Heim Föstudagsviðtalið Elmar Freyr Torfason

Elmar Freyr Torfason

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 171 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

Hver er þessi Elmar og hvaðan er maðurinn?

Ég er fæddur á árinu 1976 (sem merkilegt nokk er árið sem breytti öllu skv viðhafnar útgáfu tónlistartímaritsins Q frá árinu 2006) á Höfn í Hornafirði, segi samt gjarnan að ég sé af skútustaðaætt, en í dag bý í 104 RvK sem gerir mig að Þróttara, og þá Ármenningi líka. Ég er giftur, og á 3 stelpur.

Einhverntíman á lífsleiðinni verð ég með 13,15 og 18 ára unglingsstelpur á heimilinu, sem er bara nokkuð hressandi, eða ekki. Ég er kaldhæðinn, beturviti, áhugabjórbruggari og jógúrtari (ef það er orð), bloggari í dvala. Tek hluti oft of hátíðlega, sennilega vegna þess að ég er Ljón. Áhugamatreiðslumaður. LaumuSvíi og Þjóðverji, hvernig sem það passar saman. Hef nánast pervertískann áhuga á Moleskine dagbókum.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég vinn hjá Mílu, sem er dótturfyrirtæki Símans, þar hanna ég burðartengingar fjarskipta á milli landshluta og uppá hæstu fjallatoppa. Ég vona að ég sé ekki einn um að finnast vinnan sín frábær, fæ krefjandi og áhugaverð verkefni á hverjum degi sem þarfnast úrlausnar til að fjarskipti á íslandi virki, og er ákaflega stoltur af mínum örsmáa þætti í því gangverki.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég vakna ca 6:30 og reyni að vera mættur í vinnuna kl 7:00, fer allt eftir veðri, þá er gott að taka klukkutíma til að byrja daginn áður en flestir mæta, ótrúlega gefandi þessi tími fyrir morgunmat. Oft á ég mína bestu brandara þarna um þetta leiti dags, sem er miður vegna þess að þá heyra svo fáir þá.

Annars er twitter mitt goto platform til að lesa fyndni og vera sniðugur. Íslenska twitter samfélagið er kanski ekki stórt, en það er dásamlega skemmtilegt, og sértaklega verð ég gefa shout out á íslensku stelpurnar á twitter… þær eru frábærlega skemmtilegar og fyndnar.

Ég fer allaf of seint að sofa og ég vil kenna Netflix um það vandamál.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er á leiðinni til Munchen á hið eina sanna Októberfest ásamt nokkrum góðum vinum, þar á ég pantað borð í Paulaner Festzelt og reikna með að skála og syngja í góðra vinahópi.

 

Hvaða framförum megum við vænta þegar kemur að gagnasamböndum í náinni framtíð og þeirri tækni sem opnast fyrir með betri tengingum?

Erum við ekki að tala um kjörorð Ólympíuleikanna? Hraðar, hærra, sterkar? Núna er Ísland í 4ða sæti í heiminum yfir aðgang heimila að háhraðaneti, eitthvað sem erlendis er kallað fixed line access.

Það er ómögulegt að segja til um framtíðina, en t.d. má gefa sér ákveðna hluti, til að mynda þá hefur þróun í bandvídd á milli landshluta og til heimila hingað til verið keyrð áfram af þróun í neyslu á myndefni. Það verður áfram satt, en þörfin temprast aðeins vegna betri þjöppunartækni á myndefni. Tískuorð í dag, er snjallvæðing á öllu, bílum, heimilum etc. til að þessi snjallvæðing nái fram að ganga með öllum þeim loforðum sem búið er að gefa um viðbragð og tiltækileika kemur upp þörf á að færa vinnslu og efni nær notandanum, verði ekki uppi í skýjunum heldur meira í þokunni nær okkur (e. fog computing) má jafnvel búast við því að á hverju heimili verði nokkurkonar mini-gagnaver utan um daglegan rekstur heimilis. Eða að Trump og Kim komi okkur aftur til steinaldar. Eitthvað þar á milli verður sennileg niðurstaða.

 

Hvert er draumastarfið?

Ég held að ég sé í því…

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Tjahh, 3svar hef ég orðið faðir, er hægt að toppa það? Konan mín, hún er mikilvæg og heldur okkur saman, góður Gin og Tónik er líka stórmerkilegt fyrirbæri. (hint, nota Ungava Gin)

 

Lífsmottó?

Vera aðeins meira Ítalskur? held það bara.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Uppáhalds kvikmyndin mín heitir Dazed and Confused, get ekki útskýrt það, er bara þannig. Einusinni litaði ég hárið á mér appelsínugult fyrir mistök, ég drekk svona 10 tvöfalda Espressó Macchiato á dag, þann síðasta ca hálftíma áður en ég fer að sofa, en ef ég hef ekki aðgang að slíku kaffi, þá drekk ég bara ekkert kaffi, án fráhvarfa, að mestu.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Borga upp lán hjá mér og mínum næststandandi, eyða meiri tíma í útlöndum, Kaupa mér rafbíl…. nei veistu, ég er ekki svona skynsamur, ég léti sennilega einhvern jakkalakka úr Arion Banka plata mig til að kaupa hlutabrét í sníkt og stolið ehf, sem færi síðan á hausinn og allur vinningurinn með í klósettið.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Úff, erfitt, ég get eiginlega bara neft 3, og einn þeirra er svindl af því að hann er frá Neskaupsstað. En Grétar og Kalli Örvars, og Bjarni Tryggvason…. og hún Þórdís Imsland, má alls ekki gleyma henni.

 

Býr tæknipúki í þér?

Ég held reyndar að ég fari ekki leynt með hann, en já… Ég er eiginlega fíkill á allar græjur. Það má kalla þetta pervertisma.

 

Apple eða Windows?

Windows heima, Windows í vinnunni.

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Lenovo Carbon X1.. Dásamleg græja í alla staði, fyrir utan að einhverjir vinnufélagar hafa stolist til að kalla hana dömubindið…

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Pixel XL, stórkostlega funksjónal tæki (þó ekki mjög fallegt), með frábæra myndavél

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Hann keyrir ekki iOS? nei án gríns, þá er þetta alveg besta símtæki sem ég hef átt, þangað til ég eignast Pixel XL2. Hann er með frábæra myndavél, símanum fylgir ótakmarkað pláss á Google Photos, never run out of space eins og einhver sagði. Fínt batterý, með USB-C og headfónatengi. En það skal viðurkennast hér að aðeins einusinni hef ég átt sama símann yfir tvenn áramót.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  • Tölvupóst
  • calendar
  • twitter
  • netráp
  • Netflix (oftast í Chromecast yfir á sjónvarpið mitt, er einn þeirra sem vill ekki viðmótið í sjónvarpinu, vil frekar hafa það i síma/spjaldtölvu)
  • hlusta á podcöst og tónlist, ég er með svona 30 podcöst sem PocketCasts sækir fyrir mig og raðar í playlista, og til að komast yfir þetta allt, þá þarf ég að hlusta á 1,4x hraða, sem er einmitt rétta stillingin, síðasta þrep áður en allir fara að hljóma eins og Mikki mús. Ef ég hlusta á tæknivarpið á eðlilegum hraða, þá finnst mér eins og Gulli og Atli séu fullir.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ericsson GA-318, áður en kveikt var á GSM sendi á Hornafirði, var að koma heim frá Svíþjóð og tók þetta tæki með í fríhöfninni á Arlanda. Tók það saman einusinni og gróflega talið hef ég átt ca 25 síma, síðan ég keypti þennan fyrsta eða nokkuð meira en einn á ári.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Hann verður kynntur 4. okt 2017 :), og síðan einhverntíman í október 2018 og svo koll af kolli.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

theverge.com, engadget.com, en samt sæki ég meira PodCöst og hlusta á þau en að lesa mikið, þá er tæknivarpið á Kjarnanum sterkt, já og lappari.com ..

 

Einhver tech podcöst sem þú mælir með?

TheVergecast, ThisWeekInGoogle, Too Embarrassed to ask, Mobile Tech með íslandsvininum Myriam Joire áður hjá Engadet.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Já, loksins bauðstu mér..

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira