Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Hörður Ágústsson

Föstudagsviðtalið – Hörður Ágústsson

eftir Jón Ólafsson

Þá er kominn tími á föstudagsviðtalið en þetta viðtal er partur af viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn að þessu sinni er líklega alveg á hinum endanum á tölvu- og snjallsíma skalanum en hann er harður Apple maður meðan ég hallast “líklega” meira að Windows lausnum.

Þórarinn Hjálmars vildi fá Hörð í næsta viðtal og þótti mér það mjög áhugavert í alla staði. Ég hef fylgst með Herði á Facebook og Twitter enda nauðsynlegt að fylgjast vel með straumum og stefnum í brasanum.

Þó svo að ég kaupi einstöku sinnum Apple tölvur fyrir viðskiptavini mína þá hef ég ekki enn komið í Macland en ég mun reyna að kíkja í heimsókn til hans í næstu suðurferð. Það er gaman að segja frá því að flestir virðast benda mér á Macland þegar umræða er um kaup eða viðgerðir á Apple vörum.
´

En jæja, gefum Herði orðið..

 

Hver ert þú, hvaðan ertu og hvað ertu gamall?

Hörður Ágústsson heiti ég, fæddur og uppalinn í Reykjavík en á ættir mínar að rekja til Vestmannaeyja, Grindavíkur og Selfoss þannig að ég er með alls konar blöndu af rugli í gangi.

Ég varð 34 ára í gær (24.október) en er alltaf 18 ára í anda.

 

Við hvað starfar þú?

Ég er eigandi og framkvæmdastjóri Macland. Pabbi minn hefur verið í tæknigeiranum í rúmlega 30 ár þannig að tölvuáhuginn kviknaði snemma. Svo var ég heppinn árið 2000 að sleppa úr viðjum Windows þegar ég fór að nota Mac. Stofnaði Macland árið 2010 og hef fengið að hafa mitt lífsviðurværi af áhugamálinu síðan þá.

Einnig er ég meðeigandi í Sónar Reykjavík, tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Hörpu.

 

Lífsmottó?

Check yourself before you wreck yourself.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Mac Os 10.9, Mavericks sem var einmitt að detta í Gold Master í byrjun október. Hrikalega gott stýrikerfi og hvernig það stýrir vinnsluminninu mun breyta gríðarlega miklu fyrir notendur.

 

Spurning frá Þórarinn Hjálmars

Ef þú mættir velja á milli Android og Windows Phone 8 – Hvort yrði fyrir valinu?

Úff, hvort myndi ég vilja fá högg í magann eða andlitið segirðu? Af þessum tveimur kerfum er Windows 8 mun meira heillandi í dag. Það vantar hins vegar alveg heilan helling upp á forritaúrval og stuðning við forrit sem maður notar daglega þannig að ég yrði að velja Android. Android hins vegar finnst mér vera alltof  “út um allt” hvað varðar viðmót og aðgengi að forritum. Held að Steve Jobs hafi sagt þetta best þegar hann sagði : “Android is too fragmented” og vísaði þá í mismunandi stýrikerfisútgáfur á mismunandi símtækjum. Þetta gerir app framleiðendum erfitt fyrir að hanna “öpp” fyrir allar þessar mismunandi týpur. En jæja, ég ætlaði nú ekki að snúa þessu upp í neitt drull. Átti Android síma fyrir 2 árum (Google Nexus 2) og hann var ágætur, bara ekki það sem ég var að leita að. Android sími yrði fyrir valinu með miklum harmi í hjarta.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 5s 32GB Space grey

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Hann er besta framlenging á höndinni á mér sem ég hef fundið til þessa. Öll þau “öpp” sem ég nota daglega í makkanum eru til á iPhone og ég elska 5s því hann er sá allra mest “snappy” sími sem ég hef átt og notað. Myndavélin er algjör unaður og hef ég ekki tekið upp Canon DSLR vélina mína í mörg ár núna eftir að iPhone 4 kom út með ágætis myndavél á sínum tíma. Í dag þarf maður ekkert nema iPhone 5s.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Nei í raun ekki, batterýið endist núna í tæpa 2 daga hjá mér en ef ég er stanslaust að nota hann þá er hann kannski hálfan dag að tæmast. Þegar ég meina stanslaust þá meina ég að það sé verið að nota hann alltaf, á fullu. Ég ætlaði að röfla um rafhlöðuna en svo þegar ég fór að hugsa það þá er þetta besta rafhlöðuending hjá mér í iPhone síðan ég átti fyrstu kynslóðina.

En jú, 4G leysi pirrar mig aðeins en mér skilst að það sé við það að leysast hérlendis. Nota bara Nova hnetuna mína þangað til þegar ég þarf 4G samband.

 

Hvaða öpp notar þú mest (top 5 listinn) ?

Mailbox – besta mailforrit á iPhone/iPad

Chrome – besti vafrinn á iPhone/iPad

QuizUp – hrikalega spennandi app sem Plain Vanilla er að launcha núna í vetur

DropBox – það þekkja nú allir

Hulu/Netflix – nota þetta mjög mikið

OZ appið – sama hér, þetta þekkja allir

Spotify – besta leiðin til að njóta tónlistar.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

iPhone 5s. Hann er einfaldlega það langbesta sem er í boði á markaðnum í dag. Apple gerðu nauðsynlegar breytingar á stýrikerfinu enda voru notendur búnir að kalla eftir þessu í töluverðan tíma að fá einhvers konar nýtt lúkk.

 

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

9to5mac.com, engadget.com, macrumors.com, macstories.net, cultofmac.com

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Mér finnst Jón Gnarr æðislegur borgarstjóri og er sorgmæddur að Gísli Marteinn sé hættur í pólitík í bili. Mjög dramatískt svar.

 

Hér er skjáskotið frá Herði.

hordur_screenshot

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira