Heim MicrosoftWindows 8 Lögreglan sparar með spjaldtölvum

Lögreglan sparar með spjaldtölvum

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt fréttum á danska miðlinum Mobilsiden.dk þá er íslenska lögreglan að taka upp ný og öflug vopn í baráttu sinni við glæpi.

Lögreglan mun nota HP ElitePad spjaldtölvu sem keyrir Windows 8.1 sér til halds og traust ásamt því að nota sérhannað forrit frá Bluefragments, sem er danskt fyrirtæki. HP Elitepad eru öflugar og vel búnar vélar en hér má sjá dæmi um eina slíka í vefsölu Opina kerfa.

 

HP_Elitepad

 

Haft er eftir Jónasi Inga Péturssyni að meðal tími sem fer í að gefa eina sekt sé um 15-20 mínútur á staðnum og síðan 15-20 í skráningu á lögreglustöð en þetta mun styttast í samtals 5 mínútur með þessari breytingu. Lögregluþjónar geta því skráð allt á staðnum í einfalt kerfi sem síðar uppfærir sjálfkrafa brotið og gerir frekari skýrslugerð óþarfa.

Þetta er mikill vinnusparnaður þar sem meðalfjöldi sekta er um 20.000 á ári hverju en talið er að þetta geti leitt til sparnaðar sem telur um 8.000 vinnustundir.

 

Mynd tekinn af Instagram síðu lögreglu.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira