Heim Föstudagsviðtalið Davíð Þór Kristjánsson

Davíð Þór Kristjánsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 75 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Davíð Þór Kristjánsson og kem úr Hafnarfirðinum en bý á Selfossi í dag. Er mikill Haukamaður og gaflari í mér en líður vel í sveitasælunni á Selfossi.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Í dag er ég forstöðumaður lausnasölu & ráðgjafasviðs hjá Opnum kerfum. Hlutverk þessarar söludeildar er vörustýring, sérfræðisala (pre-sales), gagnavers- og vélbúnaðarráðgjöf. Ég hef starfað í upplýsingatækni frá árinu 2001 hjá Skýrr, Advania og Opnum kerfum og við sölustjórnun síðastliðin 7 – 8 ár. Ég kláraði viðskiptafræði hjá HR og var þar á undan í Flensborg í Hafnafirði.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Dagarnir eru mjög misjafnir en samnefnari með þeim öllum er að það er alltaf brjálað að gera. Opin kerfi hafa verið að sækja fram á nýja markaði bæði innanlands og erlendis og hafa flest mín verkefni verið tengd þessar sókn. Venjulegur dagur hjá mér er oft þannig að ég er mikið í símanum, þátttaka á fundum og hitta viðskiptavini, bæði innlenda sem erlenda.

 

Sturluð staðreynd um þig sem engin/fáir vita!

Á Flensborgarárunum stofnaði ég stuðningsmannaklúbb fyrir handboltalið Hauka. Stuðningmannaklúbburinn hét „Haukar með Horn“ og var að mestu að gamni gert því við gerðum samninga um að fá frían bjór og pizzur fyrir og eftir leiki frá stuðningsaðilum. Haukar urðu Íslandsmeistarar flest árin sem við störfuðum, og reyndar KR líka þau 2 sumur sem við studdum þá í fótboltanum… skemmtileg tilviljun  🙂  ?

 

Lífsmottó?

Það er stundum breytilegt eftir aðstæðum en það sem hefur reynst mér best er jákvæðni og bjartsýni.

 

Viltu segja okkur aðeins frá OK og er eitthvað sérstakt sem þú getur deilt með okkur?

Opin kerfi er þrjátíu ára gamalt fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið er áreiðanlega best þekkt sem umboðsaðili fyrir HP á Íslandi en í gegnum árin hefur fyrirtækið aukið vöruflóru sína og er í dag umboðsaðili fyrir flest stærstu vörumerki sem þekkjast í upplýsingatækni eins og Fujitsu, Microsoft, Cisco, Lumia (áður Nokia), Red Hat, Jabra og margt fleira. Kannski það sérstaka sem ég myndi nefna er að einn stærsti bílaframleiðandi heims, BMW, hannar stóran hluta af sínum bílaflota á Íslandi með öflugum ofurtölvum sem Opin kerfi útvega, setja upp og viðhalda í gagnaverinu Verne. Þessi bílaframleiðandi er einn af stærstu viðskiptavinum Opinna kerfa.

 

Nú er OK umboðsaðili Nokia á Íslandi, hvernig sérðu næstu 1 – 2 ár fyrir þér?

Ég sé fyrir mér að samspilið í Windows verði algert þannig að síminn skynji allt sem þú ert að gera í tölvunni og öfugt, óháð því hvað verið er að vinna í. Myndavélarnar munu áfram þróast út í það að verða miklu öflugari en þó þekkist í dag og taka okkur í nýjar víddir líkt og Microsoft HaloLens sem kynnt var í síðustu viku sýndi okkur að mögulegt er nú þegar. Aðgangsstýringar ýmsar svo sem að bílum og húsum verða einnig alfarið í gegnum símann þinn.

Við munum líka sjá nýjungar sem engum (eða fáum) einu sinni dettur í hug í dag en því miður er ekki hægt að ljóstra upp um þær nýjungar á þessu stigi 😉

 

Windows vs MacOS og afhverju?

Hef alltaf notað Windows og þekki lítið MacOS, hef ekki heldur átt Iphone. Windows virkar fyrir allt sem ég geri í vinnuni og einkalífinu og hef aldrei fundið þörfina til að breyta. Er samt alveg viss um að MacOS sé fínt og virki fínt fyrir þá sem það vilja.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Tja nú er ég tæknilega séð með tvo heimabæi, en ef við tökum Hafnafjörð þá er það klárlega Jet Black Joe með Palla og félögum sem allir voru á svipuðum aldri og ég, þeir áttu klárlega að vera heimsfrægir því tónlist þeirra var algerlega á því leveli. Botnleðja frá Hafnafirði voru flottir svona rokk pönkarar, skemmtilegir strákar og eru í dag uppistaðan í Pollapönk sem hefur slegið í gegn í Evrópu  🙂

Ef við tökum Selfoss þá er skítamórall alveg klassískt og hefur mótað dálítið orðspor Selfoss í gegnum tíðina. Þó Sálin hans Jóns míns sé ekki frá Selfossi, þá mætti halda það, því þeir er algerlega heimsfrægir þar og Sálarböll er þekkt fyrirbæri þar á bæ.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Alltaf Windows, hentar klárlega viðskiptafræðingnum en ég er umkringdur mjög klárum Linux mönnum hér hjá Opnum kerfum sem tala oft Klingónsku og eitthvað álíka. Stórkostlega skemmtilegir einstaklingar 🙂

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 930, klárlega besti sími sem ég hef átt.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Algerlega frábær myndavél 20 MP Carl Zeiss pure view linsu. Þægilegt og hraðvirkt notendaviðmót með Windows 8.1. frábær rafhlöðuending. Mjög skemmtilegir fídusar eins og Lumia storyteller, facebook stöðuskjárinn með myndum, Here drive, Cortana talvélin, One drive og margt fleira. Ég er ennþá að leita að göllunum.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  • Tölvupóstur
  • Taka myndir
  • Facebook
  • Browsing hringurinn
  • Svo nota ég stundum Here drive ef ég rata ekki eitthvert

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Það mun hafa verið Nokia 5110 eins flestir Íslendingar 🙂

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Nokia Lumia 930 símann, hlakka til að uppfæra hann í Windows 10, fylgist samt vel með hvað Microsoft gefur út næst, mun örugglega hoppa á einhverja nýja síma með windows 10.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Þær eru nú nokkrar;

  • HP vörusíður, þó mest Enterprise og fréttasíður þeim tengdar.
  • Microsoft Lumia síður og fréttasíður þeim tengdar.
  • Lappari hef ég mikið fylgst með núna undanfarið, er farin að vera mikil bransasíða á Íslandi sem er skemmtilegt.
  • Cisco vörusíður og fréttsíður þeim tengdar

 

Eru Opin kerfi að bjóða uppá einhverjar skýjalausnir ?

Opin kerfi er að leggja mikla vinnu síðastliðið ár í að koma í rekstur fullkominni skýjalausn sem er byggð upp á lausnum frá Microsoft. Umhverfið er byggt upp á nýjum vélbúnaði frá HP og hýst í einu fullkomnasta gagnaveri landsis í Verne Data Center. Umhverfið byggir á Windows 2012 R2, Hyper-V og Azure pack frá Microsoft. Viðskiptavinum gefst kostur á að stofna og halda utan um sitt eigið miðlæga umhverfi í Stratus, samþætta við eigin vélbúnað og greiða einungis fyrir notkun. Umhverfið kallast Stratus og er nú þega fjöldi viðskiptavina að nýta sér þessa þjónustu.

Opin kerfi standa fyrir morgunverðarfundi til að kynna þetta frekar 3.febrúar 2015 klukkan 8:30 – 10:00 og eru allir áhugasamir velkomnir.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira