Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Þórarinn Hjálmarsson

Föstudagsviðtalið – Þórarinn Hjálmarsson

eftir Jón Ólafsson

Áður en maður veit af er kominn föstudagur aftur og því kominn tími á föstudagsviðtalið. Þetta viðtal er partur af viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn að þessu sinni er þungarviktarmaður í flest öllu…. punktur.  Maðurinn virðist vita flest allt sem snýr að markaðsmálum og staðsetningu fyrirtækja á internetinu og heitir Þórarinn Hjálmarsson. Hann mundi ég flokka sem góðkunningja Lapparans og er einn af fáum sem hefur fengið grein birta á lappari.com.

Það vill svo til að þessi grein er ein sú vinsælasta sem birst hefur á þessu ári og heitir: Umfjöllun – Nokia 5110

 

Þórarinn er í dag góður vinur minn en við höfum þekkst í nokkur ár sem “netvinir” en eins skammarlegt og er að segja það þá höfum við bara hist einu sinni og það fyrir algera slysni. Það er frábært að leita til hans, hvort sem er sem félaga eða á faglegum nótum til að fá ráðgjöf fyrir viðskiptavini mína en hefur hann gert þó nokkrar úttektir fyrir mína viðskiptavini sem hafa alltaf hitt í mark. Þórarinn hefur haldið út heimasíðunni Markaðssetning á Internetinu í nokkur ár en þar er fjallað um efni tengt markaðssetningu og hvet ég alla sem áhuga hafa á þessu málefni að kynna sér hana nánar.

 

Gefum Þórarinn nú orðið…

 

Hver ert þú, hvaðan ertu og hvað ertu gamall?

Fæddur og uppalinn í Kópavoginu, átti reyndar smá framhjáhlaup í Reykjavík til skamms tíma en sá að mér fljótlega.

Eins og staðan er núna, þann 18.október er ég 29 ára og en víst að bresta í “big 30” þann 29. október.

 

Við hvað starfar þú?

Viðskiptafræði nemi, ráðgjafi hjá Kapall markaðsráðgjöf og fjölskyldufaðir. Ekki í þessari röð samt.

 

Lífsmottó?

Þetta eru rosalega erfiðar spurningar.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Ég skipti nýlega úr Mac yfir í PC, nánar tiltekið í Windows 8. Hélt að sjokkið yrði meira. En þetta venst alveg afskaplega vel, sérstaklega þegar maður er með Lapparann sjálfan á speed-dial

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er búinn að vera með Samsung Galaxy S2 núna í rúm 2 ár. Hann er að gera mig geðveikan þar sem hann er almennt orðinn lélegur. Þannig ég er að líta í kringum mig og er að hallast að WP8 símum. Ef áhugasamir eru að lesa þá á ég bráðum afmæli og vantar síma 😉

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Það er einna helst tölvupósturinn og myndavélin. Nota þetta tvennt svona einna helst.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Þar sem hann er orðinn gamall þá er ósanngjarnt að fara týna til alla gallana.

 

Hvaða öpp notar þú mest

gAnalytics

Twitter

Instagram

Facebook

Pages Manager

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Eins og staðan er núna þá væri það líklegast Nokia Lumia 925 eða 1020 síminn. Eins og ég nefndi þá er ég að hallast að WP8 stýrikerfinu og dauðlangar í síma sem tengist vel við fartölvuna mína. Annars væri ég alveg til í að fá Nokia 5110 símann minn aftur, man að ég átti rosalega töff cover á hann.

 

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Ég gerir fastlega ráð fyrir að Lappari.com verði skotið hingað inn þannig ég nefni það fyrst, annars er The Verge, Mashable, Engadget og Gizmodo sem maður er að skoða í þessu tækni bransa.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ég vill bara þakka fyrir mig, bráðskemmtilegar spurningar og vona að fólk hafi skemmt sér konunglega við að lesa þetta.

 

Tillaga Þórarinns að næsta viðmælanda?

Hörður Ágústsson hjá Macland

 

Skjáskotið frá Þórarinn

thorarinn_screenshot

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira