Nú er komið að öðru viðtalinu hér á Lappari.com sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

[iframe width=”100%” height=”200″ src=”http://static.airserve.net/ennemm/nyherji/nyherji_bordar_mai/1000×200-1/index.html”]

 

 

Sá sem við spjöllum við núna er hann Gummi Jóh hjá Símanum en ef einhver er með puttann á púlsinum varðandi snjallsíma og tæknimál almennt þá er það hann.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Guðmundur Jóhannsson, kallaður Gummi Jóh. Hjarta mitt slær í takt við umferðarljósin í Mjóddinni, ég er Breiðhyltingur út í gegn en bjó þó fyrstu árin í Mývatnssveit og þangað hef ég mjög sterkar taugar og fór þangað í sveit á uppvaxtarárunum.

Við hvað starfar þú?

Ég er verkefnastjóri hjá Símanum. Stýri stærri upplýsingatækni og vöruþróunar verkefnum hjá Símanum og svo hef ég haft yfirumsjón með veru Símans á samfélagsmiðlum svona til hliðar.

Hvernig síma ertu með í dag?

Skipti mjög ört þar sem ég hef nokkuð greiðann aðgang að símtækjum en hef haft núna Sony Xperia Z Android tæki og er ég mjög hrifinn af honum. Er svo með iPad 4 á móti símanum, nokkuð jöfn skipti í notkun á þeim tveimur tækjum.

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Hann er af þessari akkúrat stærð, ekki of lítill og ekki of stór. Með góðum skjá og myndavél ásamt því að Sony hafa ekki gengið oft langt með að setja sitt viðmót ofan á Android eins og margir gera.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Ekkert sem mér dettur í hug, rafhlaðan er góð sem er svona það oftast sem pirrar mann ásamt því að Android fær að njóta sín þar sem Sony hafa ekki gengið of langt að koma eigin útliti ofan á stýrikerfið. Þetta er einn besti Android sími sem ég hef verið með.

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

Aðgangur að tölvupósti og dagatali er það sem ég nota mest, eitthvað sem er gott þar sem vinnan mín snýst mikið um að sitja og halda fundi þannig að ég er ekki endilega alltaf fyrir framan tölvu. Einnig nota ég hann mikið til að minna mig á eitt og annað, annað hvort með aðgerðarlista (todo) eða með Evernote. Nota líka Lync appið nokkuð mikið til að ná á vinnufélagana. Nota hann svo mikið til skipuleggja lífið á móti konunni þar sem hún ferðast mikið vinnu sinnar vegna, erum með innkaupalistann rafrænann og svo nota ég hann mikið til að stjórna ýmsu heima eins og tónlistinni og öðru.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110, skriðdreki sem virkar enn. Af gömlu símunum þótti mér þó alltaf vænst um Ericsson T39, það var ótrúlegt tæki.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Lumia 925 með Android eins og það kemur af kúnni frá Google. Semsagt án allra útlitsviðbóta frá framleiðanda tækisins. Er þó mjög hrifinn af Windows Phone en það er alltaf eitthvað sem stöðvar að ég geti verið lengi með WP síma, vantar oftast eitthvað uppá svo að hann detti fumlaust inn í allt það sem ég nota tækin í.

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Verge, Engadget, tuaw.com, AndroidPolice svona ef ég ætti að telja eitthvað. Er með ótrúlegt magn í RSS lesaranum sem ég renni í gegnum á hverjum degi. Les líka nokkuð af tölvuleikjasíðum til að halda barninu í mér gangandi.

 

Athugasemd Ritstjóra:  Þar sem ekki er minntist www.lappari.com þá mun þetta viðtal eyðast sjálfkrafa mjög fljótlega.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Nýti tækifærið til að hvetja fólk til að detta ekki ofan í stýrikerfis gryfjur. Fer í mínar fínustu taugar þegar að fólk sér heiminn bara með einum hætti. Öll stýrikerfi á snjallsímum og tölvum eru góð og hvert þeirra hefur sína styrkleika og veikleika. Sama með Xbox á móti Playstation, þetta er allt gott og blessað og menn eiga ekki að fara í eitthvað stríð þó að einhver annar velji annað stýrikerfi / tæki en maður sjálfur hafði vaið.
Við lifum á ótrúlega skemmtilegum tímum þegar kemur að tölvum og tækni, verið að framleiða og gefa út hluti sem maður hefði haldið fyrir stuttu síðan að myndi aldrei gerast. Hlutir sem auka lífsgæði (mögulega) og skemmtanagildi og við eigum að fagna allri framþróun, óháð frá hvaða liði hún kemur. Því meiri og harðari samkeppni, því betra fyrir okkur sem notendur.

 

Þá er það skjáskotið af Sony Xperia Z

Screenshot_2013-07-05-11-38-03

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir