Heim Föstudagsviðtalið Biggi lögga

Biggi lögga

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 70 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Það þekkja allir Bigga löggu en hann heitir fullu nafni Birgir Örn Guðjónsson fyrir þá sem ekki vita. Biggi er hress og skemmtilegur strákur sem hefur heillað land og þjóð með skemmtilegum myndböndum sem hafa meðal annars verið birt á samfélagsmiðlum lögreglunar. Við höfum endalaust gaman að honum Bigga og á hann stóran part í því hversu vel lögreglunni hefur gengið að markaðssetja sig á samfélagsmiðlunum, jákvæður og flottur strákur.

 

Hér má sjá smá skilaboð sem Biggi lögga setti saman fyrir lesendur Lappari.com þar sem hann minnir meðal annars á hættur sem snjallsímanotkun geta valdið ásamt því að benda okkur á nauðsyn þess að nota alltaf handfrjálsan búnað..

 

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Maðurinn heitir Birgir Örn Guðjónsson, stundum kallaður Biggi lögga. Ég er faðir tveggja frábærra barna og eiginmaður dásamlegrar og gullfallegrar konu. Svo er ég Akureyringur sem er búsettur í Hafnarfirði.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ég hef verið að löggast ca síðustu 10 árin. Ég er líka að dunda mér í háskólanámi í fjarnámi frá HA. Planið er klára BA í nútímafræði.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Það er enginn dagur „venjulegur“ hjá löggu. Það er einmitt kosturinn við þá vinnu að það er í raun enginn dagur eins. Á milli þess sem ég er á vöktum er maður svo að reyna að læra eitthvað og svo að sjálfsögðu að sinna fjölskyldunni.

 

Nú ertu duglegur að deila efni á samfélagmiðla, hvaða tæki notar þú við það.

Heyrðu ég er ný búinn að fá þessa flottu Garmin VIRB myndavél. Hingað til hef ég bara aðallega verið að notast við i-pad mini. Snilldin við Garmin vélina er að núna get ég bara fest hana í bílinn og svo bullað þegar mér dettur eitthvað í hug. Gallinn við i-padinn var að maður þurfti alltaf að stilla honum upp og svona. Myndgæðin í Garminum eru líka betri.

 

Lífsmottó?

Koma fram við aðra eins og ég vil aðkomið sé fram við mig.

 

Nú ert þú frá Akureyri og því liggur beint við að spyrja… Hvernig Brynjuís færðu þér?

Hvítan í boxi með súkkulaðisósu eða bara stóran í brauði.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Það geta nú því miður færri kennt sig við Akureyri en vilja. Þeir eru samt þónokkrir. Ég vil nú ekki raða þeim í einhver sæti en svona off the top of my head þá eru það til dæmis Villi sem var einusinni Naglbítur en er nú barnastjarna. Jónsi sem var einusinni í Svörtum fötum en er nú flugþjónn. Jenni sem var einusinni í Brainpolice en er núna…jah, hvar er Jenni? Slatti af Örvarsbörnum og svo að sjálfsögðu sjálfur Ingimar Eydal sem var einusinni á KEA og kenndi mér líka efnarfræði og tónment. Í dag er hann goðsögn.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Löggan er með Windows.

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Það veit ég ekki. Þetta eru engin trúarbrögn fyrir mér. Bara að hún virki, sé þokkalega meðfærileg og að ég geti treyst henni.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung Galaxy S2. Er orðinn pínu þreyttur greyið. Frýs á mig í tíma og ótíma.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Það er hægt að hringja úr honum og taka við símtölum. Oftast.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Sko ég kunni bara mjög vel við hann þegar hann var ekki orðinn svona aldraður greyið. Nú pirrar hann mig stundum. Fyrir utan frostið í honum þá er hljóðneminn á myndavélinni ekki nógu góður.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Facebook og Messenger. Hringja. SMS. Netið. Instagram og að taka myndir.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ég var í smá stund með þennan fína og stóra Philips Fizz áður en ég fór í Nokia 5110 sem þjónaði mér vel og lengi.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég kann mjög vel við Samsung símann því ég kann á þannig. Það væri því bara fínt að fá þann nýjasta og flottasta frá þeim. Ég væri samt líka til í i-phone.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Eru til sérstakar tæknisíður? Ehh hér eftir þá hlýtur Lappari að verða númer eitt hjá mér.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Útdeilum ókeypis brosum.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira