Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 81 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..
Hver ert þú og hvaðan ertu?
Ég heiti Halldór Már en er nær undantekningarlaust kallaður Dóri og er úr Smáíbúðahverfinu í Reykjavík.
Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?
Upplýsingatækni brannsinn náði mér beint úr háskóla þar sem ég kláraði Stjórnmálafræði og ég hef verið að starfa við sölu, markaðsmál og þjónustustýringu á sviði upplýsingatækni æ síðan. Hef starfað hjá EJS, Símanum, Opnum kerfum og Skýrr. Bætti svo við mig MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík sem var bæði erfitt og krefjandi, en hefur margborgað sig. Hjá Microsoft starfa ég sem Sölustjóri SMB markaðarins og samstarfsaðila sem er gríðarlega skemmtilegt og krefjandi verkefni.
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
Samstarfsaðilar Microsoft eru margir á Íslandi og ég ásamt félögum mínum á íslensku skrifstofunni störfum við að styðja þá með ráðum og dáð. Einnig hittum við mikið af viðskiptavinum okkar. Dagurinn er því yfirleitt vel skipulagður og ég hitti mikið af frábæru fólki á hverjum degi.
Hvaða nýjungum frá Microsoft (eða almennt) eiga lesendur að fylgjast með í náinni framtíð?
Skýjalausnir Microsoft eru í stöðugri þróun eins og allir sem fylgjast með upplýsingatækni þekkja. Á þeim vettvangi ættu allir að fylgjast vel með og kynna sér lausnir í Azure sem eru stöðugt að verða öflugri. Svo er ekki hægt annað en að bíða spenntur eftir HoloLens sem er ein magnaðasta nýjung sem ég hef séð í mörg ár. Fyrir þá sem ekki hafa skoðað þá er þetta linkurinn á HoloLens vefsíðuna
Lífsmottó?
Við fáum eitt líf og eitt tækifæri, verum viss um að grípa tækifærin og hafa gaman alla leið!
Sturluð staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?
Ég er mjög góður, þótt ég segi sjálfur frá, að versla föt á konuna mína, en alls ekki góður í að versla föt á dætur mínar – sturlað ?, veit ekki en þetta vissu fáir þar til nú
Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?
Það er endalaust úrval úr Reykjavík þannig að ég ætla ég að halda mig við tónlistarmenn sem hafa tengsl við mitt hverfi.
- Sigtryggur Baldursson / Bogomil Font
- Georg Hólm úr Sigurrós
- Baddi Hall úr Jeff Who ?
- Arnar Guðjóns úr Leaves
- Valgeir Guðjónssón Stuðmaður
Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?
Windows 8.1 á fartölvunni og Windows 10 (Tech preview) á spjaldtölvunni.
Hvernig síma ertu með í dag?
Lumia 1520 sem er yfirburðartæki á öllum sviðum
Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?
Helstu kostir eru stór og frábær skjár, myndavélin og ending á rafhlöðu er sú besta sem ég hef veit um.
Það fer ekki mikið fyrir göllum, en síminn er STÓR og alls ekki fyrir alla af þeirri ástæðu einni saman, en það er í fínu því þeir sem vilja ekki of stóran síma fá sér náttúrulega Lumia 930 eða 935.
Í hvað notar þú símann mest?
- Póstur og dagatal
- Lumia camera
- Here Maps
- Spotify
- One note
Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?
Nokia 1200 ef ég man rétt – frábær græja á þeim tíma.
Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?
Er með símann sem ég myndi velja, en bíð spenntur eftir að sjá fyrstu Windows 10 tækin koma á markað.
Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?
- Zdnet.com
- channel9.microsoft.com
- cnet.com
- Og að sjálfsögðu lang besta íslenska síðan sem er Lappari.com
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Ef þú ert ekki að nota Office 365 í þínu fyrirtæki eða persónulega – skoðaðu það strax, því þú ert að missa af miklu.