Heim Föstudagsviðtalið Vilhelm Anton Jónsson

Vilhelm Anton Jónsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 112 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Vilhelm Anton Jónsson og vinn við að skapa og framkvæma allskonar. Ég er fæddur í Reykjavík en bjó fyrstu árin í Hafnarfirði. Svo fluttum við að Laugum í Reykjardal, síðan til Glasgow í Skotlandi, svo Akureyrar og svo til Reykjavíkur. Erfitt að segja beint hvaðan ég er, mamma er ættuð frá Dalvík og Svarfaðardal og pabbi úr Borgarnesi og Borgarfirði.
Þannig að þessum spurningum er ekkert auðsvarað.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég vinn hjá sjálfum mér við að skrifa bækur, gera tónlist, leika, dagskrárgerð, halda fyrirlestra og fá góðar hugmyndir fyrir mig eða aðra. Ég hef líka mikið málið og teiknað og haldið nokkrar málverkasýningar.
Ég hef likið sjálfan mig í fjórum frábærum kvikmyndum um ævintýri Sveppa, Góa og mín. Eins höfum við gert um 250 þætti held ég sem voru í sýningu á stöð 2.

Ég hef gert margt síðustu árin og mismunandi. Ég vann á auglýsingastofu í nokkur ár sem hugmyndasmiður og svo hef ég mikið verið í dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp. Ég hef mikið unnið í því að fræða börn og gera þau forvitin um heim vísindanna og opna á þann ótrúlega merkilega heim.
Ég hef skrifað þrjár bækur um það efni sem heita Vísindabækur Villa. Þeim hefur öllum verið tekið frábærlega og ég er mjög þakklátur fyrir það og ánægður að fræðiriti fyrir börn sé vinsælt lesefni.

Ég stýri líka þætti sem er á dagskrá Rásar 2 yfir sumarið sem heitir Nei hættu nú alveg – og er spurningaleikur um gagnslausa hluti.

 

Hvert er draumastarfið?

Það breytist reglulega hvað mig langar að gera.

Veit ekki alveg hvert draumastarfið er en útkoman úr því er einhver sköpun, eitthavð nýtt, gleði fyrir þá sem nota útkomuna eða góð upplifun og þetta starf þarf að fela í sér að ég vinni með skemmtilegu fólki þar sem sumir eru skapandi og aðrir duglegir og framkvæmdarglaðir. Og ég þarf að fá að ráða talsvert miklu um það allt saman sem er gert. Launin þurfa að vera góð. Ég er að leita að þessu starfi og gæti verið einfaldara að búa það til sjálfur en finna það hjá öðrum.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég byrja alltaf á að fara í sturtu og raka mig. Svo koma um 365 mismunandi útfærslru af venjulegum degi á ári. EN þó ég vinni margar vinnur og hjá sjálfum mér er ég rútinukarl. Ég reyni að fá mér kaffi mjög fljótlega !!! Svo er þetta oftast einvherjir fundir og svo framkvæmdartímabila. Það er í raun hægt að skipta svona skapandi vinnu í þessi tvö hólf. UNdirbúningur og framkvæmd. Þegar maður vinnur fyrir sjálfan sig er ábyrgðin hjá manni sjálfum. Fundir og hugmyndavinna eiga að taka svona um 80% af tímana og framkvæmd um 20% – þetta er ekkert vísindalega tala en góður undirbúningur einfaldar allt. Ef hlutföllin eru öfug er verið að eyða alltof miklum tíma í framkvæmdina og endalaust verið að leiðrétta einhverja stefnu og sóa mikilli orku í það.

EN það er mjög erfitt að segja hvernig venjulegur dagur er.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Akkúrat núna er ég að hugsa. Láta mér detta í hug hvap geti gert næst og hvað sé sniðugt og gaman að gera. Janúar er oft þannig. Desember fór allveg í það að kynna nýju Vísindabókina og mikið um að vera í kringum það. Núna er ég meira að finna réttu verkefnin til að koma að eða taka þátt í. Ég finn að ég er farinna ð sveiflast mjög mikið að málverkinu og tónlistinni aftur. Það hefur pínu setið á hakanaum. Ég er líka byrjaður að vinna að nýrri bók eða bókum sem við verðum svo að sjá hvar enda.
Þetta er rosalega svipað því og að vera bóndi eða vera í landbúnaði. Maður þarf að hugsa um margt og sá og rækta og finna lausnir og svo kemur uppskeru tími sem kallar á að maður vaki allan sólarhringinn, eins og sauðburði og heyskap. Og allan tímann er maður að reyna að einfalda hluti. Gera línur skírari.

 

Eitthvað slúður úr bransanum sem við þurfum að vita?

Já þetta rugl með að platan væri dauð er víst kjaftæði sem stórar tónlistarveitur komu af stað og við tónlistarmenn vorum svo vitlausir að taka undir. Okkur gæti reyndar tekist að drepa hana með þessu viðhorfi.

 

Lífsmottó?

Nei í raun ekki.

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég var í unglingalandsliðinu í handbolta þegar ég hætti að æfa. Og hef gefið kost á mér fyrir hvert einasta stórmót síðan ég hætti í handbolta. Kári bróðir úr naglbítunum líka. Við erum báðir línumenn og myndu gera geggjaða 4-2 sókn fyrir Ísland. Fyrir utan að geta stýrt vörninni eins og herforingjar. En einhvernveginn er alltaf litið framhjá tónlistarmönnum þegar er valið í landsliðið.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Kaupa mér flöskugrænan MG sportbíl frá 1969, með vínrauðu leðri og tréstýri. Svo kastala í Skotlandi með veiðilendum og jafnvel Zeppelin loftskip.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ingimar Eydal, Baraflokkurinn, Skriðjöklar, Skytturnar, Norðan piltar og svo við

 

Hver er besti tónlistarmaður landsins fyrir utan Stebba Him?

Magnús Þór Sigmundsson – aldrei spurning.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Ég er Apple maður

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostirnir eru hvað síminn er orðinni lítill hluti af þessu tæki. Gallarnari eru að hann getur ekki síað leiðinleg símtöl frá skemmtilegum áður en ég svara.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Netið

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia með loftneti og brottnum skjá.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Hann er þannig að fólk svarar ekki í hann þegar það situr við borð með öðrum heldur stendur upp og fer afsíðis. Hann er líka þeirru náttúr gæddur að fólk talar lágt í hann þegar það er innanum um aðra t.d. á kaffihúsum. Helst stendur það upp og talar í hann afsíðis. Hringir eru alltaf lágværar og smekkilegar. Hann getur líka syncað sig við alla hluti án þess að það sé vesen. Það er óþaldi að standa í þannig hlutum árið 2016. Hann verður líka búinn til úr efni sem er ekki eitrað fyrir umhverfið, takamörkuðum málmi eða með þrælavinnu.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Get ekki nefnt neina eina í raun. Ég fer bara inná það sem ég sé að vinir mínir skoða á facebook. Ég er í raun hrifnari af hugmyndafræðinni á bakvið tækni en hlutunum sjálfum. Ég hef mjög mikinn áhuga á lausnum og hversvegna ákveðnir hlutir eru gerðir og ganga vel en akkúrat hvað þeir eru. Mér finnst hugmyndin á bakvið græjur oft flottari en græjurnar sjálfar.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Bara gleðilegt ár og þetta varholl sjálfskoðun.
Takk fyrir mig.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira