Heim UmfjöllunUmfjöllun Snjallsímar Xiaomi Mi Mix 2 – Fyrstu kynni

Xiaomi Mi Mix 2 – Fyrstu kynni

eftir Jón Ólafsson

Við hér á Lappara fengum Xiaomi Mi Mix 2 lánaðan frá mii.is í síðustu viku. Ég hlakkaði mikið til að fá að prófa í fyrsta skipti Xiaomi síma en þetta merki er að miklu leiti óþekkt á Íslandi þrátt fyrir að vera gríðarstórt á heimsvísu.

Hér eru helstu atriði um Mi Mix 2:

 • Kubbasett: Qualcomm MSM8998 Snapdragon 835
 • CPU: Octa-core (4×2.45 GHz Kryo & 4×1.9 GHz Kryo)
 • GPU: Adreno 540
 • Skjár: 5.99″ IPS LCD skjár með 1080 x 2160 upplausn (403ppi)
 • Minni: 6GB RAM
 • Geymslurými; 64GB ROM
 • microSD rauf: Nei
 • Myndavélar: 12MP f/2.0 með 4-axis optical stabilization sem dregur úr titringi og hristing.
 • Flash: tvöfalt Led
 • Sjálfuvél: 5MP (f2, 1080p)
 • Rafhlaða: 3,400mAh (ekki removable)
 • Stýrikerfi: Android 7.1.1 Nougat
 • Stærðir: 151.8mm x 75.5mm x 7.7mm
 • Þyngd: 185g
  Símkerfi: LTE / 3G / 2G / GSM – Rauf fyrir 2 sim kort (t.d. vinnu- og persónulegt SIM).
 • Tengimöguleikar: Wi-Fi 802.11 a/b/g/n/ac / NFC / Bluetooth 5
 • Litir: Svartur/Hvítur

Fyrstu kynni af símanum eru mjög góð, síminn virkar snarpur og skjárinn er mjög skemmtilegur. Tækið fellur vel í hendi og fann ég ekki fyrir neinu óþægilegu við símann. Öll almenn notkun fyrstu dagana hefur verið mjög jákvæð.

Tækið er búið að vera í notkun í dálítinn tíma núna þannig að það er ekki langt í fulla umfjöllun hér á Lappara en hér má sjá afpökkun á Mi Mix 2.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira