Heim Ýmislegt Viltu skipta út router frá Símanum eða Vodafone?

Viltu skipta út router frá Símanum eða Vodafone?

eftir Jón Ólafsson

Uppfært 16:30  07.09.2015     —     Rangur linkur og nafn í Asus Router.

Uppfært 15:20  09.09.2015     —     Upplýsingar frá Vodafone komnar hér að néðan.

Það eru sumir sem vilja skipta út routernum sem símafyrirtækið þeirra leigir út með tengingum sínum en hætta við því þetta er ekki einfalt mál. Ástæðurnar fyrir því að skipta um router eru misjafnar en annað hvort vilja notendur ekki borga leigu á routernum, routerinn stenst ekki kröfur þeirra (throughput, config, annað) eða að þeir vilja ekki miðstýringu þjónustuaðila á routernum.

Ef við skoðum leigu símafyrirtækja á routerum þá má líklega reikna með að router borgi sig upp á 1-2 árum en þessi verð per mánuð eru tekin saman 07.09.2015.

 • Síminn 690 kr
 • Vodafone 563 – 1.777 kr
  • 563 kr –  fyrir ZyXel eða Vodafone Box router
  • 650 kr – fyrir Zhone router
  • 1.777 kr – fyrir Linksys E4200 router
   • sjálfsábyrgðar router 9.900 + sjálfsábyrgð straumbreytis sem er 978
 • Hringdu – 790 kr – þeir bjóða einnig uppá router´a til kaups.
  • sjálfsábyrgð router er 11.990
 • Tal – 590 kr

*Sjálfsábyrgð router og straumbreytis er það skrítnasta á internetinu

Ég er með Ljósnet frá Símanum og ákvað að skipta um router vegna þess að routerinn stóðst ekki mínar kröfur og vegna þess að Síminn miðstýrir DNS-um á þann veg að allir custom-stillingar sem ég setti inn (Netflix test) voru yfirskrifaðar sjálfkrafa vikulega þegar routerinn “hringdi heim”. Ég gerði athugasemd um þessa miðstýringu við Símann og sendu þeir mér leiðbeiningum um hvernig þetta væri gert óvirkt (via Telnet) um hæl en ég hafði ekki næga þolinmæði til að fá það til að virka enda á þetta ekki að vera svona.

Þessar leiðbeiningar miðast því við Ljósnet tengingu frá Símann en létt ætti að vera að heimfæra þetta á aðrar tengingar, önnur þjónustufyrirtæki og aðra router´a

Eftir smá yfirlegu og ráðleggingar frá Símanum þá fékk ég mér router frá Asus sem heitir DSL-AC68U (specs) en ég valdi þennan router vegna hraða (throughput á LAN og WiFi), einfaldur í uppsetningu, hægt að stilla allt í vefviðmóti, 4x Gb LAN, USB3 fyrir home sharing via USB kubb og að hann virkar með ADSL, Ljósneti og Ljósleiðara o.s.frv.

Með þessum einföldu leiðbeiningum hér að néðan gat ég komið honum í samband við internetið ásamt því að fá sjónvarp Símanns til að virka.

Ég byrjaði á því að sækja nýjasta Firmware á heimasíðu Asus og þegar ég hafði uppfært routerinn þá smellti ég á takka (efst til vinstri) sem á stendur Quick Internet Setup sem er bara einfaldur uppsetningarálfur. Eftir uppfærslu á firmware þá var kominn prófíll fyrir Síminn Telecom en í stuttu máli þá gerði router-inn allt sjálfur þegar smellt er á Next.

Eina sem ég þurfti að gera var að velja PPPoE auðkenningu við ISPa og setja inn [email protected] og password en þetta er hægt að fá uppgefið/breytt með því að hringja í 8007000…

Það þarf að stilla VLAN og síðan forgang (802.1p) á milli internets, IPTV og VoIP (ef það er notað) en í stuttu máli þá þarf að hafa þetta að leiðarljósi:

Síminn

 • Type:  PPPoE
 • Internet: VLAN 4  –  forgang 0
 • IPTV: VLAN 3  –  forgang 3
 • VoIP: VLAN 5  –  forgang 5

Meira info hér

Vodafone

 • Type:   PPPoE
 • Internet:  VLAN: untagged   –  forgang 0
 • IPTV:  VLAN 44  –  forgang 4
  (Tengir Akureyri – untagged (0) og IPTV á 44)

Þannig að internet hlutinn hjá Símanum lítur svona út hjá mér (sést með því að velja Edit PVC undir WAN > Internet Connection).

Síminn: PPPoE með VLAN 4 og 802.1P sem 0… síðan bara user/pass til aukenningar

Vodafone: PPPoE og 802.1P sem 0… síðan bara user/pass til aukenningar

Síðan þarf að búa til auka VLAN (Brigde) til að virkja sjónvarpið en það er gert með því að smella á + (Add/Delete) undir WAN > Internet Connection og setja inn þessi gildi.

Síminn: Bridge með VLAN 3 og 802.1P sem 3…

Vodafone: Bridge með VLAN 44 og 802.1P sem 4…

Þá lítur WAN hluti router svona út eða með VLAN fyrir internet og IPTV sem er sjónvarpshlutinn.

Næsta verk var að sjá til þess að sjónvarps straumur kæmi á port3 og/eða port4 en ég er með tvo myndlykla á heimilinu og nota því bæði.

Á Asus router er þetta undir LAN > IPTV

Vitanlega er nóg að velja Lan3 eða Lan4 hér að ofan ef þú ert með einn myndlykil.

Ég fékk aldrei tæmandi upplýsingar frá Símanum um hvaða stillingar ég ætti að nota enda fæstir líklega sem vilja gera þetta sjálfir á eigin router en eftir miklar prófanir fram og til baka þá er þetta stillingarnar sem virkuðu best hjá mér……………

Ert þú að nota router sem þú átt sjálfur og ef svo er… hjá hvaða þjónustuaðila ertu með internet tengingu?

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

19 athugasemdir

Haraldur Jóhannsson 15/02/2017 - 12:21

Sæll, Jón, og takk fyrir þessar þarflegu upplýsingar.

Ég hef verið að velta þessum málum fyrir mér og langaði að spyrja út í eitt praktískt atriði. Routerinn sem þú fékkst þér er dual band, en eru bæði tíðnisviðin virk í einu, þ.e. 2.4 GHz og 5.0 GHz, eða þarf að skipta á milli? Ég sá það ekki tilgreint sérstaklega á síðunni fyrir hann.

Reply
Jón Ólafsson 15/02/2017 - 12:23

Takk fyrir það.
Já bæði böndin eru virk á sama tíma, oft sést Wifi_1 og SuperWifi_1…

Reply
Jón Ólafsson 15/02/2017 - 12:26

Ég tengi alltaf sjálfan mig við SuperWifi (5GHz) og aðra á 2.4GHz. ?

Reply
Haraldur Jóhannsson 17/02/2017 - 15:33

Ég er að skoða leiðbeiningar fyrir routerinn og samkvæmt þeim er tengingaleiðin þannig að símasnúra úr vegg tengist fyrst í modem og úr modeminu í routerinn. Er það rétt, og ef svo er, hvernig modemi mælirðu með að nota?

Reply
Einar Steinsson 17/02/2017 - 17:15

5 GHz er hraðvirkara en 2,4 GHz er langdrægara. Ég er með svona “dual” router og ég get ekki notað 5 GHz í öllu húsinu en gengur betur með 2,4

Reply
Marís Gústaf 09/03/2017 - 13:01

Sæll veist þú hvort þessi TRENDnet’s extreme performance AC3200 Tri Band Wireless Router, model TEW-828DRU gengur með ljósneti símans

Reply
Jón Ólafsson 09/03/2017 - 13:55

Hæ, þarf að komast í tölvu til að skoða en í fljótu bragði gengur hann ekki.
Skal skoða betur í kvöld. ?

Reply
Jón Ólafsson 09/03/2017 - 13:56

Hæ, í fljótu bragði segi ég nei…
Skal skoða í kvöld þegar ég kemst í tölvu

Reply
Logi 09/03/2017 - 21:30

Getur þú sagt mér hvernir þú sérð hvort router virki á ljósriti símans? Og hvað með ljósleiðara símans, þarf að taka tillit til einhvers annars en að hann sé með WAN porti?
Takk fyrir

Reply
Marís 19/03/2017 - 18:36

Sæll væri gott ef þú kæmist í að skoðað þetta er í vandræðum með tengja hann annars skila ég honum og kaupi ASUS Kv Marís

Reply
Hrafn Ingvarsson 05/09/2017 - 10:50

Veistu hvernig þessi router virkar með ljósneti símans?

TP-Link AC1900

Reply
Ársæll Óskarsson 17/10/2017 - 13:52

Áhugaverð lesning og takk fyrir. Nú eru að verða komin 2 ár síðan þú skrifaðir þetta. Ertu ennþá að nota þennan?

Reply
Jón Ólafsson 17/10/2017 - 13:54

Takk fyrir það 🙂
Var að nota hann þangað til fyrir 2-3 vikum síðan þegar ég loksins fékk ljósleiðara heim til mín. Tók ekki failpúst á þeim tíma sem ég notaði.

Reply
Úlfur Reynisson 27/10/2017 - 01:24

hvaða router notarðu núna?

Reply
Jón Ólafsson 27/10/2017 - 08:55


Er kominn með ljósleiðara og fékk með USG frá UNIFY til að nota á ljósinu.
Seldi þennan Asus bara í síðustu viku en hann tók ekki failpúst þann tíma sem ég notaði hann

Reply
Kjartan Valur Þórðarson 03/01/2018 - 20:01

Sæll Jón og takk fyrir þessa góða grein. Ég er með nákvæmlega eins router með nýjasta firmware sem greinilega lítur aðeins öðruvísi út. Þetta er ekki alvega að ganga hjá mér. Hér fyrir neðan eru screenshots. Geturu aðstoðað mig?

https://photos.app.goo.gl/JGyjfO1g24IilFog1

Reply
Kristinn 20/02/2019 - 13:27

Veistu hvernig þú setur upp voIP síma í gegnum Asus routerinn? Takk fyrir þessa upplýsingar hér að ofan.

Reply
Freysteinn 12/12/2019 - 21:47

Er einhver séns á því að fá aðstoð við að setja upp myndlykilinn frá símanum upp á ASUS RT-AC68U?

Reply
Kristján einarsson 05/02/2020 - 16:33

“Er hægt að nota fartölvu sem aukaskjá? Málið er að ég á gamla fartlölvu og er að fara á netnámskeið þar sem kostur er að hafa 2 skjái og er að pæla í hvort hægt er að nota gömlu fartölvuna sem aukaskjá.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira