltaf á kaffibolla, vekja börnin og koma öllum á sinn stað, morgnarnir eru oftast rólegastir og fara í að svara e-mailum, gera pantanir og allskonar fundi, Klukkan 12 opnar búðin ( sem er í sama húsnæði og vinnustofan/skrifstofan). Þá færist yfirleitt fjör í daginn, ég er ýmist við tölvuna, sníðaborðið eða frammi í búð að aðstoða viðskiptavini. Búðin lokar kl 18:00…. Klukkan 18:30 sérðu mig í matvörubúðinni, mögulega með málbandið ennþá um hálsinn (óvart)… Svo er það bara þetta venjulega elda, ganga frá & samvera með fjölskyldunni.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Núna er ég að vinna í að klára framleiðslu á jólakjólunum og á sama tíma að klára prufugerðir af sumarkjólum með öllu tilheyrandi. Skipuleggja næstu mánuði vel þar sem að þeir eru afar mikilvægi í okkar bransa, passa að það sé búið að panta allt sem vantar, önnur merki, efni og allskonar íhluti.

 

Eitthvað skemmtilegt planað í vetur?

Það er alltaf eithvað skemmtilegt, ég er snillingur í að plana skemmtilega hluti þó að ég segi sjálf frá. Ég fattaði það fyrir löngu að það þýðir ekkert að sitja heima og bíða eftir einhverju skemmtilegu. Ég er mjög dugleg að plana hittinga með vinkonum og allskonar skemmtilegt. Lífið er núna.

 

Hvert er draumastarfið?

Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera búðarkona, seinna dreymdi mig um að eiga fatabúð þannig að ég er í draumastarfinu engin spurning.

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Það magnaðasta er klárlega að eiga börnin mín og fylgja þeim í lífinu.
Magnað að eiga svona stór börn (þau eru 12 & 19 ára) og fylgja þeim eftir í að láta drauma sína rætast.

 

Lífsmottó?

Lífið er núna…

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er með eitt blátt auga og eitt grænt. Eitt eins og mamma og eitt eins og pabbi, ég gat ekki gert upp á milli þeirrra.
Fólk hefur oft þekkt mig lengi án þess að taka eftir þessu og spyr svo hvort ég sé meið eina linsu haha (gæti verið hæst móðins)

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég mundi klárlega gera vel við fólkið mitt, fjárfesta í öðru húsnæði undir verlun og rekstur, framleiða td skólínu og stóra fatalínu, halda tískusýningu og gera eithvað mjög flott fyrir merkið okkar “AndreA“. Við erum nefnilega í langhlaupi og það er margt sem okkur langar að gera en þurfum að bíða og safna, allt tekur sinn tíma. Ef ég fengi þann stóra þá færi klárlega hluti af því í fyritækið.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Of monsters and men – Dikta – Pétur Ben – Þórunn Clausen – Óskar & Ómar Guðjónssynir.

 

Býr tæknipúki í þér?

Nei bara alls ekki, því miður ég kann varla á sjónvarpsfjarsýringuna (true story) en ég er mjög fær á allt sem ég nota á samfélagsmiðlum tengt vinnunni.

 

Apple eða Windows?

Apple

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

MacBook pro

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 7+

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Skjarinn er stór, það er gott að vinna í honum, myndavélin mætti vera betri sem og rafhlaðan. Ég er allataf batteríslaus eða með símann tengdann í hleðslukubb.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Ég nota hann mest tengt vinnunni, mikið fyrir myndir & video sem við notum á samfélagsmiðla, eins nota ég hann mikið í samskiptum við viðskiptavini.
Persónulega þegar ég er ekki að vinna eða lesa e-mailin, þá er ég alltof mikið á Instagram.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 6110 – Ég keypti 2 stk í Elko á vísa rað haha! Grænan fyrir mig & Bláan fyrir Óla .. sælla minninga
Svo skipti ég minnir næst yfir í Nokia 8110 // Banana símann, man að mér þótti hann sjúklega flottur 🙂

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Með miklu betri myndavél, aukin rafhlöðuending & óbrjótandi

 

Ertu með snjallheimili?

nei

 

Hvað sérðu fyrir þér sem næstu stóru tækniframförina?

Ég hef mestar áhyggjur af því að vélar og gervigreind sjái um allt fyrir okkur, að það verði sjálfsafgreiðsla allstaðar & þjónusta fari mikið fram í gegnum síma & tölvur.
Netverslun verður meiri og á fleiri stöðum, þú getur keypt beint af allskonar miðlum eins og Instagram.
Hvar eigum við að vinna?

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Engum nema þeim sem eru tengdar samfélagsmiðlum ef það er talið með.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Gaman að heyra í þér Jón 😉
Kveðja úr Sunny HAF

Þið finnið mig hér

Andrea.is
Blogg: Trendnet.is/Andrea
Instagam: @andreamagnus

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira