Heim Föstudagsviðtalið Egill Helgason

Egill Helgason

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 53 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Viðmælandi dagsins er sannarlega þungaviktarmaður í sínu fagi og ættu flestir landsmenn að kannast við hann. Sá sem sest niður með okkur í dag er enginn annar en Egill Helgason, blaðamaður og umsjónarmaður sjónvarpsþáttana Kiljunar og áður Silfur Egils sem sýndir hafa verið á RÚV.

Það má með sanni segja að Egill sé hokinn af reynslu þegar kemur að fjölmiðlum en hann hefur verið viðloðinn fjölmiðlun í rúmlega 30 ár. Ég hef gaman af því að fylgjast með Agli á Facebook en hann er ófeiminn við að segja skoðun sína og taka þátt í umræðu um málefni líðandi stundar.

En nóg af þessu rausi… við kynnum með stolti Egil Helgason.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Úr Vesturbænum í Reykjavík, af Ásvallagötunni, byrjaði að vinna í fjölmiðlum þegar ég var 21 árs og er þar enn.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég hef stjórnað Kiljunni og áður Silfri Egils á Rúv. Hef verið að gera ýmsa þætti líka, til dæmis um Vesturfara sem á að fara að sýna núna. Og ég hef bloggað í 15 ár, nú á Eyjunni.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Ég fer í morgunkaffi á Kaffifélagið á Skólavörðustíg, svo í vinnuna, reyni að klára verkin frekar snemma dags. Svo hef ég tekið upp þann sið að leggja mig síðdegis, er ómögulegur án þess.

 

Hvernig leggst veturinn í þig og hvaða verkefni eru framundan?

Mér finnast vetur á Íslandi oft langir og erfiðir. En verkin eru skemmtileg, ég verð í ýmsum þáttum á Rúv, ætla meira að segja að prófa að vera aðeins í útvarpinu. Svo reyni ég að komast burt í sól um áramótin.

 

Einhverjar fréttir liðina daga eða vikna sem standa uppúr að þínu mati?

Náttúrlega skelfingarfréttir um átök í Palestínu og Írak og Úkraínu, þar verðum við að passa okkur að tala máli réttlætis og mannúðar. Og svo möguleikar á eldgosi í Bárðarbungu – það vekur ugg.

 

Lífsmottó?

Að reyna að flækja líf mitt ekki of mikið. Að koma vel og kurteislega fram við alla.

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ja, þeir eru ansi margir. Eyþór Gunnarsson, Stuðmenn, Sinfónían, Víkingur Heiðar, Bubbi.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

OSX.

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Ég hef notað Apple tölvur síðan ég byrjaði fyrst að nota tölvur 1986. Nú er ég með Mac Book Pro 15 tommu sem ég keypti í fyrra.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 5s sem ég keypti fyrr á þessu ári.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Þetta er mjög þægilegt tæki – það er varla yfir neinu að kvarta.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Það fer í taugarnar á mér hvað ég er mikill þræll Apple. Heimili mitt er fullt af græjum fá fyrirtækinu, en samt höfum við Íslendingar ekki fullkominn aðgang að pródúkti þeirra – þá meina ég í gegnum iTunes.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Skoða póst
  2. Senda SMS
  3. Hringja (mér finnst þægilegra að gera nr. 1 og 2 fremur en að tala við fólk)
  4. Vafra á netinu.
  5. Taka myndir (ég fer aldrei í tölvuleiki).

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Það var Nokia, mér fannst hann fínn á sínum tíma og sterkbyggður. Ég féll strax fyrir SMS-um.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Þann sem ég á, engin ástæða til að skipta.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég fylgist ekki mikið með tækni, nei, en nota hana ansi mikið. Til dæmis les ég mjög mikið af bókum í Kindle.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Eins og ég segi, ég byrjaði í blaðamennsku 21 árs, þá skrifaði maður á ritvél og fór með handrit til setjara, hvílíkar breytingar! Og hvaða breytingar verða næstu 30 árin?

 

Mynd með viðtali er tekinn af:  www.ipihelsinki.fi 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira