Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Þorsteinn Þorsteinsson

Föstudagsviðtalið – Þorsteinn Þorsteinsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 10 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Sá sem við spjöllum við núna er Steini Thorst sem er vörustjóri hjá Hátækni….  Það er gaman að fylgjast með Steina á Facebook og Twitter en hann veit allt sem maður getur mögulega þurft að vita um snjallsíma og fylgist vel með því sem er í gangi. Steini er harður Windows Phone maður sem þekkir kerfið út og inn ásamt því að hafa góða reynslu af öðrum stýrikerfum og því mjög gott að leita til hans ef manni vantar upplýsingar.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er Reyðfirðingur en hef búið í borg óttans í ansi mörg ár. En,…klárlega frá Reyðarfirði 🙂
Fæddur á því herrans ári 1969 sem er sama ár og fyrsta plata Led Zeppelin kom út. Ég bý í Reykjavík með konunni og tveimur börnum. Elsta barnið flogið úr hreiðrinu og búin að gera mig að afa sem er frábært hlutskipti.
Ég er búinn að hringsnúast í kringum far/snjallsímamarkaðinn frá 1997 þegar ég seldi í fyrsta skipti farsíma. Það var Nokia 1611. Þá var ekki búið að kynna SMS til sögunnar en Auto-redial þótti framúrskarandi tækni.

Við hvað starfar þú?

Vörustjóri í Hátækni til 8 ára en það sem ekki allir vita er að í tæp 4 ár á undan starfaði ég við að koma Samsung símum á kortið á íslandi. Þá voru bestu myndavélasímarnir með VGA og allt upp í 1.3MP myndavélar.

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 925 sem aðalsíma en er oftast með einhverja aðra tegund í hinum vasanum og núna er það HTC One X+

Innskot Lappara : Nokia Lumia 925 umfjöllun

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Þeir eru margir sem ég gæti talið til en myndavélin er eitthvað sem skiptir mig miklu máli og þar kemur Lumia 925 mjög sterkur inn því hann býr ekki bara yfir frábærri myndavél heldur eru mynda-öppin sem í boði eru alveg geggjuð, set ProShot þar á toppinn.

Ég nota líka bæði tölvupóst og samfélagsmiðla (Facebook, Twitter, Instagram) mjög mikið og ég hef ekki séð þá tvo þætti betur leysta en í Windows phone svo ég nefni þá líka. HERE maps/Drive er algjörlega ómissandi eftir að maður hefur kynnst því, líka á Íslandi eftir gríðarlega fjölgun hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Ég nota símann einnig mjög mikið sem tónlistarspilara og finnst það gríðarlegur kostur að geta hent allri músík í símanum með drag’n drop.

Gæti sjálfsagt talið ýmislegt fleira upp en þetta er svona það helsta + HRAÐINN í símanum sem gerir allt fumlaust.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Já að þurfa að hlaða símann. Að menn séu ekki búnir að ná að nýta orkuna í umhverfinu til að hlaða þessi litlu grey er út úr kú. Síminn minn fer að vísu eins nálægt því og hægt er í dag þar sem hann er með innbyggða þráðlausa hleðslu. Þannig að ég er bara með þráðlaust hleðslutæki á skrifborðinu í vinnunni, á skenknum heima og svo auðvitað í bílnum.
En svo mætti reyndar koma fram að ég þoli ekki markaðsmismunun i t.d. OS uppfærslum og mér finnst Nokia/Microsoft mættu alveg láta af slíkri vitleysu.

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

Já hann er obviously ómissandi í mínu starfi þar sem ég þarf sífellt að vera að sýna hann, kenna og selja, já og læra meira og meira sjálfur.
En svona almennt séð, já líka því ég nota tölvupóstinn gríðarlega mikið og þarf oft að leita að gömlum póstum sem er jafnauðvelt að gera í símanum eins og í Outlook á PC.
SkyDrive tengingin er sömuleiðis eitthvað sem ég nota gríðarlega mikið í tenglsum við vinnuna og hef þannig öll vinnuskjöl sem ég er að nota hverju sinni aðgengileg. Sömuleiðis skjöl sem vinnufélagarnir eru að deila þar.
Svo auðvitað HERE maps/Drive en ég hefði pottþétt mætt of seint á fund með OZ um daginn ef ég hefði ekki haft HERE í vasanum.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Það mun hafa verið Motorola 7500. Á þeim tíma þótti það uppa-kjánalegt að tala í síma út á götu og maður nánast faldi sig á bak við veggi ef símtalið kom. Maður var ekkert mikið að hringja sjálfur á þessum tíma enda kostaði 3 mínútna samtal þá eitthvað í líkingu við 5GB gagnatengingu nú.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Starfs míns vegna er ég basicly í þeirri stöðu að geta valið mér hvaða síma sem er (líka Samsung) og ég er að nota Lumia 925. Hvað segir það? 🙂
Næsti aðalsími er Lumia 1020 og þá ekki síst vegna mikils áhuga á ljósmyndatöku en síminn er með monster myndavél sem er helst borin saman við DSLR myndavélar.

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Mjög margar en mest GSM Arena, Engadget, WMPoweruser, Verge, Lappari auðvitað 🙂 og ýmsir á Twitter. Svo auðvitað mBL,…djók 🙂

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Já ég vill bara þakka Apple fyrir að hafa árið 2007 sparkað í afturendann á snjallsímaframleiðendum og sýnt þeim að tímabært væri að koma úr torfkofunum.
En á sama tíma kalla ég til þeirra í þróuninni því þeir eru dálítið fastir í 2010

 

Skjáskotin

steini_1  steini_2  steini_3

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira