Heim UmfjöllunUmfjöllun Fartölvur Lenovo Y50 leikjafartölva

Lenovo Y50 leikjafartölva

eftir Jón Ólafsson

Við hér á Lappari.com höfum verið með Lenovo Y50 í prófunum síðustu vikurnar og því komin tími á að setja eitthvað á blað um vélina. Þetta er svolítið sérstök vél fyrir margar sakir en hún er í flokki sem má kalla leikjafartölvur. Vélin smellpassar í þennan flokk enda búinn öflugum vélbúnaði og öllu því helsta sem notendur leita að þegar kemur að vali á leikjafartölvu.

Lenovo Y50 kemur með Windows 8.1 og getur því notað öll venjuleg Windows forrit ásamt því að hafa aðgang að tugum þúsunda forrita í gegnum Windows Store en ég sá svo sem ekki mikinn hag af því þar sem vélin er ekki með snertiskjá. Mögulega breytist það þegar Windows 10 kemur þar sem hægt verður að keyra Metro (snertivænu) forritin í glugga (í stað full screen) þá.

Fartölvan mín var á verkstæði þannig að ég notaði Y50 eingöngu við leik og vinnu síðustu vikurnar en eins og venja er þá byrjum við vitanlega á afpökkunarmyndbandi.

 

Hönnun og vélbúnaður.

Það finnst greinilega þegar Lenovo Y50 er handleikinn hversu sterkbyggð og massíf hún er, frágangur er mjög vandaður að öllu leiti. Botn og toplok á vélinni er úr einu heilu stykki sem er úr áli og er frágangur á öllu til fyrirmyndar. Vélin er smekkleg og stílhrein en á móti er hún í þyngra lagi miðað við venjulegar fartölvur. Þetta er samt ekki vél sem á að bera saman við venjulegar (ultramobile) fartölvur enda er þetta leikjavél, hönnuð í kringum öflugan vélbúnað.

 

lenovo_y50_8

 

Lenovo Y50 er eins og fyrr segir mjög öflug og vel búinn sem leikjavél. Vélin er með 16,5″ FHD LED skjá sem styður 1980 x 1080 punkta upplausn sem kjörupplausn á leikjavél að mínu mati en það er samt hægt að fá þessa vél með 4K skjá. Lenovo Y50 er 2,4 kg að þyng sem er þungt á flesta mælikvarða í dag.

 

Helstu stærðir:

  • Breidd: 387mm
  • Dýpt: 263mm
  • Þykkt: 22,9mm
  • Þyngt: 2,4kg

 

Vélin sem ég prófaði er með 1TB SSHD harðdisk sem er hybrid 8GB SSD og venjulegur 5400 rpm harðdiskur. Þetta stærsti gallinn við þessa vél að mínu mati enda takmarkar þessi diskur afköst vélinnar. Ég prófaði að Ghost´a stýrikerfið yfir á 250GB SSD disk og var vélin allt önnur, sérstaklega þegar hún var að hlaða borðum í leikjum eða í annari þungri vinnslu.

Lenovo Y50 er með 16GB DDR3 vinnsluminni (mest 16 GB) og Intel i7 örgjörva sem er með 6MB Cache og keyrir á allt að 3.50 GHz klukkuhraða. Þar sem þetta er leikjafartölva þá þarf hún vitanlega að vera með gott skjákort og það skortir ekki. Lenovo Y50 er innbyggðu Intel 4600 skjákorti ásamt því að vera með Nvidia Geforce GTX 860M skjákort með 4GB,  vel í stíl við annað sem í vélinni er. Þetta samspil skjákorts, örgjörva og 16GB vinnsluminni gerir þetta að hörkuvél sem keyrir stýrikerfi, og öll forrit sem ég prófaði, hnökralaust og var leikjaupplifun mjög skemmtileg. Vélin ræsir upp í heimaskjá á örfáum sekúndum (2-3 sec frá cold boot) og slekkur á sér á 2-3 sekúndum.

Lenovo Y50 er með ágætis myndavél fyrir ofan skjáinn sem dugar ágætlega í myndsamtöl. Myndavélin er 720p og sinnir sínu hlutverki ágætlega og veitir ágætis mynd í myndsamtölum.

 

Tengimöguleikar

Lenovo Y50 er með 2-1 kortalesara og er með eitt hefðbundið USB2 og tvö USB3 port til að tengja við flakkara, mús, lyklaborð, 3G módem eða minnislykil svo eitthvað sé nefnt. Vélin er einnig með RJ45 nettengi sem er kostur enda spila ég yfirleitt ekki leiki yfir WiFi.

 

 

Þá er líka að finna HDMI tengi og því einfalt að tengja auka skjá eða jafnvel sjónvarp við vélina. Vélin er með Bluetooth 4.0 ásamt þráðlausu netkorti (Intel Dual Band AC-3160) sem styður 802.11n (b/g/n) og vélin er með tvö 3,5 mm tengi, annað fyrir heyrnartól og hitt fyrir hljóðnema.

 

 

 

Rafhlaða og lyklaborð

Lenovo Y50 er með 4 sellu Lilon rafhlöðu og samkvæmt Lenovo þá má reikna með um 5 klst endingu miðað við eðlilega notkun sem er nú ekki lengi að líða. Ég hef verið að nota vélina töluvert og því náð að prófa rafhlöðuendingu ágætlega. Ég hef lengst náð að láta rafhlöðuna endast í rúmlega 6 tíma með talsverðum sparnaðaraðgerðum. Verð samt að segja að rafhlaða í leikjafartölvum skiptir ekki öllu máli enda eru notendur yfirleitt með svona vélar beintengdar í rafmagn. Það er samt hughreystandi að vita til þess að hún nær nokkrum tímum ef þess þarf.

 

 

Lenovo Y50 er með baklýstu lyklaborði sem mér líkar mjög vel við þegar ég er að leika mér en það er með þremur ljósastillingum. Hægt er að slökkva á ljósinu, hafa það dauft eða hafa fullann styrk. Þetta er ekkert sérstakt lyklaborð við venjulega vinnu eða þegar þarf að stimpla mikið inn. Takkarnir eru passlega háir og ég var nokkuð snöggur að venjast því.

 

Hljóð og mynd

Skjárinn er eins og fyrr segir með 16,5″ FHD LED VibrantView skjár sem styður 1980 x 1080 punkta upplausn. Allur texti og myndir komu mjög vel út á þessum skjá og virkaði hann í alla staði mjög vel. Hann er með vítt áhorfshorn þannig að notendur þurfa ekki að sitja beint fyrir framan hann til þess að gæði myndarinnar halda sér.

Skjárinn er skarpur og skemmtilegur að nota og hentar hann mjög vel á leikjatölvu þar sem að það glampar mjög lítið á hann. Birta á bakvið notenda (sól eða ljós) sjást lítið og truflun af þeim sökum er í algeru lágmarki.

 

 

Hátalarar eru tveir og eru staðsettir fyrir ofan lyklaborðið og gefa þeir mjög góðan stereo hljóm hvort sem hlustað er á tónlist eða bíómyndir. Almennt finnst mér hátalarar í fartölvum lélegir vegna stærðar þeirra en þessir JBL hátalarar eru án vafa þeir bestu sem ég hef heyrt í fartölvu.

 

Margmiðlun

Þar sem Lenovo Y50 er bara venjuleg PC tölva þá gat ég spilað allt margmiðlunarefni hvort sem það var netstreymi eða af USB lyklum eða flökkurum. Vélin er með mjög öflugan örgjörva, nóg af vinnsluminni, stóran disk og vel fær um að lesa og spila flest margmiðlunarefni með stæl.

Þarf ekkert að fara nánar í þetta þar sem öll upplifun var á pari við það besta sem ég hef prófað í venjulegum PC vélum og sérstaklega þegar ég prófaði hana með SSD disknum

 

Hugbúnaður og samvirkni.

Vélin kemur með Windows 8.1 og með innbyggðum forritum og Office 365 áskrift þá er þessi klár í flest öll verkefni hvort sem það er heima fyrir eða í skólanum.

Ég prófaði hana með Office 2013 Pro, Chrome, Adobe Reader, TweetDesk, Skype, TeamViewer, WinRar, Cisco VPN o.s.frv. Í stuttu máli þá virkaði allt fumlaust, þetta er spræk og skemmtileg vél í alla staði.

 

 

Eins og ég segi alltaf í þessum umfjöllunum þá finnst mér alltaf jafn skemmtilegt að setja upp nýja Windows 8.1 vél því ég skrái mig bara inn með Microsoft notendandum mínum og þá er tölvan eins og ég vill hafa hana. Tölvan sækir notendann minn sem vistaður er í skýinu hjá Microsoft (á OneDrive) en þar hef ég ókeypis 15GB til að afrita ljósmyndir af símanum mínum eða til að hýsa gögn..

Eins og oft áður þá pirrar mig örlítið af hugbúnaði sem fylgir vélinni en hann þvælist of mikið fyrir mér, hugbúnaður sem ég bað ekki um, vill ekki og mun aldrei nota. Vitanlega er þetta persónulegt mat og einfalt að fjarlægja af tölvunni en pirrandi er hann.

 

 

Niðurstaða

Lenovo Y50 er sterkbyggð, gríðarlega öflug og góð leikjavél sem ætti að vera vænlegur kostur fyrir  hvaða heimili sem er, hvort sem verið er að leita eftir leikjavél eða bara öflugri heimilistölvu.

Það eina sem pirraði mig við þessa vél er að harðdiskurinn, en hann mun alltaf verða flöskuháls á i7 vél með 16 GB af DDR3 minni, því hann einfaldlega hefur ekki undan og því mundi ég alltaf taka svona vél með alvöru SSD disk.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira