Heim Föstudagsviðtalið Örvar Þór Guðmundsson

Örvar Þór Guðmundsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 147 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver er þessi Örvar og hvaðan er kallinn?

Giftur 39 ára, þriggja barna faðir frá Hafnarfirði

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa sem viðskiptastjóri hjá Prentmet, hóf störf hérna 18 ára gamall og sé ekki eftir því. Síðustu ár hef ég safnað peningum í gegnum facebook síðu mína fyrir jólin. Hef svo gefið þann pening til fólk sem á lítinn pening og er að glíma við krabbamein o.þ.h. svo þau geti haldið gleðileg jól m.v. erfiðar aðstæður sem þau eru að glíma við.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Þá vaknar maður og kemur öllum sínum dásamlegu börnum af stað í skólann. Svo er þessi hefðbundni 8 tíma vinnudagur þar sem ég kem verkefnum af stað í prentun fyrir einstaklinga og fyrirtæki landsins. Svo er nú yfirleitt farið beint heim og dúllasta eitthvað heimafyrir með fjölskylunni.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég ásamt fjórum öðrum höfum stofnað Góðgerðarsamtökin-Samferða. Það er í grunninn nákvæmlega það sem ég hef einn verið að gera á mínum prívat Facebook vegg. Færi þessa söfnun inná þessa síðu á Facebook. Nema þetta er stærra dæmi þar sem við söfnum og gefum ekki bara fyrir jólin heldur í hverjum mánuði. Viljum hafa alla þjóðina með okkur í þessu. Því við viljum fá ábendingar á [email protected] ef viðkomandi þekkir til einhvers sem er að glíma við einhver óvænt veikindi og hefur átt sökum þess erfitt fjárhagslega. Þannig að það má segja að allir eiga sinn þátt í þessu með okkur hvort sem það gefur pening til okkar eða kemur með ábendingu. Bæði er gífurlega verðmætt fyrir okkur.

 

Talandi um fjáröflun, af hverju ertu að bralla í þessu?

Nægt er ofbeldið í þessum heimi okkar. Það þarf einhver að vera nice.

 

Veist hvað hefur safnast í heildina frá upphafi og hversu mörgum fjölskyldum þú hefur safnað fyrir?

Persónulega hef ég safnað sjálfur nálægt 10 milljónum og sjálfsagt eitthvað í kringum 100 fjölskyldur hafa notið góðs af þessu.

 

Hvert er draumastarfið?

Vera einræðisherra á Íslandi, þá væru engin vandamál lengur í þessu dásamlega lífi.

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Það er auðvitað fæðing minna barna og vera það heppinn að þau séu öll heilbrigð.

 

Lífsmottó?

Taka þetta líf ekki alvarlega, njóta þess frekar því við stoppum hér stutt.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er frábær golfari þó svo að ég hafi ekki endilega sýnt það útá velli síðustu 10 ár.

 

Ég man enn eftir að hafa unnið þig í snóker ca árið 1990… græturðu þig enn í svefn yfir því?

Ég man ekki eftir þessu, þá hlýtur þetta að vera haugalýgi   🙂

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Færi sjálfsagt í sólbað á Spáni eða Flórída í svona 30-40 ár

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Hér í mínum fagra bæ kemur rjóminn af öllum þeim bestu eins og gefur að skilja. Vonlaust að setja alla þessa meistara í einhverja röð en þeim mun þægilegra að nefna þá. Björgvin Halldórsson, Páll Rósinkranz og sirka 1000 aðrir.

 

Býr tæknipúki í þér?

Nei þarna er ég því miður á útivelli, þetta er flest allt framandi fyrir mér. Borðtuska, ryksuga og uppþvottabusti eru þessi helstu tæki og tól sem ég vinn með í þessu daglega lífi.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Það heitir einhverju dásmalegu nafni sem mér gæti ekki verið meira sama um.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 6 heitir þessi sími var mér sagt.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Það er hægt að ná í fólk þegar maður þarf þess, er hinsvegar með hann á silent allan sólahringinn sem er helsti kosturinn. Gallinn er að þurfa hlaða þetta nær daglega.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Svara
  2. Hringja
  3. Mail
  4. Facebook
  5. Internetið

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Það var árið 1998 sem ég startaði mínum gsm ferli. Var eitthvað Nokia undur þar sem maður þurfti að tosa eyrað upp til að svara.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Ég á mér engan drauma síma en myndi fíla heimsfrið.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Hahahahahaha….það væri þá uppþvottarbursti.is eða eitthvað annað framandi.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Keyrðu í like á þessa síðu okkar á facebook og lífið mun leika við þig næstu áratugina. www.facebook.com/samferdafoundation   .

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira