Heim MicrosoftWindows 8 Windows 8.1 – stór og flott uppfærsla

Windows 8.1 – stór og flott uppfærsla

eftir Jón Ólafsson

Eins og ég hef fjallaðað um áður þá er Microsoft að leggja lokahönd á stóra uppfærslu fyrir Windows 8 sem mun heita Windows 8.1 (áður Blue). Líklegt er að notendur geti sótt sér Beta útgáfu af Windows 8.1 þann 26. Júní (BUILD) og síðan er von á lokaútgáfu í Ágúst.

Microsoft hefur staðfest að þetta muni verða er ókeypis uppfærsla fyrir allar útgáfur af Windows 8, þar með talið Windows 8 RT. Með Amber uppfærslunni fyrir Windows Phone 8 hefur Microsoft þannig uppfært allar útgáfur af Windows 8 en óljóst er hvernig eða hvort Server kerfin fái þessa uppfærslu en líklegra er að það verði sérpakki.

 

Dæmi um breytingar

Hin margrómaði um umtalaði Start takki kemur aftur og mun notandi getað stillt hvort hann vilji nota Start takkann eða heimaskjá. Hér er ágæt samantekt um hvernig hann mun virka.

windows_81_desktop

 

Hinn “umdeildi” heimaskjár fær góða andlitslyftingu en núna verður hægt að breyta táknum meira enn áður. Windows 8/8.1 er byggt upp á lifandi reitum sem verður hægt að sérsníða betur að þörfum hvers og eins.

Start-screen-High-res_2919DBB2

 

Hægt verður að vinna með og breyta bakrunni ásamt því að hafa “lifandi bakrunn”

Start-with-wallpaper-High-res_313398B8

 

SnapView ( smellur ) er mikið uppfært og verður hægt að vera með nokkur forrit í gangi á sama tíma. Verður t.d. hægt að skipta skjáplássi forrita í 50/50 – 40/60 en það er hægt að opna t.d. Internet Explorer í báðum gluggum og þannig vera tvo staka vafra smelltar.

Multitasking-High-res_0130F94A

 

Samstilling við SkyDrive verður betri og meiri en áður en öll forrit sem eru uppsett eða pinnuð á heimaskjá samstillast milli Windows 8.1 tækja. Þetta á við um stillingar, staðsetningu á heimaskjá o.s.frv.

Skydrive mun samstilla meira en það gerir í dag eins og flipa í Internet Explorer, netsögu, favorites en þetta samstillist líka með Windows Phone stýrikerfinu. Flott að byrja að skoða síðu í símanum og klára að lesa hana næst þegar notandinn kemst í tölvu… Þetta mun virka ekki ósvipað en samstilling á Chrome milli véla en núna innbyggt í stýrikerfið án aukaforrita.

SkyDrive-High-res_56E6E2D0

 

Leitin sem er mjög öflug í Windows 8 verður stórbætt og með “dýpri samþættingu” en er í dag. Sem dæmi í skjáskoti var slegið inn “Marilyn Monroe” og þá mun Windows 8.1 bjóða uppá niðurstöðu af vef, Wikipedia, úr skrám á tölvu, tónlist, og myndböndum ef eitthvað finnst.

Forstillt forgangsröðun leitar: Forrit, Tónlist, Stillingar, Skrár, Myndir, og vefniðurstöður ásamt skrár af tölvu notenda samþætt með því sem kann að vera á SkyDrive.

marilyn2k

 

Sem dæmi um viðbætur kemur snertivæn vekjaraklukka sem mér hefur þótt vanta fyrir Hybrid vélina sem ég ferðast mikið með. Það eru vekjaraklukkur í Windows Store en þessi virðist vera mun betri og vonandi áreiðanlegri en hinar.

win81alarms

 

Spennandi og töluvert miklar breytingar á Windows 8 og fullt af sniðugri auka virkni og forritum eins og Xbox Music. Varðandi start takka/Desktop/heimaskjá þá vill ég geta valið hvað ég nota. Ég vill nota heimaskjá á hybridvél með snertiskjá og desktop/start takka á fartölvu og borðtölvu sem eru ekki með snertiskjá.

 

Heimild og frekari upplýsingar
Windows Blog
ZDNet
WinSuperSite
TheVerge

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Haraldur Helgi 31/05/2013 - 14:52

Vel til komnar breytingar held ég.
Eftir að hafa séð greinar og myndbönd af Amber er maður bara orðinn semi-spenntur fyrir 825! En þá þyrftu Hátækni hinsvegar að afsala sér umboðinu…

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira