Undir lok síðasta árs þá settum við saman leikjavél. Það eitt og sér er svo sem ekki í frásögu færandi en við ákváðum að skjalfesta ferlið, taka upp myndband og birta það ef einhver hefur áhuga.

Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa gaman af þessu en vitanlega líka að leyfa áhugasömum að fylgjast með. Samsetning á tölvu er nefnilega sáraeinföld, það eina sem þarf er smá grunnur, áhugi og nóg af tíma.

Ég myndi segja að langlengsti tíminn hafi farið í val á íhlutum sem nota átti í vélina. Ég eyddi miklum tíma í lestur á umfjöllunum um búnaðinn, sem og samanburði á íhlutum, áður en þetta allt saman var valið.

 

Tónlistin er frá félaga vorum FutureGrapher

 

Þetta eru íhlutirnir sem við notuðum í samsetninguna:

 

 

Það er um þrír mánuðir síðan við settum vélina saman og segja má að hún hafi staðið sig með prýði. Allir íhlutir hafa virkað vel og vélin er feiknaspræk og dugleg í alla staði. Við höfum vitanlega látið reyna vel á hana í leikjum, við að keyra nokkrar Hyper-V vélar og í klippingu á myndböndum eins og þessu hér að ofan.

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir