Heim ÝmislegtFréttir Nokia kaupir Alcatel Lucent

Nokia kaupir Alcatel Lucent

eftir

Nokia hefur staðfest að fyrirtækið muni kaupa franska símkerfaframleiðandann Alcatel Lucent fyrir 16,6 milljarða dollara.

Þetta staðfestir Nokia í fréttatilkynningu sem var send út í morgun en með þessum kaupum verður Nokia annars stærsti framleiðandi á farsímakerfum í heiminum með 35% markaðshlutdeild. Sænski risinn Ericsson er með 40% af markaðnum og hafa verið leiðandi á honum undanfarin ár. Huawei sem m.a. Vodafone og Nova eru með símkerfi frá er með um 20% hlutdeild á heimsvísu.

Með þessum kaupum er Nokia að festa sig í sessi sem öflugur símkerfaframleiðandi og mun þetta styrkja stöðu fyrirtækisins t.d. í Norður Ameríku en AT&T og Verizon þar í landi eru með kerfi frá Nokia og Alcatel Lucent.

Hlutabréf í Nokia hækkuðu um 3% við þessar fréttir en talið er að samruninn verði kominn í gegn á fyrri hluta næsta árs og mun hið nýja sameinaða fyrirtæki undir merkjum Nokia vera með um 114.000 starfsmenn á heimsvísu.

Heimild: Reuters

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira