Heim ÝmislegtApple Sjónvarp Símans fyrir Windows og Mac OS X

Sjónvarp Símans fyrir Windows og Mac OS X

eftir Jón Ólafsson

Síminn tilkynnt fyrr í dag að Sjónvarp Símans appið fyrir Windows og Mac OS X tölvur sé að verða tilbúið og bjóða þeir því viðskiptavinum sínum að taka þátt í Beta prófunum á appinu. Við hér á Lappari.com eru búnir að vera með appið í nokkrar vikur í svokölluðu PreBeta testi og lofar þessi vinna þeirra mjög góðu. Það eru vissulegar böggar hér og þar sem koma líklega til með að lagast fljótt þegar Síminn fær athugasemdir frá notendum úr þessum Beta prófunum. Við höfum samt beðið eftir þessu lengi og er þetta frábært skref hjá Símanum inn í framtíðina sem við fögnum af einlægni.

Við hjá Símanum höfum núna í nokkurn tíma verið að þróa útgáfu af Sjónvarpi Símans sem keyrir á tölvum sem keyra á bæði Windows eða OS X stýrikerfunum. Um er að ræða sömu upplifun og Sjónvarp Símans appið gefur sem hefur verið aðgengilegt fyrir iOS og Android snjalltæki nema nú í far og borðtölvum.

 

Í mjög stuttu máli má segja að þegar notandi hefur ræst upp forritið þá blasi við þeim sama viðmót og þeir hafa í Sjónvarpi Símans. Það er að horfa á sjónvarpið, skipta á milli stöðva, frelsi stöðvana, SkjárKrakkar, Karaoke (mjög gaman) og SkjáBíó svo eitthvað sé nefnt.. einfaldlega allar áskriftir sem þú nærð í sjónvarpinu, nærðu núna í tölvunni.

 

sjonvarp1

 

Forritið er ekki tilbúið en við viljum endilega fá ykkar álit um hvað er að virka, hvað sé ekki að virka og hvað megi gera betur. Um er því að ræða svokallaðar opnar prófanir (public beta) eins og oft er gert með hugbúnað og því má búast við einhverjum hnökrum eða furðulegum villum. Því hvetjum við alla sem vilja prófa forritið með okkur að nýta ábendingarstikuna sem liggur hægra megin svo að við fáum að vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Þegar forritið er keyrt í fyrsta sinn þarf að para það við myndlykilinn en áskrift að Sjónvarpi Símans er nauðsynleg til að virkja appið.

 

Við kvetjum sem flesta til þess að prófa appið og vera duglegir að láta vita af því sem ekki virkar því aðeins þannig verður appið enn betra en það er nú þegar. Ef eitthvað er hægt að tuða þá mundi ég vilja sjá þetta app einnig sem Universal App fyrir Windows en þannig væri það mun léttara og mundi keyra á öllum Windows 8 eða 10 tækjum, hvort sem það eru spjald-, far-, borðtölvur eða símar.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira