Heim Föstudagsviðtalið Darri Ingólfsson

Darri Ingólfsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 67 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er Darri. Strákur úr Garðabænum. Miðju barn. Fæddur ´79. Frábæra fjölskildu og uppeldi sem ég get aðeins vonast til að gefa mínum börnum.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Eg starfa sem leikari. Utskrifaðist úr leiklistar námi 2003 í London. Bjó þar til 2009 og flutti þá til LA. Síðustu 5 árin hef ég bara verið að læra á bransan hérna úti, vaxa sem manneskja og byrja mína eigin famelíu.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Vakna, elda ofan í fjölskylduna. Æfa. Lesa eitthvað handrit eða læra línur. Fara í prufur. Voða gott dæmi um typical viku, allavegana þessa dagana.

 

Nú var Borgríki 2 frumsýnd í fyrir skemmstu, hvernig var að vinna við myndina og ertu sáttur við útkomuna?

Það var rosalega gott að koma heim og vinna með öllu þessu frábæra fólki. Hafði mjög gott af því. Þakklátur fyrir allt þetta ferðalag. Ég náði að sjá myndina núna um dagin hérna úti. Ég var mjög sáttur með heildina. Myndin náði alveg að halda mér “engaged” þó svo að ég hafi verið í henni sjálfur. Það er góðs viti.

 

Hvaða verkefni ertu að vinna við þessa dagana?

Akkurat í augnablikinu er ég bara í prufum á fullu. Ný búin að skjóta Stalker fyrir NBC og einhverjar auglýsingar. Svo maður heldur sér á floti. Annars ég er líka bara vinna í að vera pabbi. Það er alveg rosa skemmtilegt verkefni sem heldur mér á tánum 🙂 Alltaf eitthvað spennandi að gerast!

 

Lífsmottó?

Fyrsta sem kom up í hugan var ensk útgáfa af íslensku heimspekini “Þetta reddast”, eða “fuck it”. Án frekari útskýringa þá kanski hjómar þetta ekkert alltof djúp. Svo ef lífið er að þjarma að mér þá bara minni ég sjáfan mig á hvað þetta skiptir allt litlu máli svona á heildina litið og að það þýðir lítið að vera eitthvað að væla. Bara taka ábyrgð á gjörðum mínum, reyna læra af þeim og svo move the fuck on! Svo ég noti góða íslensku.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ég held að Monsters and Men séu Garðbæingar. Dikta (sem frændi minn Haukur er partur af) myndi ég líka telja með. Ætli gamla classic bandið Strigaskór Nr.42 eigi ekki líka rætur þangað. Jet Black Joe var allavegana með æfingarhúsnæði þar. Svo eru margir hæfileikaríkir einstaklingar úr garðabænum sem hafa átt þátt í spennandi hljómsveitum á borð við Esja, Legend, Minus og fleirri.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

OsX

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Þó svo ég hafi byrjað sem hard core PC gaur og reyndi lengi að vera trúr þeim skóla, þá hef ég verið með macbook pro núna í nokkur ár og verð að viðurkenna að ég er rosalega hrifin af þessu vinnu umhverfi. Hentar mér allavegana rosalega vel. Svo fyrir mínar sakir, MacBook Pro er fullkomin fyrir mínar þarfir. En besta tölva í geimi… ég held ég hafi hvorki þekkingu né reynslu til að tjá mig eitthvað um það.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 5s

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Rosalega auðveldur í notkun og gerir allt sem ég þarf.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Get voða lítið kvartað.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Email, Google Maps, Yelp, Instagram, Myndir og video. Líka rosalega flott app sem heitir TuneIn Radio. Er svo að finna hitt og þetta app sem hentar mér.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ég man alltaf eftir Panasonic síma sem ég og vinur minn keyptum saman í kringluni sennilega kringum 1997. Gátum valið næstum sama símanúmerið. Síðan var rosa flott þegar ég gat keypt Nokia 8110. Hann var rosa góður. Myndi sennilega virka ennþá ef ég ætti hann.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ætli ég myndi ekki bara segja nýja iPhone. Hefur virkað rosa vel fyrir mínar þarfir.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Þó svo ég telji sjálfan mig sem smá tech nerd þá er ég frekar hrifin af svona Science síðum. Eitt af því sem ég elska er að vera í heimsókn hjá foreldrunum og liggja í sófanum í stofunni og lesa Lifandi Vísindi. Eitt af mínum favorite bookmarks í símanum mínum er td. New Scientist og Science Daily. Get auðveldlega orðið spenntur yfir þeim lestri.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Svona án þess að hljóma eins og klisja… Ekki gleyma af vera þakklátur. Það er ekkert gefið í þessu lífi, svo þegar við finnum augnablik sem gefa okkur hamingju, ekki gleyma að stoppa og “take notice”. Bara að fá að vera hérna og taka þátt í þessari geðveiki er nógu mikil ástæða til að vera þakklátur. Og góð speki að lifa eftir: Reynum okkar besta að vera góð hvort við annað. Gerir þetta allt miklu auðveldara og betra.

Samt án þess að vera að predika eitthvað. Hvað veit ég?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira