Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Björn Ingi Björnsson

Föstudagsviðtalið – Björn Ingi Björnsson

eftir Jón Ólafsson

Domino pizza

 

Nú er komið að fyrsta viðtali í nýjum lið hér á Lappari.com sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið, þetta mun líklega verða annan hvern föstudag héðan í dag. Miðast er við að taka viðtal við ýmsa aðila úr tækniheiminum eða jafnvel nýbakaða snjallsímanotendur, allt á léttu nótunum og reynt að hafa svolítið gaman að þessu.

Sá fyrsti sem talað er við heitir Björn Ingi Björnsson en hann er sá sem bjó til Frídaga appið sem fjallað var um hér fyrir skemmstu.

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er fæddur 1974 og er því eldri en forsætisráðherra. Er mikill áhugamaður um nýjustu tækni og vísindi (líka þáttinn). Ég bý í sveitasælunni í Úlfarsárdal með eiginkonu og tveimur sonum. Ég hef búið í Reykjavík mest alla tíð þótt ég hafi verið með annan fótinn í Keflavík og Vestmannaeyjum. Hef starfað við ýmislegt í gegnum tíðina. Allt frá Sjómennsku í Smugunni til auglýsingargerðar/videovinnslu og allt þar á milli. Ég hef ágætis bakgrunn í grafík/hönnun sem nýtist mér mikið við app gerðina.

Við hvað starfar þú?

Mitt aðal starf er sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Arion banka. Er í teymi með frábærum einstaklingum að þróa viðskiptalausnir. En þegar það fer að skyggja þá set ég stundum á mig „app“ skikkjuna og hef gefið út undir merkjum Siret apps.

Er app þróun mjög ólíkt því sem þú gerir dags daglega í vinnunni.

Verkfærið og forritunarmálið er það sama að miklu leiti , þ.e. Visual studio og C# sem forritunarmál. Ég hef alltaf haft gaman af því að skoða nýja tækni og þetta er skemmtileg tilbreyting frá banka umhverfinu.

Ertu búinn að forrita lengi?

Ég byrjaði að fikta snemma. Eftir að ég fékk fyrstu alvöru PC vélina í fermingargjöf (Amstrad 1512) þá var ekki aftur snúið. Ég hef starfað við forritun í tólf og hálft ár. Reiknistofa bankanna, Teris og Arion banka. Hef forritað hugbúnað allt frá OS/390 stórtölvu yfir í símtæki. Þetta er alltaf jafn skemmtilegt.

Hvaða forrit hefur þú gert fyrir Windows Phone?

Fyrir Windows phone hefur ég gefð út hið sívinsæla Indriða app og núna nýlega Frídagar.

 

ss6   indridia

 

Hefurðu forritað fyrir önnur mobile stýrikerfi?

Ég smíðaði Tingo Bingo fyrir Windows 8 spjaldtölvur/WinRT. Þetta var fyrsta íslenska appið sem fór í Windows store og var komið inn við opnun 26. október sl.

Fyrsta útgáfan var gamalt Windows forrit sem ég gerði en var uppfært í „Modern UI“. Appinu hefur verið niðurhalað af þúsundum um allan heim.
Núna eru t.d. einhverjir tíu í Gwatemala með þetta á tölvunum hjá sér. Skemmtileg staðreynd.

splashextrasmall

Stefnt er á nýja útgáfu þegar að Windows 8.1 kemur formlega út. Þeir sem kunna rússnesku eða kínversku og vilja láta ljós sitt skína eru beðnir um að hafa samband.   🙂

photo
T
ingo Bingo á TechEd, spilaður á Surface vél.

Ég hef einnig aðeins skoðað forritun fyrir Android, en eftir að hafa verið lengi í .net heiminum þá er erfitt að skipta yfir í önnur verkfæri. Eclipse vs. Visual studio….no contest.

Fyrir áhugasama þá er hægt er að þróa fyrir Android og IOS í Visual studio með Xamarin. Ef hönnunin sér rétt þá á að vera hægt að samnýta stóran hluta af kóðanum á milli platforma. Leyfið kostar samt skyldinginn.

Hversu margar vinnustundir eru á bakvið nýja Frídaga appið þitt og hvernig kveiknaði hugmyndin?

Appið byggir á mjög einföldu gömlu Windows forriti sem var skrifað af vinnufélaga. Hægt var að endurnýta mikið af grunn reikni virkninni þar sem þetta byggir allt á sömu tækninni (.Net Framework)

Stuttu eftir að vinna hófst þá var ákveðið að láta á það reyna hvort hægt væri að að selja appið í gegnum Windows Phone store. Umfangið jókst því töluvert og hellingur af fítusum bætt við svo þetta yrði söluvænlegra. Miklar prófanir voru gerðar og tíu aðilum boðið að taka þátt í betu prófunum. Allt varð að virka vel frá fyrsta degi annars yrði appið hakkað í spað í umsögnum og „rating“ yrði mjög lágt.

Vinnan varð því töluvert meiri en áætlað var í byrjun. Ég myndi segja að það væru a.m.k tvær vinnuvikur á bakvið þetta app. Hönnun á flæði, grafísk hönnun, forritun á viðmóti, bakenda og prófanir. Mikill tími fór einnig í „RTFM“ sem er eðlilegt þegar smíða á gott app   🙂

Hvernig eru viðtökurnar við appinu?

Appið hefur verið mikið sótt frá útgáfudegi og almennt fengið fína dóma. Þetta er mjög sérhæft fyrir íslenskan markað og því var það vitað frá upphafi ég væri ekki að kaupa jeppa fyrir hagnaðinn   🙂

Hvernig síma ertu með í dag?

Fékk mér Nokia Lumia 820 fyrir stuttu. Græja sem kemur sífellt á óvart. Var áður með Galaxy S sem var orðinn annsi þreyttur.

Hver er helsti kostur við símann þinn?

 • Mjög sterkbyggður.
 • Góður skjár.
 • Kids corner – Krakkarnir hættir að hringja í gamla skólafélaga fyrir slysni.
 • Myndavélin og myndahugbúnaðurinn.
 • Nokia Maps – Offline kort. Ekkert vesen þegar maður er í útlöndum.
 • Office pakkinn og tengingin við Skydrive.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Hann mætti vera þynnri. En að sama skapi byggður eins og skriðdreki.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Fékk mér fyrsta símann 1995 stuttu eftir að GSM kerfið opnaði á Íslandi. Þetta var Motorolla 7500. Eðal sími á þeim tíma. Maður þurfti að passa sig að slasa engan þegar loftnetið var dregið út…. án gríns.

Nefndu 5 uppáhalds öppin fyrir utan þín

 • Nokia maps pakkinn – GPS tækið er komið niðrí skúffu.
 • Youtube – Alltaf gaman að sjá fyndin kattarvideo     🙂
 • Spotify – plötusafnið í vasanum.
 • Facebook – Fylgjast með nýjasta skúbbinu.
 • Boltagáttin – Nauðsynlegt fyrir þá sem fylgjast með boltanum. Íslenskt já takk.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Iphone 5 – 64GB og selja hann strax og kaupa mér Nokia Lumia 925 og eiga hellings afgang     🙂

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Þeir sem eru áhugasamir um Windows store apps eða Windows Phone apps er velkomið að senda á mig póst. Bæði þeir sem eru að byrja að læra og vilja ráðleggingu eða fyrirtæki sem eru að forvitnast. Ég reyni að svara eftir bestu getu.

SiretLogo
Sendið fyrirspurnir á: [email protected]

Auk þess legg ég til að öllum herskipagráum forritum verði útrýmt.

 

Síðan er það skjáskotið af Nokia Lumia 820 símanum

BIB

 

 

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira