Heim Föstudagsviðtalið Kristinn Jón Arnarson

Kristinn Jón Arnarson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 104 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er hálfur Hellubúi og hálfur Selfyssingur sem hefur villst í Vesturbæ Reykjavíkur eftir allskonar krókaleiðum. Bjó um tíma í New York með betri helmingnum, en eftir að við fluttum heim urðum við ábyrgir þjóðfélagsþegnar og eignuðumst nógu mörg börn til að koma a.m.k. ekki út í mínus að okkur gengnum.

Hef spilað á bassa í allskonar hljómsveitum í gegnum tíðina – m.a. í One hit wonderinu Soma

 

Spila núna með bandi sem kallast Slow Mountains, sem er svolítið komið á saumaklúbbsstigið, miðaldra karlmenn að finna leið til að hittast án þess að þurfa að tala of mikið saman.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Er núna ritstjóri vefs Vodafone og altmulig textamaður hér innandyra. Kom úr almannatengslum frá AP almannatengslum, en þar áður var ég ritstjóri tímaritsins Tölvuheims um fjögurra ára skeið. Þar tókst mér m.a. að vera fyrstur Íslendinga til að flytja fréttir af því árið 2005 að CCP væri að íhuga að flytja úr landi! Sem betur fer hefur ekki orðið af því ennþá.

 

Hvert er draumastarfið?

Bassaleikari í einhverju ofursvölu indíbandi sem túrar reglulega um heiminn, en tsjillar þess á milli í stúdíói. Helst Deerhoof.

 

Hvað er um að vera hjá þér og Vodafone þessa dagana?

Nú síðast vorum við að kynna nýtt og endurbætt sjónvarp ásamt nýjum þjónustuleiðum í Vodafone PLAY. Þar áður var það 500 Mb/s ljósleiðaratenging. Í sumar skiptum við svo út vefnum okkar frá grunni sem var ansi stórt verkefni og mikilvægt #útafsotlu. Það eru annars endalausar nýjungar í þessum fjarskiptabransa, það er ærið – og skemmtilegt – verkefni að fylgjast með.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?

Kannski ekki rosalega sturluð staðreynd, en þó eitthvað sem einungis konan mín veit af (og er ábyggilega búin að gleyma) – ég var maðurinn á bak við vefsíðuna Karlar sem mata konur. Þetta varð hressilega viral í einhverja eina, tvær vikur og var ansi gaman að fylgjast með heimsóknartölunum á þeim tíma. Ég hef haldið þessu leyndu alla tíð og því er hér komið megaskúbb fyrir Lapparann!

Ég gerði þetta í einhverju bríaríi þegar listinn hennar Hildar Lillendahl var í miklu hámæli – fannst bara fyndið að þetta hljómaði líkt og ákvað að leika mér eitthvað með það. Sem betur fer tók enginn þessu sem einhverju pólitísku statementi gegn Karlar sem hata konur, enda var það alls ekki ætlunin. Svo missti ég móðinn og nennti ekki að eyða kvöldunum í að leita að svona asnalegum myndum.

 

Hvað er þitt mesta afrek á starfsferlinum?

Tindarnir eru ótrúlega margir, en ég held að ég nái tæpast að slá því við að hafa bæði setið fyrir á þessari mynd og skrifað greinina ásamt fyrirsögninni.

tolvuveira

Þetta er úr DV frá árinu 1999 þegar ég sá um vikulegt aukablað um tölvur og tækni og vísindi.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Ég er með PC og Windows – hef ekki ennþá gleypt við þessari makkabylgju og held að úr þessu sé bara best að halda mig hérna megin þar til það verður kúl og allir hipsterarnir mæta í Windows aftur til að flýja hjörðina.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

LG G3. Það er fínasti sími, sá besti sem ég hef átt hingað til. Þar á undan var ég með Samsung Galaxy Mega, sem var fáránlega stór en frábært partítrikk að draga hann upp úr vasanum og sýna. Þegar ég skipti í G3 fannst mér hann lítill og nettur í samanburði við Mega-skrímslið.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Góð myndavél, stór og fínn skjár, fín vinnsla, merkilega sterkur, er búinn að þola nokkur föll og einn sundsprett í á.

Aðalgallinn er að sjálfsögðu að hann er orðinn meira en árs gamall! Svo er bloatware-ið frá LG ekkert frábært heldur…

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Twitter  (komasvo krakkar, hjálpið mér að bæta botta/fólk hlutfallið mitt!)
  2. Facebook  (Maður verður að rækta frændskapinn, er það ekki?)
  3. Strava  (Hjólið, maður – átti KOM yfir Hellisheiðina í rúmt ár!)
  4. Spotify  (Tónlist. Nauðsynlegt fyrirbæri)
  5. Tölvupóstur  (Ekki dauður enn…)

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110 – alger klassík. Var helvíti sprækur í Snake og svona. Byrjaði í áskrift hjá upprunalega TAL, sem breyttist svo í Vodafone. #gamanaðþví

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Hmmm…. Já, ég kannski bara nýti það til að passa on smá protip sem ég fékk frá frá @gudnylt í dag – tékkiði á þessu fáránlega kúl mashup-i af Wu Tang Clan og Fugazi:

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira