Nokia Lumia 830

eftir Gestapenni

Við hér á Lappari.com höfum verið að prófa Lumia 830 síðustu vikurnar en hann leysir af hólmi Lumia 820 en það er einn af fáu Lumia símtækjum sem við prófuðum aldrei. Lumia 830 er í hærri enda mid-range símtækja og má segja að hann brúi bilið á milli highend símtækja og midrange tækja.

Við höfum beðið hans með nokkurri eftirvæntingu enda er hann með marga kosti sem flagskipin hafa eins og góða myndavél og vandað útlitið en á móti er skjárinn “aðeins” 720p og örgjöfinn er aðeins minni en í dýrustu tækjunum.

Náði Microsoft að negla þetta?  Okkur hlakkar allavega til að sjá hvernig þeim tókst til

 

Hér má sjá afpökkunarmyndbandið okkar.

 

 

Hönnun og vélbúnaður

Lumia 830 er gullfallegt símtæki en útlitið minnir mig töluvert til Lumia 930 en það er sambærileg ál umgjörð sem umleikur símana og fer hann svipað vel í hendi. Litir á bakhlið er hægt að fá í grænu, appelsínugulu, hvítu og svörtum lit.

Framhlið er einnig svipuð og á Lumia 930 en tækið er engu að síður þynnri, léttari og fer betur í lófa. Á framhlið er glæsilegur IPS LCD skjár og stærðin á honum 5 tommu og styður hann 1280 x 720 upplausn og varinn með Gorilla Glass 3 skjávörninni. Örgjörvi símans er Snapdragon 400 sem er fjórkjarna (Quad-Core) örgjörvi sem keyrir 1.2 GHz og er hann klárlega með betri örgjörvum í þessum verðflokki.

 

L830_4

 

Helstu stærðir (mm)

  • Hæð: 139,4
  • Breidd: 70.7
  • Þykkt: 8.5
  • Þyngd: 150 gr

 

Á framhlið eru þrír snertitakkar eins á öllum Windows Phone símum, bakka, heim og leit. Þar fyrir utan eru þrír hefðbundnir takkar og eru þeir allir á hægri hlið símanns. Það er sértakki fyrir myndavél, powertakki ásamt hækka/lækkatakka

Innra minni símans er 16 GB en síminn kemur einnig með rauf fyrir micro-SD minniskort en fjarlægja þarf bakhlið símans til þess að komast að raufinni eins og sýnt er á þessari mynd

 

Tengimöguleikar

Lumia 830 er eins og aðrir Nokia Lumia símar með Micro USB (v2.0) og er tengið efst á símanum. það gerir notenda kleipt að tengja símann við tölvu til að sækja eða setja inn efni eða til að hlaða símtækið. Ásamt USB tenginu er heyrnatólatenging (3.5 mm) efst á símanum en Lumia 830 kemur með Bluetooth (v4.0) og NFC kubb.

 

L830_2

 

Lumia 830 er eins og við er að búast með þráðlausu netkorti og styður það 802.11 a/b/g/n ásamt því að vera með hotspot, dual-band og DLNA. Nokia Lumia 830 styður 4G að fullu en hann virkar á þessum 4G böndum:  800 / 900 / 1800 / 2100 / 2600

 

 

Rafhlaða og lyklaborð

Síminn er með 2200 mAh rafhlöðu sem gefur góða rafhlöðuendingu en yfirleitt var rafhlaðan að endast mér í 2 daga.

  • Tal yfir 2G: 12:54 tímar
  • Tal yfir 3G: 14:48 tímar
  • Biðtími: 528 tímar
  • Tónlistarafspilun: 78 tímar

Hér má sjá nokkur ráð sem hjálpa þér að lengja rafhlöðuendinguna. Lumia 830 hefur eins og aðrir Lumia símar með Qwerty lyklaborð sem mér finnst njóta sín vel á þessari skjástærð. Ég er reyndar vanur Lumia 1520 sem er með 6“ skjá og því er þetta mikið stökk niðra á við fyrir mig. En þrátt fyrir það þá skilar lyklaborðið sínu vel og virkar mjög vel.

Lumia 830 kemur með Windows Phone 8.1 uppfærslunni og í henni er hægt að vera með íslenskt lyklaborð ásamt nýjum fítusi sem kallast Word flow keyboard.

 

 

Hljóð og mynd

Ég veit að þetta er huglægt mat en mér finnst skjárinn á Lumia 830 vera einn af þeim betri sem ég hef prófað. Skjárinn er líflegur, skýr og skarpur og eru litir nákvæmir og hlýlegir. Snertivirkni var til fyrirmyndar og hægt að nota skjáinn við flest birtiskilyrði og meira að segja með vettlingum.

Myndavélin í Lumia 830 er 10 MP og er byggð á Pureview tækninni með Carl Zeiss linsum sem Nokia hafa verið rómaðir fyrir. Gæðin eru mjög góð miðað við 10 MP vél og má segja að við höfum verið ánægðir með hana við almenna notkun. Síminn er með LED flash´i og OIS sem hjálpar mikið til við almenna myndatökur.

 

L830_1

 

Ég var samt með of miklar væntingar til myndavélarinnar, líklega vegna þess að við höfum prófað nokkra Pureview síma eins og Lumia 930, Lumia 1520 og síðan besta myndavélasímann sem heitir Lumia 1020. Miðað við þessa síma sem eru reyndar mun dýrari þá urðum við fyrir vonbrigðum með myndirnar en miðað við verðflokkinn þá má segja að þær séu mjög góðar.

Ef þú ert að leita þér af ódýrum myndavélasíma sem skilar þér flottum myndum við almenna birtu og vel nothæfum við léleg birtuskilyrði þá svíkur Lumia 830 ekki.

 

Hér eru nokkrar myndir sem teknar eru við krefjandi skilyrði.
WP_20141102_14_49_17_Pro    WP_20141115_21_26_48_Pro  WP_20141105_18_32_48_Pro

 

Hér er önnur mynd sem tekinn er af Facebook (með leyfi eiganda)

Lumia830

 

Lumia 830 er ekkert frábrugðin öðrum Lumia símum þegar kemur að hljóði, þú getur spilað nánast hvaða snið sem er (Mp4, Mp3, WMA,M4A, ASF, AMR,AAC,3GP,3G2) en þar sem framhlið fer öll undir skjáinn þá er hátalari á bakhlið og varpar því hljóði frá notenda.

 

 

Margmiðlun og leikir

Margmiðlunarupplifun í Lumia 830 er nokkuð góð en hann spilar Youtube-myndbönd og aðra líka vefstrauma mjög vel. Við prófuðum XBOX og Spotify tónlistaveiturnar og virkaði Lumia 830 mjög vel til að spila tónlist í gegnum þær.

Ef þú vilt getur þú tengt síman við tölvuna og sett inn bíómyndir inn í hann. Síminn spilar bíómyndir ágætlega í gegnum Xbox video. En ég mæli frekar með stærri skjá ef þú ætlar þér að horfa mikið á þætti og bíómyndir með símanum

 

L830_6

 

Síminn er með Quad-Core örgjörva sem þýðir að hann virkar vel fyrir leiki. Þrátt fyrir að hann sé með Quad-Core örgjörva þá fannst mér hann hiksta í nokkrum stærri leikjum tölvuleikjum sem ég prófaði. Hann virkar þó vel í flestum leikjum en fannst munur samanborið við Lumia 1520 sem er með mun öflugri örgjörva (Snapdragon 800)

 

 

Hugbúnaður og samvirkni.

Lumia 830 kemur eins og aðrir Windows Phone 8 símar stútfullur af ókeypis forritum eins og Office pakkinn með Word, Excel, OneNote og PowerPoint, HERE svítuna ásamt þessu venjulega Outlook, Facebook forritið, Flipboard, Maps, Skype, Bing veður forritið, PDF lesara, reiknivél, dagbók, tengiliðir, vekjaraklukku osfrv. en hér má sjá lista yfir viðbótarforrit sem eru vinsæl hjá íslenskum notendum.

Office Pakkinn gerir notendum kleift að vinna með Word, Excel og PowerPoint skjöl beint af SharePoint, OneDrive eða símanum sjálfum. Síminn spilar vel með borðtölvunni, fartölvunni eða spjaldtölvunni en með því að vera með sama Microsoft notenda á þessum tækjum þá samstilla öll þessi tæki sem saman með símanum, mjög skemmtileg reynsla.

 

 

Niðurstaða

Lumia 830 er mjög góður alhliða sími og einfaldlega frábær græja að okkar mati. Símtækið er fallegt, þunnt, létt og er hann þægilegur í hendi. Snertivirkni er með góð og þægilegur í alhliðanotkun eins og að vafra skoða og lesa á netinu eða horfa á youtube myndbönd.

Lumia 830 er klárlega blendingur og stimplar sig vel inn sem mjög góður mid-range sími sem getur allt og gerir flest allt vel.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira