Heim Föstudagsviðtalið Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir

eftir Ritstjórn

Mynd með viðtali er tekinn af heimasíðunni: www.frettatiminn.is

 

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 54 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi dagsins er sannarlega enn ein þungarviktarmanneskjan sem í viðtalið kemur, en þetta hún Vigdís Hauksdóttir alþingiskona af hinu háa alþingi okkar íslendinga. Eins og sjá má af æviágripi Vigdísar af Alþingisvefnum þá hefur hún brallað margt í gegnum tíðina en má leiða líkur að því að hún hafi með þessu viðtali nú náð hátindi síns ferils.

 

Kæri lesandi, við kynnum stoltir fyrsta viðtal okkar við alþingismann.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Komið þið sæl lesendur lappari.com.

Ég er Vigdís Hauksdóttir og er fædd 20. mars 1965 – ég fylli 50 árin á næsta ári og það vill svo skemmtilega til að þann dag verður almyrkvi á sólu.
Ég er fædd á Selfossi og ólst upp á Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi sem er í Árnessýslu. Ég er sveitastelpa í raun og sann og elska náttúruna. Ég fluttist til Reykjavíkur 19 ára gömul og hef búið í borginni síðan með tveimur undantekningum – þ.e. 6 ár á Bifröst og 4 mánuði í Winnipeg þegar ég var þar í skiptinámi

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er alþingismaður og formaður fjárlaganefndar. Ég er garðyrkju- og lögfræðingur og fyrsti Íslandsmeistarinn í blómaskreytingum. Ásamt þessum störfum hef ég alið börnin mín upp – þau Hlyn, 21 árs og Sólveigu, 16 ára. Ég hef afskaplega gaman af því að ferðast og líklega er reisa okkar Maríu systur til Ástralíu að heimsækja föðursystur okkar og Auðbjörgu dóttur Maríu það sem stendur upp úr. Auðbjörg var í námi í Perth og Sólveig bjó á þessum tíma í Sydney

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Hann er bara ósköp venjulegur miðað við starfið sem ég er í. Eðli málsins samkvæmt sit ég mikið á fundum og til að passa línurnar í þessu kyrrsetustarfi reyni ég að fara þrisvar í viku í ræktina. Ég reyni alltaf að elda kvöldmat og eiga gæðastund með krökkunum.

 

Lífsmottó?

Ég lít aldrei um öxl. Við breytum ekki fortíðinni en getum haft áhrif á nútíðina og framtíðina

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Labbi í Glóru, Steini spil og hljómsveitir Lótus og Kaktus – já svo er líka Ingó veðurguð

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Ég fer ekkert nema að hafa Ipadinn minn með – hann er ómissandi og bestur í geimi

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 4s

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Hann virkar – það dugar mér – er ekkert rosalega tæknisinnuð

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Nei nei alls ekki

 

Í hvað notar þú símann mest?

Hringja, senda sms, taka myndir, fara inn á netið og snappa

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Guð minn góður – það var Nokia hlunkurinn – sá svona síma um daginn og hann minnti mig helst á hrærivél

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Iphone 5s

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Sorry – ekki neinni því ég er því miður ekki tæknilega sinnuð – en er samt ekki tæknilega fötluð

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Eigið yndislegt haust – þessi árstími hefur yfir sér mikinn sjarma. Kveikið á kertum og látið rómantíkina blómstra

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira