Heim Föstudagsviðtalið Davíð Pálsson

Davíð Pálsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 106 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Davíð Pálsson, 52 ára og er Rangæingur að uppruna.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Síðustu 6 ár hef ég verið tæknimaður hjá Íslenskri Getspá, Áður hef ég unnið hjá KPMG, VISA og Veðurstofunni.

 

Hvert er draumastarfið?

Hef alltaf liðið vel þar sem ég get gert gagn. Það vill svo til að konan mín er í besta starfi heimsins og að fá að vera nærri henni veldur því að bjarmi er yfir mér! Kona mín er í afleysingu sem sviðsstjóri sviðs Náttúru hjá Umhverfisstofnun. Miklvægara og meira gefandi starf er örugglega ekki til.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Starf tæknimanns hjá Íslenskri Getspá er að annast alla sölukassana um allt land en þeir eru vel á þriðja hundraðið. Einnig staðarnet Getspár. Getspá er með Lottóið, Víkingalottó, Eurojackpot, Lengjuna og 1X2. Vinnan felst einkum í að þjónusta söluaðliana. Einnig að vinna við Lottóútdrátt á laugardögum.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Við erum að breyta tengingum sölukassa við net Getspár þessa daga. Höfum verið á lokuðu ADSL+ sambandi en erum að færa sambandið yfir á Meraki búnað. Samband með Meraki er ódýrara en með ADSL+ og gefur möguleika á enn betra utanumhaldi.

 

Hvernig nýtast tölvur/Tækni í þínu starfi?

Tölvukerfi heldur utan um sölukerfi Íslenskrar Getspár. Mikil áhersla er á að uppfylla ströngustu öryggisstaðla.

 

Lífsmottó?

“Eitt skal yfir alla ganga”.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?

Hef gefið út ljóðabók. Það er gaman að setja saman ljóð en mér finnst lítið gaman að lesa ljóð annarra – nema snillinga eins og Jónasar Hallgrímssonar og Davíðs Stefánssonar.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Góð spurning en ég vinn í Lottóinu alla daga!

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Hmm… Ég bý í Kópavogi. Örugglega margir tónlistarmenn sem búa þar, enda er gott að búa í Kópavogi.

 

Hver er besti tónlistarmaður landsins?

Páll Óskar er bara langbestur. Aðrir góðir eru t.d. Bubbi Morthens og Svavar Knútur

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 10. Bæði heima og í vinnu.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 1020.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Þessi sími er að verða þriggja ára og hefur einfaldlega verið besti sími heims. Börnin mín gagnrýna þó símann þar sem hann getur ekki verið með Snapchat. Hinsvegar er hann með betri myndavél en nokkur annar sími eða 41 megapixel! Myndirnar eru æðislegar!

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Símtöl
  2. Tölvupóst
  3. Office
  4. Twitter
  5. Facebook
  6. Instagram (6tag)
  7. Ljósmyndun
  8. Landakort.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Fyrsti farsíminn sem ég man eftir var Motorola sími. Gerði sitt gagn í þá daga.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Ég ætla örugglega að fá mér Lumia 950 símann sem er að koma út hjá Microsoft. Það sem ég hef lesið um hann lofar virkilega góðu.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

theverge.com, thurrott.com, zdnet.com, wpcentral.com, wmpoweruser.com, já og lappari.com auðvitað!

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Verum góð hvert við annað!.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira