Heim Föstudagsviðtalið Friðrik Dór Jónsson

Friðrik Dór Jónsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 76 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Næsti viðmælandi okkar er einn af mörgum sem koma úr Hafnfirðingurinn #220 en hann stendur í stórræðum þessa daga, með lag í Söngvakeppni Sjónvarpssins OG ALLT. Þennan strák þekkja flestir en þetta er enginn annar en Friðrik Dór bróðir Jóns Jónssonar, tónlistarmanns.

 

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er 26 ára gamall drengur/maður úr Hafnarfirði.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég hef starfað sem tónlistarmaður frá 2009 og fagnaði 5 ára starfsafmæli í þeim bransa í september síðastliðinn.

 

 

Hvernig er venjulegur dagur í lífi Friðriks Dórs?

Ég vakna um leið og dóttir mín, oftast í kringum kl. 8. Græja hana svo til dagmömmu og fer svo út í daginn. Dagarnir eru svo, eftir þennan fasta lið, jafn mismunandi og þeir eru margir. Stundum fer ég í skólann, stundum að spila einhvers staðar og stundum bara í mat með skemmtilegu fólki.

 

 

Lífsmottó?

Ég reyni að hafa opinn hug og taka allt til skoðunar áður en ég ákveð hvað mér finnst um hlutina. Ég held að það sé fín regla…

 

 

Afhverju FH?

FH er mér í blóð borið. Flóknara er það ekki.

 

 

Ef það væri bara einn ríkistónlistarmaður…. væri það þú, Jón Jónsson eða Stebbi Him?

Ég segi Stebbi frekar en Jón, hvar væri íslenska þjóðin án Stefáns Hilmarssonar?

 

 

Hvað er helst að frétta af tónlistinni hjá þér?

Það sem er helst í gangi núna er Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem ég er á meðal keppenda þetta árið. Hún á hug minn allan eins og er, en ég luma á góðu efni sem ég vonast til að gefa út með sumrinu.

 

 

Hver vinnur söngvakeppnina og ertu með eitthvað slúður af keppendum?

Ég vona auðvitað að það verði ég sem vinn söngvakeppnina, annars væri ég ekki í þessu. Heyrði að Haukur Heiðar hefði skellt sér til Englands í síðustu viku á Liverpool leik, ER HONUM EKKI ALVARA MEÐ ÞÁTTTÖKU SINNI?

 

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Bó, Haraldur Gíslason (Botnleðja/Pollapönk), Heiðar Örn Kristjánsson (Botnleðja/Pollapönk), Jón Jónsson, Maggi Kjartans

 

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Ég nota OsX

 

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 5s

 

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Helsti kosturinn við iPhone finnst mér alltaf vera stýrikerfið og hversu aðgengilegt það er. Stærsti gallinn finnst mér svo vera rafhlaðan og ending hennar eða endingarleysi öllu heldur.

 

 

Í hvað notar þú símann mest?

Hringja, Netið, Email, Sms, Samfélagsmiðla

 

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ég var á móti farsímavæðingu unglinga þegar ég var unglingur og neitaði að fá síma. Það endaði samt þannig að ég fékk síma sem pabbi var hættur að nota í skóinn þegar ég var 14 ára. Það var Nokia 6210 minnir mig

 

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég myndi vilja fá mér iPhone 6. Held reyndar að það styttist verulega í það skref hjá mér.

 

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég get því miður ekki sagt að ég fylgist mikið með tæknibloggum þessa heims. Er það ekki bara lappari.com hér eftir?

 

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ást og virðing!

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira