Heim Ýmislegt Fréttatilkynning – WKonnekt ehf fær umboð fyrir Nokia

Fréttatilkynning – WKonnekt ehf fær umboð fyrir Nokia

eftir Jón Ólafsson

Lappari.com fær oft fréttatilkynningar um hitt og þetta sendar víðsvegar frá og ef þær vekja áhuga okkar, þá birtum við þær eins við gerum hér.

—- Fréttatilkynning er birt óbreytt hér að neðan —-

HMD Global Oy og Wkonnekt ehf á Íslandi hafa gert með sér samning um dreifingu, markaðssetningu og þjónustu hins síðarnefnda á Nokia símum og snjallsímum á Íslandi.

HMD Global er finnskt fyrirtæki sem var stofnað í byrjun síðasta árs og samanstendur af mörgum fyrrverandi yfirstjórnendum Nokia. Fyrirtækið hefur gert samning við Nokia Corporation um einkarétt á notkun vörumerkis Nokia á vörum HMD Global. Enda muni þeir uppfylla öll skilyrði um gæðastaðla þá sem Nokia hefur ávallt verið þekkt fyrir þegar kemur að hönnun og smíði síma. Mikil áhersla er því lögð á framúrskarandi vandaða smíði úr úrvals efnivið, hraða og hnökralausa vinnslu og fallegt útlit.

HMD gerði einnig samning við Google um notkun Android stýrikerfis á Nokia snjallsímum og er lögð áhersla á hreint og ómengað Android, sem þýðir í raun að uppfærslur á stýrikerfinu skila sér mun fljótar, eru tíðari og ná yfir líftíma símtækisins. Android er lang vinsælasa snjallsíma stýrikerfi heims með yfir 85% markaðshlutdeild og er það metnaður HMD Global að Nokia símar séu og verði ávallt hannaðir og smíðaðir með þarfir og vilja notenda í huga.

Á Mobile World ráðstefnunni í Barcelona sem haldin var á dögunum kynntu HMD Global og Nokia þrjá nýja snjallsíma og endurkomu Nokia 3310 sem er má segja endurgerð þess gamla 3310 sem margir þekkja en hann var á meðal allra vinsælustu farsíma heims.

Snjallsímarnir þrír, Nokia 3, Nokia 5, og Nokia 6 keyra allir á Android Nougat og eru með 8, 13 og 16 megapixla myndavélum. Allir símarnir sem kynntir voru styðja íslensku, bæði í valmyndakerfi og innslætti. Símarnir eru væntanlegir á íslenskan markað í öðrum ársfjórðungi 2017.

 

Nokia 6 línan

 

Wkonnekt ehf mun hafa það að megin áherslu að flytja inn, dreifa, þjónusta og markaðssetja vörur frá Nokia á íslenskum markaði en meðal stjórnenda er fyrrverandi vörustjóra Nokia á Íslandi til 12 ára.

Nokia símar hafa í hátt í 20 ár verið meðal þeirra allra vinsælustu á markaðinum þó svo að vinsældir þeirra hafi dvínað mjög þann tíma sem samstarf Nokia og Microsoft stóð yfir. Stjórnendur fyrirtækisins ætla sér að koma ferskir á markaðinn aftur en halda fast í gömlu góðu Nokia gildin þar sem áherslan var lögð á að uppfylla vonir og væntingar notenda með vönduðum og tæknilega vel búnum símum. Það er trú þeirra að enn ríki töluverð ást til Nokia vörumerkisins á Íslandi sem og víða um heim en viðtökur þessarar endurkomu hafa vakið gríðarlega góðar undirtektir í fjölmiðlum og ekki síst á áðurnefndri ráðstefnu, Mobile World en HMD Global og Nokia sópuðu að sér verðlaunum þar.

——————-
Fyrir frekari upplýsingar:

Þorsteinn Þorsteinsson
Mobile. +354 864 1011
[email protected]

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Pétur Stefánsson 11/07/2020 - 23:05

Komiði sælir
Ég er í vandræðum með að tengjast internetinu á Nokia 3310, þetta er sími frá árinu 2016. Það er ekkert mobile data í símanum, ekkert Wi-FI heldur. Opera vafri er uppsettur í símanum. Ég get ekki sent myndir með skilaboðum heldur, því það þarf einhverjar stillingar í mobile data sem ég hef ekki. Er hægt að fá Mobile data og WI-FI í þennan síma? Kv. Pétur Stef.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira