Heim Föstudagsviðtalið Helgi Steinar Halldórsson

Helgi Steinar Halldórsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 186 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Byrjum á föstudagslagi frá viðmælanda okkar.

 

Hver er þessi Helgi Steinar og hvað er kallinn?

Fæddur og uppalinn Akureyringur, tveggjabarna faðir, sambýlismaður, tækjasjúklingur, áhugaljósmyndari og svo margt fleira.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Á daginn starfa ég sem söluráðgjafi hjá Orgio þar sem við seljum mörg af bestu vörumerkjum heims, Lenovo, Canon, Sony og Bose svo eitthvað sé nefnt. En svo er það aukavinnan, ég er ljósamður og hönnuður, aðalega fyrir lifandi tónlist. Ég hef verið að vinna mikið með Friðriki Ómari, hann er duglegur að setja upp allskyns show, t.d Bat out of hell, Queen, U2, Bee Gees og margt fleira. Ætli ég hafi svo ekki komið að svona 85% stærri viðburða á Akureyri síðustu 7-8 árin með einhverjum hætti.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Venjulegur dagur byrjar alltaf á því að koma börnunum í skóla/leikskóla, það getur verið ákveðið challange að koma öllum út á réttum tíma þar sem við elskum öll snooze takkann.. Síðan er mætt í vinnu, pósturinn skoðaður, einn fifaleikur tekinn, fer í ræktina í hádeginu, vinn svo til 17:00. Eftir vinnu fer hefst leikþátturinn “Hvað á að vera í kvöldmatinn” sem er afar leiðinlegur þáttur en endar oftast vel. Síðan er það að elda kvöldmat, baða börnin, lesa sögu, sofna í smástund með strákunum. Dagurinn endar svo yfirleitt alltaf með smá Netflix.

 

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Það er fullt að gerast á næstunni, ég er þessa dagana að klára að hanna og teikna upp bæði Tónkvíslina á Laugum og svo George Michael heiðursýningu sem verður í Hörpu og Hofi..

 

Hvernig voru jólin hjá þér og þínum?

Þau voru frábær, allt eftir bókinni. Mikið borðað, mikið hlegið, mikið gaman og mörg aukakíló……

 

Hvert er draumastarfið?

Steve Jobs var í ágætu draumastarfi..

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Mér finnst standa uppúr í mínu lífi að eignast strákana mína tvo, það toppar ekkert að eiga börn sem eru heilbryggð og skemmtileg.

 

Lífsmottó?

Það er miklu betra að fá fyrirgefningu heldur en leyfi.. ( Ég hef þurft að nota hvolpa augun ansi oft þegar ég mæti heim með eitthvað tech sem var ekki efst á forgangslistanum á heimilinu… )

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég var þáttastjórnandi ásamt Helga nafna mínum í vefþætti ( síðar sjónvarpsþætti ) sem var vikulega í 69 þætti. Þið fáið ekki að vita hvað hann hét….

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég mundi byrja á því að koma mér og fjölskyldu minni vel fyrir, gefa í hjálparstarf og eyða svo rest í að ferðast, gera nýja hluti og hafa gaman!

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Sko hér þarf ég að gæta hagsmuna sökum vinnu, bæði dag og aukvinnu.

  1. Summi Hvanndal – Bassafantur og lala söngvari.
  2. Svo geri ég ekki upp á milli allra hinna…

 

Býr tæknipúki í þér?

Heldur betur, allt sem gengur fyrir rafmagni er skemmtilegt! Nema Ryksuga..

 

Apple eða Windows?

Epli eða gluggar? Epli eru almennt hollari…

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Heima er ég með 15” Mac Book Pro 2017. Í vinnuni nota ég Lenovo Thinkpad T460s.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone X 256gb space grey

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir:
– Enginn takki að framan
– Stór skjár
– Þráðlaus hleðsla
– Frábær myndavél
Gallar:
– Engir, þetta er iPhone.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Ætli það sé ekki að vafra samfélagsmiðla, taka myndir og reka á eftir Þóri vini vínum, hann á það til að gleyma að mæta í hádegisræktina með mér..

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Það var einhver Panasonic hlunkur með útdraganlegu loftneti.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Eina sem hann þarf að hafa umfram síma í dag er solid 24 tíma rafhlöðu ending..

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég les annaðslagið Techradar.com, 9to5mac.com, Gizmodo.com og Lappari.com

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ég er að verða of seinn í vinnuna, þar sem ég gleymdi að skila inn þessum spurningum fyrir deadline! Þannig að við sjáumst bara í Orgio!

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira