Heim MicrosoftWindows 8 Windows 8 kostur – smellur

Windows 8 kostur – smellur

eftir Jón Ólafsson

Oft er erfitt að íslenska erlend orð sem eiga við aðgerð eða hugtak en ég mun halda áfram að reyna það.

Smellur (e Snap view) er kostur í Windows 8 sem ég nota daglega en með honum geturðu smellt Modern forriti til hliðar og þannig hafa tvö forrit í gangi á sama tíma. Nafnið “snap” kemur frá svipuðum kosti í Windows 7 sem hefur verið útfærður skemmtilega í Windows 8. Það eru væntanlegar breytingar á þessu forriti í Windows 8.1 sem auka notagildið enn frekar. Ég mundi t.d. vilja geta gert þetta með fleiri forrit og helst hafa 2 forrit smellt, til vinstri og hægri á sama tíma.

Þeir sem hafa ekki prófað þetta þykir líklega ekki mikið til koma. Mér finnst gott að hafa t.d. Twitter smellt fast til hliðar á meðan ég geri eitthvað annað. Sérstaklega á þetta við þegar ég er að nota Windows 8 spjaldtölvuna eða fartölvuna, einn skjár og ég vill ekki missa af neinu.

Hér eru nokkrar skjámyndir sem líklega útskýra þetta betur

Hér sést Twitter straumur til vinstri og síðan er ég að horfa á Top Gear í hægri glugga

media

 

Hér er ég í mikilvægri skjalavinnslu og með Twitter straum smelltan hægra megin

skjalavinnsla

 

Svona er þetta gert:

Með snertiskjá

  • Opna Moderna app sem þú vilt smella en ég er að nota Tweetro+ hér að ofan
  • Dregur frá toppi og niður ca hálfan skjáinn
  • Dregur áfram forritið til vinstri eða hægri

Ekki með snertiskjá

  • Opnar Modern app sem þú vilt smella en ég er að nota Tweetro+ hér að ofan
  • Færð með músina efst í forrit (kemur hendi)
  • Heldur inni músatakka og dregur ca hálfa leið niður skjáinn
  • Heldur áfram mús inni og ferð síðan til vinstri eða hægri til að smella

Hér eru frekar upplýsingar frá Microsoft en smellur virkar í öllum útgáfum af Windows 8 og einnig í Windows RT

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira