Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Alda Sigmundsdóttir

Föstudagsviðtalið – Alda Sigmundsdóttir

eftir Ritstjórn

Nú er komið að öðru glóðheitu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn að þessu sinni er hún Alda Sigmunds sem meðal annars heldur úti stórskemmtilegri Facebook síðu sem kallast “einfaldlega” : The Iceland Weather Report.  Mjög gaman að fylgjast með þessari síðu þar sem fylgjendur fá ýmislegan fróðleik um land og þjóð.

Ég hef alltaf haft gaman af því að fylgjast með Öldu á samfélagsmiðlunum og þannig fylgjast með hvað hún er að sýsla við og sem dæmi þá var ég að lesa umfjöllun um skálsögu hennar “Unraveled” sem fjallað er um á Grapevine.is

þó svo að Alda sé kannski ekki tölvu- eða símanörd þá var sjálfgefið að bjóða Öldu í föstudagsviðtalið að þessu sinni. Ég vona svo sannarlega að henni gangi vel með allt sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Alda Sigmundsdóttir og ég fæddist í Reykjavík en ólst að mestu leiti upp í Kanada.

 

Við hvað starfar þú?

Allskonar. Ritstörf, þýðingar, túlkun, blaðamennsku, samfélagsmiðla … eiginlega allt sem hefur með enskan texta að gera. En þessa dagana er ég aðallega námsmaður – er í ensku og þjóðfræði í HÍ.

Lífsmottó

Ég á nokkur. Lifðu og leyfðu öðrum að lifa er eitt sem ég held töluvert mikið upp á.

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Mountain Lion.

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 4S. Hvítan.

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Allt það skemmtilega sem ég get gert í honum. Af því að ég get gert næstum því ALLT.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Nei.

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

Ég gæti alveg eins verið með eldgamlan síma í vinnunni, en það yrði aldrei jafn frábært og að vera með þennan.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Eins og fyrstu Nokia símarnir voru – svona grár hlunkur með loftnetisstubbi. Man ekki hvaða númer hann var. Sennilega Nr. 1.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég er enginn sérstakur símanörd. Minn er fínn. Ef ég missti hann niður í klósettið á morgun myndi ég líklega fá mér iPhone 5, en þó er ekkert gefið í þeim efnum.

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Leitt að segja það, en … engum. En ég fylgi Mashable á Twitter. Telst það með?

Innskot:  Vitanlega telst Mashable með..

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk og bless  🙂

 

Skjáskotið

alda_screenshot

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira