Heim Föstudagsviðtalið Jens Þór Sigurðarson

Jens Þór Sigurðarson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 83 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Jens Þór Sigurðarson, er fæddur og uppalinn í Bolungarvík.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er flugmaður og hef starfað sem slíkur síðan 2006.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég stend vaktir og er í raun engin “venjulegur” dagur hjá mér þvi það eru engir tveir dagar eins.

 

Hvaða nýjungum eiga lesendur að fylgjast með í náinni framtíð?

Ég held að það verði mikið að gerast í spjaldtölvum og skýjalausnum á næstunni, stærri skref eða framþróun en við þekkjum hingað til.

 

Lífsmottó?

Að njóta dagsins og spila sem best úr því sem við höfum. Mikilvægt að gefa af sér og vera góð fyrirmynd.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?

Hef svakalega gaman af Border Collie fjárhundum, svo sem ekkert “sturluð staðreynd”   🙂

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 8.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Lumia 925, hann er í raun alternate fyrir Lumia 920 símann sem varð fyrir “ótæpilegu” vatnstjóni :).

Annars er ég að bíða eftir Lumia 1020 arftakanum.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir eru klárlega myndavélin og skjalavinnslan. Gallinn er að rafhlaðann dugar bara daginn :-).

 

Í hvað notar þú símann mest?

 1. Email
 2. Web browsing
 3. Myndavélin
 4. Facebook
 5. Instagram

 

Ef það kæmi nýr Windows sími í dag… hvernig á hann að vera?

 • 50 megapixels myndavél.
 • Snapdragon 810 processor with 3 GB of RAM
 • 32 GB minni að minnsta kosti.
 • Micro SD
 • Sjálfvirka símsvörun þegar síminn er tengdur við headset.
 • Og svo er hann auðvitað W10.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 3310

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég hugsa Lumia 1020.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Engadget.com
Gsmarena.com
Og svo auðvitað Lappari.com

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira