Heim MicrosoftWindows Mobile Glæsilegar ljósmyndir á Nokia snjallsíma

Glæsilegar ljósmyndir á Nokia snjallsíma

eftir Jón Ólafsson

Við hér á Lappari.com höfum oft fjallað um snjallsíma og hversu góðar myndavélarnar eru orðnar í þessum tækjum. Við höfum reynt eftir fremsta megni að deila með ykkur myndum sem við tökum þegar við prófum símanum en oft vill það gleymast. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað við erum farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að geta tekið góðar myndir á við krefjandi birtuskilyrði.

Ég rakst á notenda á facebook sem á Nokia Lumia 930 sem við prófuðum fyrir skemmstu enn hann var að deila ótrúlega góðum myndum sem hann smellti af símanum sínum. Ég leitaði því til hans Arnars og fékk leyfi til að birta nokkrar myndir og fékk hann einnig til að deila með okkur hvaða stillingar hann notar við þessar myndir.

Samkvæmt Arnari þá eru þessar myndir óunnar að öllu leiti, sem sagt ekki búið að renna þeim í gegnum Photoshop, Lightroom eða sambærilegt myndvinnsluforrit.

Arnar notast stundum við mini trippod en hér má sjá ágætis úrval hjá Beco. Arnar notar alltaf “grid” á myndum svo þær verði ekki skakkar en þetta er svolítið vanmetið að hans mati og góð áminning fyrir mig. Þegar hann tekur myndir sem hann ætla að vinna frekar þá tekur hann þær í raw formati en þannig nær hann mun meira af “details” úr myndunum

 

Skvettu-mynd

Þetta er fyrsta “Splash” myndin hans Arnar og það er enginn filter, ekkert vesen, bara 100% gæði!

  1. Focus áður en myndin er tekin þar sem steininn á að lenda ( hægt að færa sig aðeins um stað eftirá )
  2. Stilla á “Blink” linsuna og velja þá bestu!
  3. Til að ná góðu skoti er gott að vera á móti sól(eða hversskonar lýsingu) til þess að fá flott “effect

 

Arnar Kristjánsson

Arnar Kristjánsson

 

 

Næturmyndir

Eins og Arnar segir þá getur verið svoldið erfitt að taka góðar myndir að næturlagi og þá sérstaklega á farsímum. Það er þó hægt að ná frábærum myndum ef síminn nær að hvíla á góðu undirlagi og hreyfist ekkert meðan mynd er tekin (t.d. með þrífót).

  1. Slökkva á “Flash” enda myndar það bara “noise”.
  2. Byrja alltaf í “ISO 100” og hækka ef ykkur finnst myndin of dökk en þessar eru allar í ISO 100
  3. Stilla “shutter speed” í 0-4 sek en þessar eru teknar með 4s shutter sem er tilvalið til að ná flottum glampa af tjörninni.
  4. Stilla “timer” á 2-5 sek áður en þið takið myndina og notið skjáinn til þess að smella af mynd. Þannig fáið þið minni hristing og minna “blur”.

 

Arnar Kristjánsson

Arnar Kristjánsson

Arnar Kristjánsson

Arnar Kristjánsson

Hér er hægt að sjá cover mynd í fullum gæðum

 

 

Skuggamynd

Arnar sendi okkur líka eina flotta skuggamynd en þarna smellir hann á skýinn á skjánum til að stilla fókus á skýin en þetta er gert til þess að allt annað verði dökkt.

 

Arnar Kristjánsson

Arnar Kristjánsson

 

 

Arnar er á Instgram og kvetjum við ykkur eindregið til að skoða myndirnar hans þar. Hann myndar mikið á Nokia Lumia 930 en áður notaði hann Nokia Lumia 920 en við þökkum Arnari kærlega fyrir að deila þessum myndum með okkur.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira