Heim ÝmislegtFréttir Build 2013 – Uppselt

Build 2013 – Uppselt

eftir Jón Ólafsson

Hin árlega BUILD ráðstefna Microsoft mun fara fram hjá í SanFrancisco 26. til 28. júní 2013.

Build er aðalráðstefna Microsoft manna til að sjá hvað er framundan í tæknilausnum frá fyrirtækinu. Hefur svipað gildi og WWDC er fyrir Apple og Google I/O fyrir Google.

Skráning hófst í gærkvöldi en núna innan við sólarhring er uppselt á ráðstefnuna. Aðgangur er ekki ókeypis eða $2.095 en 500 fyrstu fengu miðan á “aðeins” $1.595. Mjög líklegt er að aðalþeman verður Windows 8 sem og viðbætur eins og Windows 8,1 (áður Blue) verði meginþemað.

 

Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro umfjöllun

 

Talað hefur verið um Surface síma og 7″ Surface spjaldtölvur en ekki er talið líklegt að Microsoft muni vera í einhverjum vélbúnaðarkynningum á þessari ráðstefnu. Það er samt ekki hægt að útiloka neitt enda tókst Microsoft mjög vel að fela Surface vélarnar sínar fyrir umheiminum áður en hún leit dagsins ljós í fyrra.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira